Gátt - 2009, Blaðsíða 71
71
F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A O G S T A R F S M E N N T U N
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
4. Samhygð: Með samhygð er átt við þann tilfinningalega
hæfileika að setja sig í spor annarrar manneskju og
skynja hvernig henni líður. Það er samhygðin sem gerir
okkur kleift að vinna saman og er forsenda góðra sam-
skipta og lausna í samstarfi og samfélagi. Samhygð er
einnig ein af undirstöðum góðs siðferðis.
Skortur á samhygð birtist í ýmsum myndum og
afstöðu í samfélaginu þar sem kuldi (cool) hefur verið
talinn eftirsóknarverður eiginleiki en tilfinningasemi
talin merki um veikleika! Sumir halda því fram að til-
finningar eins og samhygð séu nú mun mikilvægari
eiginleiki en vitræn greind samkvæmt hefðbundinni
skilgreiningu. Ýmsar leiðir eru til að leggja áherslu á
þennan þátt í fræðslustarfi með samvinnu og samstarfs-
verkefnum af ýmsu tagi.
5. Leikur: Pink heldur því fram að liðinn sé sá tími þegar
ísköld alvörugefni var mælikvarði á hæfileika og vinnu-
færni á meðan leikur og skemmtun var talinn flótti frá
verkefnum og lausn þeirra! Leikur er ekki andstæða
vinnu heldur hvati árangurs og sköpunar. Unga fólkið á
vinnumarkaði hefur verið ásakað um að vera ‘leikjakyn-
slóðin’. Í ljós hefur komið að leikjakynslóðin er jafnvel
afkastameiri en hin alvarlega ‘vinnukynslóð’. Leikir eru
að verða mikilvægur hluti ýmissa starfa, viðskipta og
almennrar vellíðunar. Þar má nefna raunveruleikaþætti,
tölvuleiki og myndbandsleiki. Leikjaiðnaðurinn er orð-
inn gríðarlega áhrifamikill í að móta nýja kynslóð og í
ljós kemur að leikir eru mjög öflug námstæki sem þjálfa
fólk á mörgum sviðum samtímis. Rannsóknir á áhrifum
þessara leikja á ýmsa mikilvæga starfsfærniþætti hafa
þegar leitt í ljós ótrúleg dæmi um árangur. Ein rannsókn
sýndi t.d. að smásjárskurðlæknar sem spiluðu tölvuleiki
í að minnsta kosti þrjá klukkutíma á viku gerðu 37%
færri mistök og unnu verkin 27% hraðar en þeir sem
ekki léku sér í tölvuleikjum.
Stærsti leikvöllur nútímans er Netið en þar má finna
endalausa möguleika sem nota má í námi og kennslu.
Sumir eru alveg sannfærðir um að leikur muni verða
mikilvægasta leiðin til verðmætasköpunar á þessari öld
eins og sjá má í eftirfarandi tilvitnun:
„Leikur verður á 21. öldinni það sem vinna var síð-
ustu 300 árin í iðnaðarsamfélaginu, þ.e. aðalaðferð
okkar til að fræðast, framkvæma og skapa verðmæti.“
(Pat Kane: http://www.theplayethic.com/what-is-
the-play-ethic.html )
6. Tilgangur: Í nægtaþjóðfélaginu, þar sem fólk eyðir ekki
lengur kröftum sínum í að lifa af, er komin aukin þörf
fyrir að hafa eitthvað til að lifa fyrir. Fólk hefur efnin
en vantar það óefnislega. Leitin að þeim þáttum, sem
skapa raunverulega hamingju, gefa lífinu gildi og æðri
tilgang, verður meira áberandi og munu í frekari mæli
stýra lífsháttum fólks og hvetja það áfram í lífi og
starfi.
Fræðslustofnanir hafa margvíslega möguleika til
að koma til móts við þessa leit og skapa nemendum
þannig betri vinnustað, meiri lífsfyllingu í námsánægju
og væntanlega betri námsárangur til lengri tíma litið.
U M H Ö F U N D I N N
Sigrún starfar sem sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnu-
lífsins. Þar sér hún m.a. um kennslufræðinámskeið fyrir leið-
beinendur í fullorðinsfræðslu. Einnig er hún stundakennari
við Listaháskóla Íslands.
Hún hefur Phil.Cand.-menntun í uppeldis- og sálar-
fræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, M.S.-próf í mennt-
unarhönnun og -stjórnun og kennslutækni frá National
University í Kaliforníu og framhaldsmenntun í fullorðins-
fræðslu frá Háskólanum í Linköping í Svíþjóð. Sigrún hefur
einnig víðtæka reynslu af fræðslustarfi, menntunarstjórnun
og starfsþróunarmálum.
A B S T R A C T
In 2005 book named „A Whole New Mind“by Daniel H. Pink
was published in the United States. In his book the author
explains changes that are about to take place in the pro-
sperous countries of the Western part of the World, and how
they affect the contours of our time. The book reveals the
six essential aptitudes on which professional success and
personal fulfilment depend. In this article we look closer into
Pinks ideas and how they can be applied to learning