Bókatíðindi - 01.12.2002, Page 117
Fræði og bækur almenns efnis
er unnin í samvinnu við
Sögufélag Isfirðinga.
412 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-497-X
Leiðb.verð: 3.185 kr.
TÚLKUN ÍSLENDINGA-
SAGNA í LJÓSI MUNN-
LEGRAR HEFÐAR
Tilgáta um aðferð
Gísli Sigurðsson
Hér er fjallað um munn-
legan uppruna fornsagna
og sannleiksgildi þeirra.
Þekking á lifandi munn-
legri hefð er notuð til að
spyrja hvaða máli það
skipti fyrir hugmyndir
um samfélagsþróun á
Islandi við upphaf
ritaldar að gera ráð fyrir
slíkri hefð hér á landi.
Sýnt er hvernig skýra
megi margt í persónu-
sköpun og lýsingu
atburða Austfirðinga-
sagna með munnlegri
hefð að baki og rýnt í
Vínlandssögurnar sem
heimild um minningu
fólks um ævintýralegar
sjóferðir um árið 1000.
xvii+384 þls.
Stofhun Arna Magnús-
sonar/Háskólaútgáfan
ISBN 9979-819-80-4
Leiðb.verð: 3.990 kr.
TÆKNINNAR ÓVISSI
VEGUR
Þráinn Eggertsson rit-
stýrði og ritaði inngang
I þessu riti birtast fimm
ritgerðir eftir víðkunna
bandaríska hagfræðinga
þar sem þeir horfa frá
ýmsum sjónarhólum á
það hvernig ný fram-
leiðslutækni verður til
og er nýtt í fremstu iðn-
ríkjum heims. Fræði-
mennirnir velta vöngum
yfir því hvaða greining-
araðferðir komi að best-
um notum við rannsókn-
ir á uppsprettu þekking-
ar og nýtingar tækni í
atvinnulífinu. Þeir ræða
einnig hagnýtar niður-
stöður um áhrif ólíkra
stofnana og skipulags í
ýmsum löndum og at-
vinnugreinum á rann-
sóknir og þróun fram-
leiðslutækni. Þráinn
Eggertsson ritar ítarlega
inngangsritgerð þar sem
hann rekur orsakir fá-
tæktar í þróunarlöndum
til staðnaðrar félags-
tækni sem kemur í veg
fyrir innflutning á nú-
tíma framleiðslutækni.
175 bls.
Viðskiptafræðistofnun
HÍ / Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-495-3
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Sigurður lindal
UM LÖG OG LÖGFRÆÐI
gnmdvólhir laga ■ réttarheimildir
UM LÖG OG
LÖGFRÆÐI
Grundvöllur laga -
réttarheimildir
Sigurður Líndal
Skýrð eru grundvallarat-
riði lögskipunar þjóðfé-
lagsins með meginá-
herslu á réttarheimildir.
Þessi fræði má kalla inn-
gangsfræði er ná til allra
sérgreina lögfræðinnar
og hafa skírskotun og
tengsl við ýmsar aðrar
fræðigreinar. Höfundur
kenndi í þrjá áratugi m.a.
almenna lögfræði, réttar-
sögu og vinnumarkaðs-
rétt við lagadeild H.í. og
stjórnsýslurétt í við-
skiptadeild.
408 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-118-6
/-119-4
Leiðb.verð: 5.500 kr.,
kilja, 5.990 kr., ib.
Ungt fólk og
fromhaldsskólinn
JMTWM KmnSSOK
ur.ruiuiiau HÓKMt
UNGT FÓLK OG
FRAMHALDSSKÓLINN
Jón Torfi Jónasson og
Kristjana Stella Blöndal
Hér eru kynntar niður-
stöður víðtækrar rann-
sóknar á námsferli og
námsgengi fólks sem
fæddist árið 1975 og
veitir yfirgripsmiklar
upplýsingar um mennt-
un þess að loknum
grunnskóla. I bókinni er
varpað ljósi á fjölmargt
um íslensk skólamál.
Fjallað er um námsstöðu
fólks við 24 ára aldur og
afstöðu til náms í grunn-
og framhaldsskóla eink-
um í ljósi námsárangurs
í grunnskóla, kyns og
búsetu. Jafnframt er
fjallað um ástæður brott-
falls úr framhaldsskóla.
Kynntar eru fyrstu nið-
urstöður um tengsl
sjálfsálits við námsfram-
vindu og afstöðu til
náms. Að auki er gerð
grein fyrir umfangi
framhaldsskólans, til
dæmis er greint frá
fjölda áfangaheita sem
nemendur voru skráðir í
og algengustu áfanga-
heiti. Kynntur er saman-
burður á niðurstöðum
þessarar rannsóknar og
sambærilegrar rann-
sóknar sem náði til '69
árgangsins.
112 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-492-9
Leiðb.verð: 2.390 kr.
Bókabúðin
Eskja
Strandgötu 50 * Eskifirði • S. 476 1160
115