Gátt - 2009, Blaðsíða 91

Gátt - 2009, Blaðsíða 91
91 R Á Ð G J Ö F O G R A U N F Æ R N I M A T G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 G I L D I S T A R F A – R A U N F Æ R N I M A T B A N K A M A N N A ARNHEIÐUR GÍGJA GUÐMUNDSDÓTTIR R A U N F Æ R N I M A T – T I L H V E R S ? Verkefnið Gildi starfa, raunfærnimat bankamanna, byggist á Leonardo-verkefninu Value of Work (VOW) sem sex Evrópu- lönd tóku þátt í á árunum 2005–2007 undir stjórn Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins. Unnið var með mat á raunfærni fyrir þjónustufulltrúa í bönkum og þróuð evrópsk viðmið og tæki til matsins. Markmið verkefnisins var að þróa aðferð til að auðvelda einstaklingum með litla formlega menntun að þróa færni sína og opna leiðir að menntun og þjálfun og tryggja stöðu sína á vinnumarkaðnum. Markhópur þessa verkefnis eru starfsmenn fjármálafyrirtækja, þjónustufulltrúar og nú síðast gjaldkerar sem ekki hafa lokið formlegri fram- haldsskólamenntun. F E R L I Ð Eins og áður segir fæst verkefnið við mat á raunfærni. Þegar talað er um raunfærni er átt við þá færni sem aflað hefur verið með ýmsum hætti: á vinnustað, með formlegu og óformlegu námi og í daglegu lífi, s.s. félagsstörfum og fjölskyldulífi. Í fáum orðum þá felst raunfærnimatsferlið í: viðtölum við náms- og starfsráðgjafa og fagaðila, gerð færnimöppu, sjálfsmati, mati og viðtölum yfirmanna við þátttakendur og lausn raundæma að viðstöddum tveimur matsaðilum. Náms- og starfsráðgjafar fylgja einstaklingnum í raunfærnimatsferl- inu frá upphafi til enda. Tilgangur ráðgjafarinnar er m.a. að aðstoða fólk við að skoða náms- og starfsferilinn, taka saman færni sína og reynslu svo hver og einn læri að þekkja sjálfan sig betur og átti sig á eigin styrkleikum. Í matinu er unnið út frá tíu viðmiðum um færni í starfi þjónustufulltrúa sem unnin voru í þróunarverkefninu. Markmiðið er að þátttakendur fái tækifæri til draga fram raunfærni sína og fá hana metna og viðurkennda og ekki síður að gera hana sýnilega þeim sjálfum og hagsmunaaðilum. Ekki fer fram formlegt mat til eininga á móti námskrá eins og t.d. er gert í raunfærnimati í löggiltum iðngreinum. Engu að síður er möguleiki á að niður- staðan verði til þess að einstaklingur fái metnar einingar til formlegs náms og /eða hann styrki stöðu sína í starfi. Í janúar 2008 hófst samstarf Mímis-símenntunar, Sam- taka starfsmanna fjármálafyrirtækja, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og bankastofnana um áframhaldandi vinnu við mat á raun- færni bankamanna. Yfirmatsaðili er Hrefna S. Briem, forstöðumaður B.Sc.-náms í viðskiptafræði við HR. Mímir hefur séð um framkvæmd verkefnisins og náms- og starfsráð- gjöf við þátttakendur. Alls hafa þrír hópar þjónustufull- trúa lokið verkefninu hjá Mími, sam- tals 60 manns. Nú á haustdögum eru 17 gjaldkerar þátttakendur í raunfærnimatsverkefninu. Að því loknu hafa 96 einstaklingar farið í gegnum raunfærnimatsferlið að þeim 19 meðtöldum sem luku þróunarverkefninu 2007. R E Y N S L A A F V E R K E F N I N U Reynsla þátttakenda hefur verið mjög hvetjandi fyrir alla sem koma að þessu starfi. Í viðtölum við þátttakendur hafa margir lýst því hvernig sjálfstraust þeirra eykst „bara við það að gera færnimöppuna“ eins og það er gjarnan orðað og einnig við að fá þá hvatningu sem veitt er í ferlinu. Fólk áttar sig á að það hefur áorkað mörgu á lífsleiðinni þó því finn- ist það ekki í upphafi ferilsins. Bankastarfsmenn hafa margir sótt fjölda námskeiða, sinnt trúnaðarstörfum o.fl. í gegnum tíðina þó einstaklingar hafi ekki formlegt próf upp á vasann. Einn þátttakenda sagði frá því að hún hefði loksins áttað sig á mikilvægi þess að eiga staðfestingu á námskeiðum til að setja í færnimöppuna. Hún fór á langþráð námskeið og sagðist hafa óskað sérstaklega eftir að fá staðfestingu í lokin. Hún sagði að áður hefði hún í fyrsta lagi ekki þorað að óska eftir staðfestingarplaggi og í öðru lagi hefði henni ekki þótt það skipta neinu máli að fá staðfestinguna. Það er ljóst að með því að taka saman öll þau gögn sem staðfesta þátttöku viðkomandi, auk þess að skrá færni sína og reynslu í lífi og starfi, öðlast einstaklingur meiri trú á sjálfum sér og fær betri yfirsýn yfir allt sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Væntingar margra, sem hafa tekið þátt í raunfærnimat- Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.