Gátt - 2009, Blaðsíða 47
47
V I N N U M A R K A Ð U R I N N
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
Starfsmaður skrifstofunnar sá um að boða þá sem misstu
vinnuna hjá Varnarliðinu á námskeiðin. Fjölmargir nýttu sér
þetta námskeið og margir hurfu til nýrra starfa innan tiltölu-
lega skamms tíma, aðrir fóru í nám til að læra það sem þá
hafði dreymt um lengi en ákveðinn hópur hefur hins vegar
setið eftir á atvinnuleysisskrá. Sá hópur er aðallega ein-
staklingar sem höfðu starfað hjá Varnarliðinu stóran hluta
af starfsævi sinni og komast eftir tillögulega stuttan tíma á
ellilífeyris aldur.
V Í Ð T Æ K A R A S A M S T A R F M S S V I Ð
V I N N U M Á L A S T O F N U N
Miðstöð símenntunar og Vinnumálastofnun á Suðurnesjum
hafa verið í samstarfi frá stofnun MSS. Víðtækara samstarf
milli þessara aðila varð árið 2005. Samstarfið hefur aðallega
verið í tengslum við námskeiðahald og ráðgjöf til skjólstæð-
inga Vinnumálastofnunar. MSS skipuleggur námskeið í sam-
starfi við Vinnumálastofnun og er tekið tillit til þarfa skjól-
stæðinga stofnunarinnar.
MSS hefur einnig verið í samstarfi við Atvinnuþróunar-
ráð Suðurnesja og Vinnumarkaðsráð Suðurnesja um nám-
skeiðahald. Atvinnuþróunarráðið og Vinnumarkaðsráðið
halda námskeið fyrir einstaklinga sem reka fyrirtæki eða
vilja stofna fyrirtæki. Þessi námskeið eru hugsuð til að efla
frumkvöðlahugsun og efla frumkvöðla til að stofna fyrirtæki
og leiðbeina þeim um hvernig eigi að reka þau. Námskeiðin
gagnast líka fyrirtækjum almennt en þau eru m.a. hugsuð til
að efla atvinnulífið á svæðinu.
E F N A H A G S H R U N I Ð M I K L A Á R I Ð
2 0 0 8
Þegar efnahagshrunið varð í október 2008 boðaði félags-
málastjóri Reykjanesbæjar aðila frá sveitarfélögum, mennta-
stofnunum, kirkju, sýslumannsembætti, Rauða krossinum,
Hjálpræðishernum o.fl. til fundar. Vel var mætt á fundinn og
aðilar sammála um að nú þyrftu allir að leggjast á eitt til að
bregðast við breyttum aðstæðum á vinnumarkaðnum. Í kjöl-
far fundarins voru tveir hópar myndaðir, þ.e. velferðarhópur
og vinnumarkaðshópur. Vinnumarkaðshópurinn átti upptök
að Virkjun – miðstöð mannauðs á Suðurnesjum. Ákveðið
var að huga þyrfti sérstaklega að þremur meginþáttum, þ.e.
nýsköpun, sjálfsstyrkingu og atvinnuleit.
Til að sinna verkefninu var Virkjun sett á laggirnar og
hófst formleg starfsemi 15. janúar 2009. Megináhersla í
Virkjun hefur verið lögð á nám og námsleiðir eftir þörfum
einstaklinga, námskeiðahald, fyrirlestra, sjálfsstyrkingu,
kynningar frá fyrirtækjum, félögum og félagasamtökum,
sérfræðiaðstoð við einstaklinga, menningar- og tómstunda-
starfsemi og síðast en ekki síst er um að ræða félagslegt
athvarf sem stendur öllum opið.
MSS hefur frá stofnun Virkjunar gegnt einu af lykilhlut-
verkum í starfseminni. MSS hefur verið með fulltrúa í Virkjun
frá byrjun og verið mikilvægur hlekkur í þeirri vinnu sem þar
fer fram. Það má segja að hlutverk MSS hafi verið tvíþætt: í
fyrsta lagi að bjóða upp á náms- og starfsráðgjöf fyrir ein-
staklinga og hópa og í öðru lagi að skipuleggja nám/náms-
leiðir og námskeið. Þá gegnir MSS stóru hlutverki í að tengja
saman aðila sem geta boðið upp á námskeið fyrir atvinnu-
lausa einstaklinga. MSS tengir saman námskeiðahald fyrir
frumkvöðla í gegnum Atvinnuþróunarráð og Vinnumarkaðs-
ráð. Einnig tengir MSS námskeiðahald fyrir einstaklinga við
Virkjun í gegnum samning sinn við Fræðslumiðstöð atvinnu-
lífsins.
H V E R T Á A Ð V E R A H L U T V E R K
S Í M E N N T U N A R M I Ð S T Ö Ð V A N N A Í
E R F I Ð U A T V I N N U Á S T A N D I ?
Símenntunarmiðstöðvarnar geta gert ýmislegt fyrir einstak-
linga sem eru í atvinnuleit. Hjá símenntunarmiðstöðvunum
eru starfandi náms- og starfsráðgjafar sem gott getur verið
fyrir einstaklinga að leita til þegar miklar breytingar verða
á högum þeirra í kjölfar atvinnumissis. Með því að leita til
náms- og starfsráðgjafa getur einstaklingurinn velt fyrir sér
möguleikum sínum í breyttu umhverfi. Í gegnum samning
við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) geta símenntunar-
miðstöðvar boðið upp á námskeið í færnimöppu- og ferilskr-
árgerð og áhugasviðsgreiningar. Með því að skoða hæfni
og færni sína getur einstaklingurinn notað þetta tækifæri til
að breyta um stefnu og menntað sig í nýtt starf eða styrkt