Gátt - 2009, Blaðsíða 61
61
F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A O G S T A R F S M E N N T U N
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
á þriðja þrepi, má sjá í töflu 3. Miðað er við að einn sjötti
til einn þriðji hluti námsins sé almennt nám á fyrsta hæfni-
þrepi. Einn þriðji til helmingur námsins eru sérhæfing á öðru
hæfniþrepi og loks er einn sjötti til einn þriðji hluti námsins
sérhæft nám á þriðja hæfniþrepi. Nám á þriðja hæfniþrepi
byggist á námi af öðru þrepi og felur því í sér forkröfur. Nám
á þriðja þrepi ásamt forkröfum af öðru þrepi mynda sérsvið
brautar sem hægt er að kenna brautina við. Þannig mynda
náttúrufræðigreinar sérsvið náttúrufræðibrautar sem saman-
stendur af námi á öðru og þriðja þrepi. Sama á við um starfs-
námsbrautir. Sérgreinar brautarinnar mynda sérsviðs pakka
af námsáföngum á fyrsta, öðru og þriðja þrepi. Allt að 10%
námsins má tilheyra fjórða hæfniþrepi.
Dæmi um nám, sem búast má við að muni tilheyri öðrum
lokaprófum á hæfniþrepi þrjú, eru t.d. fjölmiðlatækni, list-
námsbraut og tækniteiknun. Nám, sem gæti tilheyrt prófum
til starfsréttinda á þrepi þrjú, eru allar löggildar iðngreinar til
sveinsprófs og löggildar heilbrigðisgreinar. Að auki eru allar
tegundir stúdentsprófs á þrepi þrjú.
Tafla 3. Námsbraut sem skilar nemendum með
hæfni á 3. þrepi
Viðmið um
hlutfall
námsbrautar
Dæmi 1
180 fein. námsbraut –
3. ár
Dæmi 2
240 fein. námsbraut –
4. ár
1. þrep 1/6 1/3 30–60 fein. 40–80 fein.
2. þrep 1/3 1/2 60–90 fein. 80–120 fein.
3. þrep 1/6 1/3 30–60 fein. 40–80 fein.
4. þrep 0 1/10 0–18 fein. 0–24 fein.
Nám og námsbrautir sem skila nemendum
með hæfni á fjórða þrepi
Námið er að jafnaði 30–120 fein. (ein til fjórar annir).
Nám á fjórða hæfniþrepi tengist meiri sérhæfingu og/
eða hagnýtingu sérhæfingar. Námið getur samanstaðið af
sérhæfðum námsáföngum sem tilheyra námsbrautum sem
skilar nemendum með hæfni á þriðja þrepi. Það getur verið
síðasti hluti skilgreindra námsbrauta sem fylgja nemand-
anum í gegnum fyrsta, annað, þriðja og fjórða hæfniþrep,
s.s. skipstjórnar brautir D og E og vélstjórnarbraut C. Einnig
getur námið á fjórða þrepi verið sérstök námsbraut (t.d.
iðnmeistaraprófið) sem er skipulögð sem framhaldsnám við
lokapróf á þriðja þrepi. Tafla 4 sýnir að miðað er við að 80%
náms þessara brauta flokkist á fjórða hæfniþrepi.
Tafla 4. Námsbraut sem skipulögð er á 4. þrepi
1. þrep 8/10 hlutar námsins skulu flokkast sem 4. þrep
Vert er að taka fram að sniðmátin eru enn í þróun og
geta hlutfallstölur enn breyst. Í vetur er unnið að þróunar-
verkefnum innan framhaldsskólanna og munu þau nýtast við
þróun sniðmátanna.
L Æ R D Ó M S V I Ð M I Ð
Menntamálaráðuneytið hefur þróað verkfæri sem vonast er
til að nýtist skólunum við gerð námsbrauta. Það er viðmiða-
rammi sem kallast lærdómsviðmið (learning outcome). Þar
eru sett fram viðmið um þá þekkingu, leikni og hæfni sem
einkenna hvert hæfniþrep og er stígandi í viðmiðunum frá
þrepi eitt til þreps fjögur.
Markmið viðmiðarammans er að auðvelda skólum og
fræðsluaðilum að:
leggja áherslu á hæfni nemandans að loknu námi, þ.e. •
hæfnimiðaða framsetningu
vísa á þá lykilhæfni sem ætlast er til að nemendur búi yfir•
tryggja stígandi í námi•
að hvetja til endurskoðunar á núverandi námsframboði •
Veturinn 2008–2009 störfuðu á vegum ráðuneytisins níu rýni-
hópar. Þrír þeirra fjölluðu um bóknámsgreinar, fimm um starfs-
námsbrautir og einn um iðnmeistaraprófið. Þess var gætt að
fulltrúar hagsmunaaðila tækju þátt í vinnunni, s.s. fagkennarar
af framhaldsskólastigi, fulltrúar háskólastigs, fulltrúar atvinnu-
lífs og/eða starfsgreinaráða. Rýnihóparnir unnu tillögur að við-
miðum fyrir eftirfarandi greinar og námsbrautir:
Íslenska•
Stærðfræði•
Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 Þrep 4
Önnur
lokapróf
Önnur
lokapróf
Próf til
starfsrétt-
inda
Önnur
lokapróf
Próf til
starfsrétt-
inda
Stúdents-
próf
Viðbótarnám
við
framhaldsskóla