Gátt - 2009, Blaðsíða 35
35
V I N N U M A R K A Ð U R I N N
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
þarf á aðstoð barna sinna að halda. Slíkt þyrfti ekki endilega
að vera bundið launum.
Þessir eldri starfsmenn eiga líka við annan vanda að
etja. Börn þeirra, sem komin eru með eigin frama og fjöl-
skyldu, þurfa iðulega stuðning með barnabörnin þegar
veikindi eða óvænt atvik verða. Hvernig verður það leyst?
Augljóslega hefur hin aukna lífslengd skapað nýjar aðstæður
sem samfélagið verður að bregðast við til þess að viðhalda
lífsgæðum fólks og ekki síður að skapa þeim sem erfa eiga
landið góða og örugga bernsku. Það er vart hægt að ætl-
ast til að vinnumarkaðurinn beri einn þær byrðar sem af
þessu mun hljótast. Honum er það mikilvægt að halda eldri
starfsmönnum í vinnu með alla sína fjölbreyttu reynslu og
miklu yfirsýn. Eldra starfsfólki er það líka mikið atriði að geta
stundað vinnu þótt ekki sé nema að hluta til ef það óskar
þess. Eldra fólk vill eiga val um starf og starfshlutfall rétt eins
og þegar það var yngra.
Samlokukynslóðin, sú sem hefur skyldur bæði við sér
yngri og eldri kynslóðir, býr við vanda sem samfélagið
verður að leysa.
Ég gæti trúað að þessi ameríska könnun, sem segir að
maður verði hamingjusamari með aldrinum, hafi rétt
fyrir sér. Maður sóar náttúrlega ekki tímanum heldur
reynir njóta hvers dags sem maður fær. Ég læt ekki
heldur ytri aðstæður ergja mig lengur – og þó! Það ergir
mig hvað ég á lítið val eftir að ég eltist, aðrir ráða fyrir
mig, þessi forræðishyggja gagnvart okkur þeim eldri
er ótrúleg. Og hér á ég bæði við hið opinbera og ein-
staklinga. (72 ára sveitarstjórnarmaður með meiru)
Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu verða
ýmsar andlegar breytingar með aldrinum. Það dregur úr nei-
kvæðum tilfinningum sem stjórnað er af hægra heilahvelinu,
svo sem sorgarviðbrögðum, óánægju og árásarhneigð vegna
þess að jákvæðari tilfinningar, sem stjórnast af vinstra heila-
hvelinu, eflast. Fólk verður sáttara við sjálft sig og annað fólk,
situr á friðarstóli og verður varkárara. Það hefur reyndar komið
glögglega í ljós í aðdraganda núverandi kreppu hérlendis.
Það má segja að blessun fylgi gleymsku efri áranna,
sársauki ósigurs og niðurlægingar hefur horfið úr
augsýn en sá lærdómur sem þar fékkst situr eftir. Mótlæti
getur verið dulbúinn vinur. Óþægindi gleymskunnar og ald-
ursins felst hins vegar t.d. í hinu dapra skammtímaminni. Við
þekkjum öll vandræðin þegar við hittum kunningja, munum
vel eftir honum en alls ekki nafnið eða tengslin okkar í milli.
Ólafur, fyrrverandi landlæknir, hefur gefið þar gott ráð,
semsé að spyrja: „Já, hvar sáumst við nú síðast?“ Þá gengur
dæmið oftast upp!
Langtímaminnið helst hins vegar oftast óskert sem
veldur því að eldra fólk getur oft fundið góðar lausnir
í bráðum vanda samfélagsins. Það hefur séð eða reynt
þessar aðstæður áður. Reynsla eldra fólks er oft vanmetinn
fjársjóður. Sá mannauður ætti að vera öllum fyrirtækjum og
stofnunum mikill fengur.
Nægjusemin og sú kyrrð, sem fylgir henni, fær meiri
sess með aldrinum. Bruðlið höfðar ekki til þeirra eldri því
að þeir greina betur en aðrir aldursflokkar hvað skiptir í raun-
inni máli. Sama gildir líka um bruðlið með tímann. Við höfum
ekki efni á því að „drepa tímann“, dagar okkar eru taldir,
því viljum við njóta hvers dags sem hinn síðasti væri eins og
vinur okkar sveitastjórnarmaðurinn benti á.
Efri árum fylgir einnig umtalsvert frelsi, tískan og tíð-
arandinn hafa minni áhrif. Hlutverkaleiknum er lokið,
eldra fólk þorir að vera það sjálft af því að það hefur kynnst
sjálfu sér betur, sæst við eigin galla og vangetu, já, tekið sig
sjálft í sátt. Menn þurfa ekki lengur að sanna sig, hvorki fyrir
sjálfum sér né öðrum. Í því felst mikið frelsi, mikill léttir, mikil
hamingja. Er það ekki gjöf að eldast!
En sérstaklega er vert að benda á að kjarkur og þor
varðandi réttlætismál eykst með árunum. Ekki síst hafa
eldri konur barist frábærlega fyrir mannréttindum. Ég var eitt
sinn viðstaddur göngu aldraðra kvenna á Plaza del Mayo í
Argentínu. Þær hafa gengið þar hvern fimmtudag um árabil,
og ganga hring eftir hring, til að mótmæla brotthvarfi sona
sinna og annarra drengja. Allt um kring eru hermenn gráir