Gátt - 2009, Blaðsíða 36
36
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
fyrir járnum og hafa fangelsað margar kvennanna. Ég spurði
eina þeirra hvað gæfi þeim kjarkinn og kraftinn til þess arna.
Hún sagði „Við höfum borið líf í heiminn og okkur ber að
varðveita það. Við höfum engu að tapa, við höfum lokið lífs-
starfinu, þeir mega beita okkur ofbeldi, deyða okkur en það
má ekki gefast upp fyrir óvinum lífsins og kærleikans.“ Það
má líka benda á gömlu babúskurnar á Stalín-tímanum sem
héldu áfram að sækja ortodoxu kirkjurnar þrátt fyrir ofbeld-
isfull bönn yfirvalda. Eða gömlu konurnar í jafnréttisbaráttu
svartra í Bandaríkjunum, þær voru oftast úthaldsbestar í
átökunum.
Það er mörg gjöfin sem fylgir aldrinum, ein er nálægð
hins óumflýjanlega, dauðans. Nú er tóm til að undirbúa
sig undir hin miklu vistaskipti. Hvernig kveðjum við lífið,
vini og ættingja, hvernig gerum við upp okkar mál, hvernig
verðum við tilbúin til að leggja upp í þá óþekktu ferð sem
allra bíður? Ekki síst þar hefur kristin trú okkur boðskap að
flytja, að dauðinn er ekki hið endanlega, lífið hefur sigrað
fyrir kærleika Guðs. Við heyrum þau orð gjarnan með dýpri
hætti en þegar við vorum yngri með nógan tíma. Sama gildir
um bókmenntir og frásagnir sem tengjast eigin lífsreynslu
eldra fólks. Að því leyti er nautnahæfnin dýpri en áður þótt
vissulega kunni að hafa dregið úr henni á öðrum sviðum.
Stundum þegar ég horfi á þetta rúmlega þrítuga fólk,
sem er álitsgjafar í sjónvarpi, óar mér við reynslu-
leysi þeirra og skorti á sögulegri sýn. Auðvitað er það
ágætt eins langt og það nær en af hverju sjáum við
varla eða heyrum í fjölmiðlum eldra fólk sem komið
er um sjötugt, fólk sem hefur lifað margar kreppur
og getur miðlað af reynslu sinni? (Pípari um sextugt)
Fjölmiðlar, sjónvarp, útvarp og blöð, móta mjög ímynd
aldraðra. Ef hún er dapurleg, skapar það væntanlega kvíða
hjá yngra fólki að lenda að lokum í þeim aðstæðum og jafn-
framt skekkir það sjálfsmynd þeirra eldri. Gallharður sjálf-
stæðismaður var mjög óánægður með núverandi ríkisstjórn
en gat þess þó að það væri kostur við forsætisráðherrann
að hann var gráhærður og reyndar kona á eftirlaunaaldri. Á
úrslitastundu er kallað á elsta þingmanninn til þess að hafa
forystu um að leysa þau þungbæru mál sem steðja að þjóð-
inni. Kreppur eru samvaxnar lífi Íslendingsins. Við um sjötugt
munum þær nokkrar, að vísu ekki af þeirri stærð sem nú
blasir við en þegar hinar kreppurnar skullu á höfðum við hins
vegar af miklu minna að taka. Eldri kynslóðum ber að miðla
reynsluarfinum til þeirra yngri. Þess vegna er brýnt að eldra
fólk fái tækifæri og farveg til þess að tjá reynslu sína í fjöl-
miðlum til þess að hjálpa þeim yngri að sjá núverandi ástand
í miklu víðara samhengi. Reynsla, yfirsýn og yfirvegun þeirra
eldri er sú auðlind sem ausa má af þegar á móti blæs eins og
nú um stundir. Mótlæti getur verið dulinn vinur.
Vinnustaðurinn, þar sem hið persónulega samtal á sér
stað, er afar mikilvægur farvegur til að miðla reynslu
hinna eldri til hinna yngri. Þess vegna er ákjósanlegt að
kynslóðirnar mætist á vinnustaðnum þar sem hver aldurs-
hópur fær að njóta sín með þá hæfni sem hann hefur til-
einkað sér. Því er símenntun eldra starfsfólks brýn svo að
það verði samkeppnisfært á vinnumarkaðinum og geti haldið
áfram að taka þátt í atvinnulífinu ef það svo kýs.
Ég hef hér fjallað nokkuð um stöðu eldra fólks hérlendis
sérstaklega nú í kreppunni út frá mínum bæjardyrum sem 72
ára karls á eftirlaunum og ég vitna þá gjarnan til viðmælenda
minna í spjalli um daginn og veginn. Um nokkurra ára skeið
hef ég hins vegar tekið þátt í umræðu um þessi mál á nor-
rænum grundvelli sem fulltrúi í starfshópi á vegum norrænu
ráðherranefndarinnar sem fjallar um eldra fólk í atvinnulífinu
sérstaklega með tilliti til símenntunar (ESN-hópurinn). Þess
vegna vildi ég nýta síðara hluta þessarar greinar til þess að
gera nokkra grein fyrir þeirri umræðu á norrænum grund-
velli.
Það er mikil sóun á mannauði þegar fólk þarf að fara á
eftirlaun áður en það sjálft kærir sig um. Það er afar dýrt
fyrir þjóðfélögin sem hafa kostað miklu til menntunar fólks-
ins. Þetta hefur verið vandamál á Norðurlöndunum þar sem
eftirlaunaaldur í reynd hefur farið lækkandi. En það er fleira
í spilunum. Neikvæð, stöðnuð viðhorf og fordómar gagnvart
eldra fólki á vinnustað hafa haft umtalsverð áhrif, jafnvel svo
að fólk á sextugsaldri hefur átt erfitt með að fá nýtt starf.
Þetta er þekkt alls staðar á Norðurlöndunum og því hefur