Gátt - 2009, Blaðsíða 95

Gátt - 2009, Blaðsíða 95
95 A F S J Ó N A R H Ó L I G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 unar, í hverju þjónusta náms- og starfsráðgjafar felst, veitt innsýn í fjölbreytileika námsframboðs fyrir fullorðna og upp- lýsingar um styrki fræðslu- og starfsmenntasjóða. Þá voru veittar ýmsar upplýsingar sem tengjast atvinnumissi, s.s. um atvinnuleysisbætur og möguleika á að stunda nám án þess að skerða bætur. Í framhaldi af kynningunum var boðið upp á einstaklingsviðtöl fyrir þá sem vildu og þá gátu þeir fengið nánari aðstoð eins og t.d. við gerð ferilskrár. Markmið með ráðgjöfinni var m.a. að veita upplýsingar um námskeið og námsleiðir til að styrkja persónulega færni, kynna möguleika á styrkjum úr fræðslusjóðum og aðstoða við að setja mark- mið og áætlanir. Einnig var veitt aðstoð við að takast á við breytingar á vinnumarkaði, veittar upplýsingar um réttindi og skyldur við atvinnumissi. Margir starfsmenn nýttu sér þetta og voru mjög ánægðir þrátt fyrir erfiðar aðstæður og var boðið upp á þessa þjónustu í öllum verslunum Húsasmiðj- unnar um land allt. F R A M T Í Ð I N Mikilvægt er að fyrirtæki lagi sig að aðstæðum og er það markmið Húsasmiðjuskólans að bjóða upp á námskeið kennslu og þjálfun í takt við þarfir starfsmanna og fyrirtæk- isins hverju sinni. Framundan eru tímar uppbyggingar og mikilvægt að stuðla að símenntun starfsmanna með reynslu. Í dag er staðan sú að Húsasmiðjan hefur yfir að ráða góðum hópi starfsmanna með mikla þekkingu og starfsreynslu og er markmið Húsasmiðjuskólans í vetur að sinna þörfum þessa hóps. Áhersla verður í auknum mæli lögð á einstaklingsmið- aða þjálfun auk þess sem áherslur fyrirtækisins verða kynntar í Húsasmiðjuskólanum fyrir starfsfólk. Kennarar Húsasmiðju- skólans munu verða meira á faraldsfæti þetta árið og fara á milli verslana og sinna einstaka starfsmönnum eftir þörfum og veita þá þjálfun sem hver og einn óskar eftir og á þarf að halda. Þekking og þjálfun er forsenda þess að geta tekið þátt í breytingum og mun Húsasmiðjuskólinn leggja áherslu á að efla þekkingu, starfsanda og samstöðu og leita leiða til að fyrirtækið haldi áfram að vaxa og dafna. U M H Ö F U N D I N N Höfundur er starfsmannastjóri Húsasmiðjunnar og hefur starfað við starfsmannastjórn frá árinu 1999. Auk starfs- mannastjórnunar starfaði hún sem stundakennari við Menntaskólann í Kópavogi og Ferðamálaskóla Íslands á árunum 1999–2004. Hún er með B.Ed.-próf frá Kennarahá- skóla Íslands og MBA-próf frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið diplómaprófi í markaðs- og útflutningsfræðum frá Háskóla Íslands. Enn fremur hefur höfundur starfað sem formaður fagnefndar SVÞ um fræðslumál frá 2006. Elín Hlíf hefur séð um fræðslumál í Húsasmiðjunni frá árinu 2004 þegar hún hóf störf sem starfsþróunarstjóri fyrirtækisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.