Gátt - 2009, Blaðsíða 70

Gátt - 2009, Blaðsíða 70
70 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 K E N N S L U F R Æ Ð I L E G A R H U G L E I Ð I N G A R Ú T F R Á A T H Y G L I S V E R Ð R I B Ó K SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR Pink heldur því fram að við séum að færast frá upplýsingatímabilinu (information age) yfir í „háhug- myndatímabilið“ (conceptual age) í lífi okkar og störfum, sérfræðinga- áherslan víki fyrir listrænni heildarsýn. Í því felst sú skoðun að til að farnast vel og lifa hamingjuríku lífi sé ekki nóg að vera vel að sér í ýmsum hátæknilegum sérfræðigreinum heldur verði að leggja meiri áherslu á listræna og persónulega þætti og gildismat. Hann notar starfsemi heilahvelanna sem líkingamál og talar um vinstri-heila-hneigt fólk og hægri-heila-hneigt fólk þar sem þeir fyrrnefndu eru þeir sem leggja áherslu á sundurgrein- andi hugsun, rök og hlutlægar staðreyndir en þeir síðarnefndu leggja áherslu á heildarsýn, tilfinningar og listræna nálgun. Hingað til höfum við lagt ofuráherslu á vinstra heilahvelið í allri menntun og starfsuppbyggingu á kostnað þess hægra. Tækifærin og nýsköpunin fram undan munu hins vegar ekki síður byggjast á því sem fram fer í hægra heilahvelinu. Vinnu- staðir nútímans munu leggja kapp á að ráða til sín fólk sem hefur breiða menntun og getur unnið ýmis skapandi störf sem tölvur og sjálfvirkni nútímans geta aldrei unnið. Í bókinni eru skil- greindar sex mikilvægar „hneigðir“ (aptitudes) sem höfundur telur afgerandi fyrir velfarnað fólks í lífinu. Þær eru: hönnun, saga, samhljómur, samhygð, leikur og tilgangur (design, story, symphony, empathy, play, and meaning). Með því að þróa og rækta með sér þessar sex lykilhneigðir geta starfsmenn aukið gildi sitt á vinnumarkaði nútímans. Um leið verða þær mikilvægar sem markmið í starfsfærniþróun og námi. Það er skemmtileg pæling að velta fyrir sér hvernig fræðsluaðilar geta fellt þessa þætti sem best inn í kennslufræði og aðra nálgun í starfi sínu og þannig undirbúið nemendur betur undir líf og störf „háhugmyndatímabilsins“ fram undan. Skoðum þessa sex þætti Pinks með tilliti til fræðslu: 1. Hönnun: Ekki er lengur nóg í allsnægtaþjóðfélaginu að svara brýnni þörf fyrir hluti og þjónustu. Fólk gerir kröfur um að hlutir séu fallegir, samræmist duttlungum og höfði til tilfinninga – séu hannaðir. Ýmsar rannsóknir gefa til kynna að vel hannað umhverfi hafi jákvæð áhrif á árangur og vellíðan. Dæmi eru um skjótari bata sjúklinga á sjúkrastofnunum þar sem vel er hugað að hönnun húsnæðis og umhverfis. Það sama á einnig við um námsumhverfi, námsefni, námsbrautir og svo fram- vegis. Meiri árangur verður af náminu þar sem allt er hannað með tilliti til notenda. Kennslustofan er ekki bara staður með stólum, borðum og kennslutækjum heldur staður sem þarf að vera vandlega úthugsaður til að örva nám og auka vellíðan nemenda. 2. Saga: Ofgnótt staðreynda og röksemda hefur gert okkur svolítið ónæm fyrir upplýsingum sem settar eru fram á hefðbundinn hátt. Listin að segja sögur, bæta tilfinningum og söguþræði við staðreyndirnar, hefur því fengið aukið vægi. Sagan getur haft margar birt- ingarmyndir í námi og kennslu og nútímatækni, með ótal möguleikum til gagnvirkni og myndvinnslu, leikur þar stórt hlutverk. Kennarar, sem geta fært námsefnið í slíkan búning eða stuðlað að því að nemendur vinni á þann hátt, munu verða eftirsóttir. 3. Samhljómur: Með samhljómi er átt við hæfileikann til að raða saman brotum til að mynda heild, að skoða heildarmynd fremur en að greina smáatriðin, að sjá samhengi og skyldleika ólíkra hluta og greina meg- inreglur og heildarmynd fremur en að leita sérhæfðra svara. Námsaðferðir, sem þjálfa þessa eiginleika, eru einmitt stór þáttur í þjálfun í skapandi hugsun. Pink heldur því fram að ein besta leiðin til að efla þá sé að læra að teikna. Hugkort sem tæki í námi og starfi eru einnig dæmi um aðferð sem eflir þennan hæfileika. Sigrún Jóhannesdóttir Árið 2005 kom út í Bandaríkjunum bókin „A Whole New Mind“ eftir Daniel H. Pink. Í henni er gerð tilraun til að skýra breyttar lífsvenjur sem eru að verða greinilegar í vestrænum vel- megunarlöndum og út frá þeim reynt að skilgreina upp á nýtt hvaða eiginleikar skipta mestu máli í lífi og starfi í þessum löndum. Í bókinni skilgreinir höfundur sex mikilvægar hneigðir sem munu ráða úrslitum um velgengni fólks í lífi og starfi nú á tímum. Í þessari grein er reynt að skoða hvernig hægt er að nota hugmyndir Pinks og flétta þær inn í fræðslustarf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.