Gátt - 2009, Blaðsíða 26
26
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
atvinnulífsins og Mímis-símenntunar í Skeifunni 8 og þar var
boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Náms- og starfsráðgjafar frá
Mími–símenntun, IÐUNNI fræðslusetri og ráðgjafar frá þjón-
ustuskrifstofu Vinnumálastofnunar veittu persónulega ráð-
gjöf í formi stuttra viðtala. Þá var fjöldi örnámskeiða í boði,
eins og t.d. um viðbrögð við atvinnumissi, hvernig best sé að
koma sér á framfæri, GPS-tæki, svefnvenjur o.fl. Ágæt mæt-
ing var á Menntatorgið og var mikil ánægja hjá þeim sem
sóttu viðburðinn.
Samhliða Menntatorginu í byrjun mars stóð samstarfs-
hópurinn einnig fyrir opnun vefsíðunnar www.menntatorg.is
en vefurinn er ætlaður þeim sem eru atvinnulausir og eru að
leita sér að stuttu námi eða námskeiði. Vefsíðan hefur hlotið
ágætar viðtökur en sérstök áhersla var lögð á það við vinnu
og uppsetningu vefsins að hann yrði einfaldur og notenda-
vænn. Sérstakur kynningarbæklingur um www.menntatorg.
is var síðan gefinn út í lok sumars.
Í maí fór samstarfshópurinn þess á leit við Hjálparsíma
Rauða krossins, 1717, að koma þangað hagnýtum upplýs-
ingum um hvaða nám hægt sé að stunda samhliða því að
vera á atvinnuleysisbótum. Vel var tekið í hugmyndina hjá
Rauða krossinum og í dag er hægt að fá slíkar upplýsingar í
gegnum Hjálparsímann 1717.
Á því ári, sem liðið er, hefur margt áunnist hjá samstarfs-
hópnum. Upplýsingaflæði milli aðila í hópnum hefur alið af
sér fjölmargar hugmyndir sem síðan hafa margar hverjar
orðið að verkefnum eða afurðum.
U M H Ö F U N D I N N :
Björgvin Þór Björgvinsson starfar sem sérfræðingur hjá
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Helstu verkefni Björgvins
hjá FA tengjast upplýsingasöfnun meðal samstarfsaðila,
útgáfu- og kynningarmálum og starfsemi samstarfshópsins
„Samstarf um menntunarúrræði“. Hann er með MS-próf í
sjávarútvegsfræðum frá Háskóla Íslands og BA-próf í þýsku
með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Áður
starfaði hann m.a. sem sérfræðingur hjá Landsbankanum og
verkefnastjóri bæði hjá Útflutningsráði Íslands og hjá SÍF hf.
A B S T R A C T
It was obvious that the bank crisis in the autumn 2008 would
cause serious problems in Iceland. Experts predicted a deep
and prolonged recession with more unemployment than had
been known for decades in Iceland. Unfortunately these pre-
dictions turned out to be true. The board of the Education
and Training Service Centre (FA) saw what was on the hori-
zon and already last autumn brought together a workgroup
to respond to the changing conditions in the labour market.
The group – called “Cooperation on Educational Serv-
ices” – was made up of representatives from the Ministry of
Education, Science and Culture, the Icelandic Confederation
of Labour (ASÍ), the Confederation of Icelandic Employers
(SA), the Directorate of Labour, the Confederation of State
and Municipal Employees of Iceland (BSRB), education pro-
viders, and FA that chaired the group. All those who were
contacted participated and the first meeting was held at
the end of October 2008. There were weekly meetings for
the first two months and now, a year later, there have been
twenty-four meetings.
The workgroup is supposed to map and find educational
services for those who face difficulties in the labour market,
but the centre targets those who have little formal educa-
tion.
Hluti af vinnuhópnum „Samstarf um menntunarúrræði“ sem FA setti á laggirnar haustið 2008
vegna breyttrar stöðu á vinnumarkaði.