Gátt - 2009, Blaðsíða 6
6
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
Þ J Ó N U S T U S A M N I N G A R V I Ð
M E N N T A M Á L A R Á Ð U N E Y T I Ð
Allir þjónustusamningarnir eiga það sammerkt að markhópar
starfseminnar eru fólk á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið
framhaldsskóla, innflytjendur og aðrir sambærilegir hópar.
FA er ekki ætlað að sinna markhópum sínum beint heldur í
gegnum samstarfsaðila sína sem eru símenntunarmiðstöðv-
arnar á landsbyggðinni, Mímir-símenntun og fræðslumið-
stöðvar iðngreina.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir starfseminni samkvæmt
þjónustusamningi við menntamálaráðuneytið.
Í fyrsta lagi verður gerð grein fyrir þeim verkefnum sem •
veitt er fé til hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum.
Í öðru lagi verkefnum sem FA annast.•
Í þriðja lagi verður greint frá nokkrum stórum verk-•
efnum sem eru fjármögnuð með öðrum hætti.
1 ) F R A M L Ö G T I L F R Æ Ð S L U - O G S Í -
M E N N T U N A R M I Ð S T Ö Ð V A
Greiðslur til fræðslu- og símenntunarmiðstöðva komu fyrst
inn í samninga FA árið 2006 og hafa því verið inntar af hendi
á fjórða ár. Framlagið til miðstöðvanna greinist í þrjá hluta
og verður gerð grein fyrir þeim hverjum fyrir sig.
1. Framlag til vottaðs náms hjá fræðslu- og símenntunar-
miðstöðvum og Mími-símenntun.
2. Framlag til símenntunarmiðstöðvanna níu og Mímis-
símenntunar vegna náms- og starfsráðgjafar á vinnu-
stöðum.
3. Framlag til námsráðgjafar og raunfærnimats hjá IÐUNNI
fræðslusetri og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins.
1.1. Framlag til vottaðra námsleiða
Árið 2008 voru greiddar til vottaðra námsleiða um 163 millj-
ónir króna, sambærileg upphæð fyrir 2007 er um 117 millj-
ónir króna. Alls sóttu 1.509 nemendur nám í 147.237 nem-
endastundir árið 2008. Áætlaður fjöldi eininga er 11.414.
Einingaverðið á vorönn er því rúmlega 14.000 krónur.
Um helmingur nemendastunda fór fram á landsbyggðinni
en þess má geta að hlutfall landsbyggðarinnar hefur aukist
hratt síðustu árin, var t.d. aðeins 28% árið 2006. Aukning í
vottuðu námi í nemendastundum er 8% milli áranna 2007 og
2008. Sambærilegar tölur fyrir árið 2009 liggja ekki fyrir.
Tafla 1. Upplýsingar um vottaðar námsleiðir 2007
og 2008
Fjöldi
nám-
skeiða
Fjöldi
þátt-
takenda
Fjöldi
nemenda-
stunda
Fjöldi
lokinna
eininga
Fjármagn í
krónum
2007 100 1.375 136.038 9.821 117.698.367
2008 118 1.509 147.237 11.414 163.423.905
Nokkuð er um að vottað nám sé greitt af öðrum en FA og
gefur mynd 1 yfirsýn yfir þróun vottaðs náms. Samtímis sýnir
hún hina miklu aukningu sem átt hefur sér stað í vottuðum
námsleiðum milli ára síðan FA hóf starfsemi sína.
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Starfsemi FA byggist á þjónustusamningi sem ASÍ og SA gera við menntamálaráðuneytið.
Fram undan er endurnýjun þess samnings, sem hefur verið í gildi, ásamt viðaukum frá 2006.
Á tímabilinu hefur verkefnum fjölgað verulega og mikil aukning verið í starfsemi bæði FA
og samstarfsaðilanna sem eru fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar.
Þau straumhvörf, sem urðu í atvinnulífi Íslendinga á haustmánuðum 2008, hafa sett
svip sinn á starfsemi ársins. Samstarfshópur um menntunarúrræði fyrir atvinnuleitendur var
settur á laggirnar í október á síðasta ári af stjórn FA. Hópurinn er samsettur af fulltrúum ASÍ,
SA, BSRB, menntamálaráðuneytis, Vinnumálastofnunar, fræðsluaðila, fræðslusjóða, Starfs-
menntaráðs og FA. Sjá grein eftir Björgvin Þór Björgvinsson í Gátt.
INGIBJÖRG ELSA GUÐMUNDSDÓTTIR
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir