Gátt - 2009, Blaðsíða 60
60
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
auðvelda samanburð milli brauta •
auðvelda mat nemenda á milli skóla og jafnvel inn á •
brautir
Nám og námsbrautir sem skila nemendum
með hæfni á fyrsta þrepi
Námið snýst fyrst og fremst um almenna menntun.
Grunnþættir, lykilhæfni og lærdómsviðmið munu skilgreina
nánar hvað felst í almennri menntun.
Þetta nám er að jafnaði 30–120 fein. (ein til fjórar annir) en
getur verið allt að átta önnum sem starfsbraut fyrir fatlaða.
Framhaldsskólar geta skipulagt námsleiðir þannig að nem-
endur taki allt að 10% námsins á öðru hæfniþrepi. Þannig
hafa nemendur möguleika á að öðlast nokkra sérhæfingu
(sjá töflu 1).
Dæmi um nám, sem búast má við að muni tilheyra þrepi
eitt, eru almennar brautir.
Tafla 1. Námsbraut sem skilar nemendum með
hæfni á 1. þrepi
Viðmið um
hlutfall
námsbrautar
90–120 fein. námsbraut
1. þrep 9/10 1 Allt nám brautarinnar má flokkast
á 1. þrep
2. þrep 0 1/10 Allt að 1/10 hluta námsbrautainnar
má falla á 2. þrep
Nám og námsbrautir sem skila nemendum
með hæfni á öðru þrepi
Námið er að jafnaði 90–120 fein. (þrjár til fjórar annir) og
einkennist af ákveðinni sérhæfingu. Nánar verður fjallað um
sértæka þætti hæfni, þekkingar og leikni sem kveðið er á um
í lærdómsviðmiðaramma og viðmiðaramma námsbrauta.
Sniðmát fyrir námsleiðir, sem skila nemendum með hæfni
á öðru þrepi, má sjá í töflu 2. Miðað er við að fjórðungur
til helmingur námsins sé almennt nám á fyrsta hæfniþrepi.
Helmingur og allt að þrír fjórðu hlutar námsins eru sérhæf-
ing á öðru hæfniþrepi. Viðkomandi skólar geta skipulagt
námsleiðir og/eða valáfanga þannig að nemendur taki allt
að 10% námsins á þriðja hæfniþrepi. Þannig hafa nemendur
möguleika á að öðlast meiri sérhæfingu.
Dæmi um nám, sem búast má við að falli undir önnur
lokapróf á hæfniþrepi tvö, eru núverandi skólaliðanám,
félagsliðanám, kjötskurðarbraut, nám fyrir aðstoðarkokka og
útstillingarbraut. Einnig má búast við að núverandi grunnnám
starfsnámsbrauta geti tilheyrt þessu þrepi. Dæmi um próf til
starfsréttinda á öðru þrepi eru ekki mörg en núverandi nám
í málmsuðu, vélstjórnarbraut A og skipstjórnarbraut A gætu
verið dæmi þar um.
Tafla 2. Námsbraut sem skilar nemendum með
hæfni á 2. þrepi
Viðmið um
hlutfall
námsbrautar 90–120 fein. námsbraut – 2 ár
1. þrep 1/4 1/4 30–60 fein.
2. þrep 1/2 3/4 60–90 fein.
3. þrep 0 1/10 0–12 fein.
Nám og námsbrautir sem skila nemendum
með hæfni á þriðja þrepi
Námið er að jafnaði 150–240 fein. (5–8 annir). Ef námsbrautin
er skilgreind til stúdentsprófs eða sem próf til starfsréttinda
skal hún fela í sér a.m.k. 180 fein. vinnu nemenda. Nám og
námsbrautir, sem skila nemendum með hæfni á þriðja þrepi,
einkennast af skilgreindu sérsviði brautarinnar en í gegnum
það öðlast nemandi sérþekkingu sem hann getur nýtt sér í
starfi og áframhaldandi námi á næsta skólastigi. Fjallað
verður um lærdómsviðmið menntunar á þriðja hæfniþrepi í
lærdómsviðmiðaramma og í viðmiðaramma hverrar brautar.
Sniðmát fyrir námsleiðir, sem skila nemendum með hæfni
Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 Þrep 4
Önnur
lokapróf
Önnur
lokapróf
Próf til
starfsrétt-
inda
Önnur
lokapróf
Próf til
starfsrétt-
inda
Stúdents-
próf
Viðbótarnám
við
framhaldsskóla
Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 Þrep 4
Önnur
lokapróf
Önnur
lokapróf
Próf til
starfsrétt-
inda
Önnur
lokapróf
Próf til
starfsrétt-
inda
Stúdents-
próf
Viðbótarnám
við
framhaldsskóla
Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 Þrep 4
Önnur
lokapróf
Önnur
lokapróf
Próf til
starfsrétt-
inda
Önnur
lokapróf
Próf til
starfsrétt-
inda
Stúdents-
próf
Viðbótarnám
við
framhaldsskóla