Gátt - 2009, Blaðsíða 33

Gátt - 2009, Blaðsíða 33
33 V I N N U M A R K A Ð U R I N N G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Ég held að ég sé í svipuðu formi nú, 74 ára gamall, eins og pabbi var 60 ára, enda er ég ekki útslitinn eins og fólk var af hans kynslóð, hef fengið betra fæði, betri menntun og litríkara líf. Ég lít ekki á mig sem gamlan mann eins og hann gerði um sextugt. (74 ára verkfræðingur) Trúlega taka flestir af jafnöldrum mínum undir þessa stað- hæfingu kunningja míns. Tímarnir, tíðarandinn og aðstæður allar hafa gjörbreyst síðustu áratugina. Hversdaglegir hlutir og verkfæri, sem við ólumst upp við, eru nú orðin safngripir og kunnátta okkar að nýta þá er gagnslítil eða gagnslaus eins og svo margt af þeirri þekkingu sem við höfum haslað okkur um ævina. Þeim reynsluarfi verður ekki miðlað til nýrra kynslóða eins og gert hefur verið um aldir. Við erum hins vegar sífellt að tileinka okkur nýja þekkingu, þó með vissum fordómum og kvíða, ekki síst á tæknilegum sviðum, og lærum þá gjarnan af okkur yngra fólki. Meginbreytingin felst þó í stórbættri heilsu og þar með lengri lífaldri. Meðallífaldur Íslendinga nú er rúmlega áttatíu ár þannig að þeir sem lifa það að komast á eftirlaun rúmlega sextíu ára mega allt eins búast við því að lifa 20–25 ár eða tæpan þriðjung ævinnar á eftirlaunum og lengst af við allgóðar aðstæður. Enda er margt fólk á áttræðisaldri að lifa þau ævintýri nú sem það óraði ekki fyrir á yngri árum. Eftir- launatíminn býður upp á margvíslega möguleika! En það er sérkennilegt að hópurinn sem er á aldrinum 65 ára og upp úr, sem er um 25 ára skeið, er spyrtur saman sem einn hópur og kallaður eldri borgarar eða aldraðir. Það dytti engum í hug að spyrða saman 5 ára börn og þrítugt fólk eða 30–55 ára hópinn. Það vantar einfaldlega orð á íslensku fyrir hin ólíku stig innan öldrunarinnar því að sjálfsögðu getur verið mikill munur á aðstæðum þeirra eldri og yngri innan hópsins. Reynt hefur verið að nota hugtökin yngri/eldri og eldri/eldri en hefur varla reynst fullnægjandi. Viðhorf samfélagsins til eldra fólks hefur ekki breyst í samræmi við þessar breytingar. Ýmsum finnst að talað sé niður til eldra fólks og að forræðishyggjan blómstri. Klisjur eins og „Aumingja gamla fólkið á nú skilið að fá ögn betri elli- lífeyri“ heyrast gjarnan og fjölmiðlar styðja þessa mynd með því að birta myndir af karlhrói á flókaskóm haltr- andi eftir gangi elliheimilisins þegar fjallað er um málefni aldraðra. Þessi ímynd á auðvitað ekki við stærstan hluta eldri borgara hérlendis eins og sjá má af könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Landsamband eldri borgara árið 2007. Hún gefur góða vísbendingu um hagi þeirra nú þótt 20 mánuðir séu liðnir og kreppa skollin á. Vegna þess að vaxandi hluti þjóðarinnar er 80 ára og eldri fengu Öldrunarráð Íslands og Velferðarsvið Reykjavíkur- borgar Capacent Gallup til að gjöra viðlíka könnun meðal fólks 80 ára og eldri um áramótin 2007–2008. Útdrátt úr niður stöðunum má sjá á töflu 1. Tafla 1. Niðurstöður úr viðhorfsrannsókn sem Capacent Gallup gerði fyrir Landsamband eldri borgara 2007-2008 Flokkar 67–80 ára 80 ára og eldri Almennt heilsufar Gott eða frekar gott 72% 63% Slæmt eða frekar slæmt 12% 20% Hvorki gott né slæmt 16% 17% Almennt líkamlegt ástand miðað við aldur Gott eða frekar gott 78% 74% Hefur fólk fjárhagsáhyggjur? Sjaldan eða aldrei 78% 90% Stundum eða oft 22% 10% Eru eldri borgarar einmana? Aldrei 78% 71% Stundum eða oft 13% 20% Búsetuform Eigið húsnæði 91% 75% Leigu- eða þjónustuíbúð 7% 11% Hjúkrunar- eða dvalarheimili 1% 13% Annað 1% 1% A F E L D R A F Ó L K I Í L Í F I O G S T A R F I BERNHARÐUR GUÐMUNDSSON Bernharður Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.