Gátt - 2009, Blaðsíða 83

Gátt - 2009, Blaðsíða 83
83 R Á Ð G J Ö F O G R A U N F Æ R N I M A T G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Undirbúningsvinna og þáttur hennar í hvernig til tekst. • Hlutverk einstakra aðila (ráðgjafa, matsaðila og verkefn-• isstjóra) og hvaða hæfni þessir aðilar þurfa að búa yfir. Raunfærnimatsferlið sjálft og einstaka þættir þess. • Gæðaviðmið og gátlistar.• Leiðarvísinn má finna á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífs- ins, www.frae.is. Þar er einnig að finna gátlista um einstaka þætti varðandi undirbúning og framkvæmd raunfærnimats. Námskeið Útbúið hefur verið námskeið fyrir aðila sem koma að raun- færnimati. Hvert námskeið er 15 kennslustundir og tilgang- urinn er: Að kynna fyrir þátttakendum hugtakið raunfærnimat og þjálfa þá í því að vinna við raunfærnimat samkvæmt því ferli sem þróað hefur verið hér á landi. Námskeiðið er liður í því að formfesta raunfærnimatsferlið, stuðla að gæðum og mæta síauknum þörfum og eftirspurn eftir raunfærnimati í samræmi við kostnaðarþátttöku ríkisins. Haldin voru fimm tilraunanámskeið og var mikil umræða um raunfærnimat og matsaðferðir áberandi. Í umsögnum um námskeiðin kom fram hversu mikilvæg þessi umræða væri. S K R Á N I N G Á N I Ð U R S T Ö Ð U M M A T S A Ð I L A Undanfarið hefur verið unnið að gerð hjálpartækis fyrir mats- aðila þannig að niðurstöður úr raunfærnimati séu gagnsæjar og hægt að skoða þær eftir að mat hefur verið framkvæmt komi til ágreinings. Tækið byggist á því að matsaðili svarar spurningum eftir matssamtöl við einstaklinga. Spurning- arnar snúa að beidd og dýpt þekkingar, rangfærslum, trú- verðugleika og rökum fyrir niðurstöðum. Spurningarnar eru almennar þannig að þær nýtast í öllum verkefnum en hægt er að aðlaga þær einstökum verkefnum. IÐAN fræðslusetur hefur gert prufur með stuttum umsögnum matsaðila og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins hefur útbúið reiknilíkan fyrir niðurstöður. Hvort tveggja hefur reynst vel og mikilvægt að í upphafi verkefna að sé tekin ákvörðun um hvernig skráningu skuli háttað. Góð hjálp- artæki eru mikilvæg. Í flestum tilvikum, þegar raunfærnimat er framkvæmt, er ekki ágreiningur um niðurstöður en þegar hann kemur upp þurfa traust gögn að vera til staðar. R É T T U R Þ E S S S E M F E R Í M A T Í evrópskum reglum um raunfærni er lögð mikil áhersla á rétt þess sem fer í raunfærnimat. Þar á meðal er réttur hans til að gera athugasemdir og að til staðar sé skýr leið fyrir fyrirspurnir og formlegar kærur. FA hefur fengið viðhorf matsaðila, ráð- gjafa og stjórnenda raunfærnimatsverkefna um hvaða leiðir eru bestar í þessu efni og viðhorfin eru svipuð. Að vandað sé til framsetningar á niðurstöðum og þær séu aðgengilegar og sýnilegar þeim sem fer í mat ef upp koma ágreiningsmál. Helstu tillögur snúa að því að mikilvægt sé að gera skýran greinarmun á fyrirspurnum og hins vegar kæruferli. Einnig að tryggja að framkvæmdaraðili sé ekki úrskurðaraðili í málum sem hann á aðkomu að. Gert er ráð fyrir að tillögur FA fari til menntamálaráðuneytisins fyrir áramót. A Ð H A L D A U T A N U M N I Ð U R S T Ö Ð - U R O G K O S T N A Ð Þegar lagðir eru peningar í verkefni er spurt um árangur. Í samstarfi FA við sérfræðingahóp NVL (sjá grein um NVL ) um raunfærni annars staðar á Norðurlöndunum koma reglulega upp vangaveltur um þessa þætti en minna er um svör. Ísland hefur nokkra sérstöðu, annars vegar vegna smæðar og ein- faldleika og hins vegar vegna þess að flest raunfærnimats- verkefni hafa verið á afmörkuðu sviði. Í upplýsingum felast tækifæri, tækifæri til að þróa og tækifæri til að miðla reynslu til annarra. Niðurstöður okkar um kostnað eru þær að raunfærnimat kostar um 1/3 af því sem skólaganga kostar. Þá er miðað við verklegar greinar en búast má við að það dragi saman með þessum aðferðum þegar kemur að bóklegum greinum. Fyrstu vísbendingar um árangur eru að koma fram. Bak við þær eru ekki formlegar kannanir heldur var hringt frá IÐUNNI fræðslusetri og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins í þá aðila sem lokið höfðu raunfærnimati á þeirra vegum og spurt hver staða þeirra væri í dag. Niðurstaðan var að 73% höfðu hafið nám að nýju og þegar þetta er skrifað hafa 59 manns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.