Gátt - 2009, Blaðsíða 45
45
V I N N U M A R K A Ð U R I N N
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
komið saman einu sinni í mánuði til að ráða ráðum sínum.
Auk þess hefur handverkshópurinn unnið að hönnun og gerð
minjagripa sem byggja á sérstöðu svæðisins, jafnframt því
sem staðið hefur verið fyrir ýmsum handverksnámskeiðum
og handverkssölu á svæðinu. Nú er handverkshópurinn að
festa kaup á leirbrennsluofni sem ákveðið hefur verið að
verði staðsettur í Grunnskólanum á Hofsósi þannig að hann
geti einnig nýst þar til kennslu fyrir börnin. Nemendur Grunn-
skólans á Hofsósi nutu einnig beint góðs af Breytum byggð
á sínum tíma þar sem þeir fengu í fyrsta sinn aðgengi að
tölvum og tölvukennslu í skólanum eftir að verkefnið hófst.
H V E R E R Á R A N G U R I N N ?
Í upphafi var spurt hvað reynslan af Breytum byggð gæti
kennt okkur. Niðurstaðan er að styrking á sjálfsmati ein-
staklingsins og samkennd í samfélagi er mikilvægari en
önnur hefðbundin kennsla þó ekki beri að vanmeta hana. Ef
einstaklingurinn hefur ekki sjálfstraust til að leita tækifæra
og nýta þau og að gera það besta úr aðstæðum hverju sinni
er til lítils barist.
Sex árum eftir að Breytum byggð lauk gætir áhrifa þess
enn í byggðarlaginu. Verkefni, sem urðu til í kjölfarið, eru
enn til og samheldni og samtakamáttur eru ríkir þættir í
samfélaginu. Um nokkurt skeið hafa íbúarnir t.d. verið að
undirbúa byggingu íþróttahúss. Titill greinarinnar er tilvitnun
í íbúa á Hofsósi. Er hægt að fá betri ummæli um verkefni?
H E I M I L D I R :
Jón Torfi Jónasson og Kristín Erla Harðardóttir. 2004. LearnCom Final Evalua-
tion Report. Reykjavík. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Margrét Björk Björnsdóttir. 2007. Römm er sú taug… Getur sjálfsstyrking
samfélaga og efling á átthagafræði, stuðlað að sterkri byggð og uppbygg-
ingu á ferðaþjónustu á landsbyggðinni? Óbirt BA-ritgerð í ferðamálafræði
frá Háskólanum á Hólum.
Munnleg heimild:
Bryndís Kristín Þráinsdóttir, munnleg heimild, september 2009.
U M H Ö F U N D I N N
Anna Kristín Gunnarsdóttir er með MA próf í menntunar-
fræðum frá Háskóla Íslands og B.Ed. próf frá Kennaraháskóla
Íslands. Hún hefur sótt fjölmörg námskeið í kennslufræði
fullorðinna auk endurmenntunarnámskeiða í kennslufræði
tungumála. Anna Kristín hefur m.a. starfað sem alþing-
ismaður fyrir Norðvesturkjördæmi, framkvæmdastjóri Far-
skólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra og
sem kennari á Sauðárkróki til fjölda ára.
A B S T R A C T
In the year 2000 Farskólinn, center of continuing educa-
tion in the North-West part of Iceland, got the highest grant
awarded to an educational project in Iceland by European
Union´s Leonardo da Vinci Lifelong Learning Program. The
grant was for a three year multinational project named
“Learning Community” with eight partners in five countries.
The inhabitants of communities, whose traditional job indus-
tries were declining, were offered free tutoring in subjects
that were believed to allow the inhabitants to reenter or take
up different kinds of jobs on the job market. The focus was
put on increasing the self confidence of inhabitants and the
sense of unity in the community. The project coordinator was
sure that peoples´ believe in their ability to gain education
and take on new projects is a precondition for them to be
able to use their abilities for their own and the community´s
advancement.
There were three main goals:
1. Creating a „learning community“ by reaching as many
and as diverse individuals in the community as possible.
2. Strengthening the skills and competitiveness of indi-
viduals by creating a positive air towards changes and
new knowledge.
3. Increasing the quality and possibilities of continuing
education and job related training.
Participation was high and the air in the community changed
as the project progressed. Six years after the project was
over the inhabitants of the area felt that it had had a lasting
impact on the community in Hofsós, both socially and for the
community, and there are still projects going on that sprung
up as a result of the Learning Community project.