Gátt - 2009, Blaðsíða 79

Gátt - 2009, Blaðsíða 79
79 F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A O G S T A R F S M E N N T U N G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 N I T U S , T E N G S L A N E T S Í M E N N T U N A R M I Ð S T Ö Ð V A S V E I T A R F É L A G A Í S V Í Þ J Ó Ð KARIN BERKÖ Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Um þessar mundir eru samtals 137 sveitarfélög aðilar að netinu, allt frá Kiruna í nyrsta hluta Svíþjóðar til Ystad í suðri. Verkefnin snúast sem fyrr aðallega um að gera æðri menntun aðgengilega fyrir alla óháð búsetu og félagslegri stöðu en einnig um ýmislegt annað. Flestallar símenntunarmiðstöðvarnar, sem eru í Nitus, eru í farsælu samstarfi við fræðasetur háskólanna en þau telja símenntunarmiðstöðvarnar mikilvægan aðila við að laða að námsmenn sem kjósa að leggja stund á fjarnám. Áður fyrr höfðu fræðasetur háskólanna ákveðna tilhneig- ingu til þess að telja símenntunarmiðstöðvarnar sem sam- keppnisaðila en nú er frekar litið á þær sem viðbótartilboð. Á símenntunarmiðstöðvunum er hægt að stofna til námshópa, þar stendur öllum námsmönnum til boða námsumhverfi og þeir geta sótt stuðning, bæði tæknilegan og félagslegan. Rannsóknir sýna að hlutfallslega fleiri námsmenn, sem velja að leggja stund á nám við símenntunarmiðstöð, ljúka námi en þeir sem kjósa að sitja heima. G Æ Ð A V I Ð M I Ð Hvers vegna tóku símenntunarmiðstöðvarnar í Nitus upp samstarf við fræðasetur háskólanna? Jú, vegna þess að ævinlega hefur mikil áhersla verið lögð gæðamál í Nitus. For- senda aðildar að Nitus er að símenntunarmiðstöðin uppfylli ákveðin gæðaviðmið (sbr. heimasíðu netsins). Á árinu 2008 hertum við viðmiðin og báðum alla aðilana að framkvæma sjálfsmat sem lýsir gæðastarfi miðstöðvarinnar, bæði því sem beinist að námsmönnum og fræðasetrum háskólanna og hvernig stöðvarnar hyggjast þróa starfið. Þetta var gert með það að leiðarljósi að tryggja námsmönnum og öðrum neytendum gæði. Aðild að Nitus tryggir gæði, nýj- ustu tækni og persónulega þjónustu við þá sem notfæra sér símenntun- armiðstöðvarnar. Uppfylli viðkom- andi miðstöð gæðaviðmiðin fær hún merki til staðfestingar því að um er að ræða gæðavottaða símenntunarmiðstöð sem er aðili að Nitus. S T A R F S E M I N I T U S Í stjórn sitja 8 framkvæmdastjórar, jafnmargir varamenn auk oddamanns. Framkvæmdastjórarnir eru hvaðanæva úr Sví- þjóð til þess að tryggja að símenntunarmiðstöðvar í öllum landshlutum eigi sinn fulltrúa. Stjórnin kemur saman einu sinni í mánuði, oftast með fjarfundarbúnaði en stundum hittist hún einnig á raunveru- legum fundum. Þá miðlum við okkar á milli því sem efst er á baugi í mismunandi landshlutum svo að við höldum okkur vel upplýstum. Tvisvar á ári stöndum við fyrir landsþingum sem venjulega fara fram hjá einhverri símenntunarmiðstöð sem hefur lýst yfir áhuga á að halda þingið. Það er fyrst og fremst á þessum viðburðum sem félögunum gefst tækifæri til þess að hafa áhrif á val og forgangsröðun verkefna. En þingin eru ekki síður til þess ætluð að gefa fólki tækifæri á að hittast og skiptast á reynslu. Þegar allt kemur til alls þá eru það félagarnir sem eiga að sjá stjórninni fyrir verkefnum og láta vita hvað þeir telja að sé mest aðkallandi. Í Nitus eru vinnuhópum falið að leysa ákveðin verkefni og eins og í stjórninni sitja í þeim félagar í netinu. Þegar þetta er skrifað eru 7 vinnuhópar virkir. Nitus var stofnað árið 1996. Nafnið Nitus var myndað úr skammstöfun Nätverket för IT- baserad Utbildning via lokala Studiecentra, lauslega snarað á íslensku: Tengslanet símennt- unarmiðstöðva sem bjóða upp á nám sem er stutt upplýsingatækni. Í upphafi netsins var tilgangurinn að gera æðri menntun aðgengilega fyrir sveitarfélögin til þess að gera nem- endum kleift að búa áfram í heimahögum þótt þeir legðu stund á nám á háskólastigi. Nitus varð dreifingaraðili æðri menntunar til sveitarfélaganna. Verkefnið er enn þá það sama en undirtitillinn þótti of langur og hefur verið breytt í tengslanet símenntunarmiðstöðva sveitar félaganna. Karin Berkö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.