Gátt - 2009, Blaðsíða 34

Gátt - 2009, Blaðsíða 34
34 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Ef niðurstöður þessara tveggja kannana eru dregnar saman í grófum línum kemur í ljós aðstæður eldra fólks 67 ára og eldri eru þær að um 75% telja sig vel á sig komin miðað við aldur, allt að 80% hafa ekki fjárhagsáhyggjur, yfir 90% búa í eigin húsnæði eða á stofnunum. Hins vegar hafa u.þ.b. 10% fjárhagsáhyggjur og búa við bágborna heilsu og umtalsverða einsemd og það er að sjálfsögðu sá hópur sem þarf verulega aðstoð hins opinbera. Þess má geta að einn af rannsóknarmönnunum kvað þessar niðurstöður ekki fjarri því sem búast mætti við um hópinn um fertugt svo tekið væri dæmi. Svo virðist að um 10% í flestum aldursflokkum þjóðarinnar eigi í erfiðleikum með líf sitt vegna andlegra eða líkamlegra veikinda, drykkjuskapar o.s.frv. Þessar niðurstöður sýna jafnframt að langstærsti hluti eldra fólks býr við góðar aðstæður og gæti tekið virkan þátt í þjóðfélaginu, bæði í atvinnulífinu og félagslífi almennt. Þær sýna líka að íslenskt þjóðfélag er að nokkru leyti orðið fjögurra kynslóða þjóðfélag, en samfélagið hefur hvorki tekið nægjanlegt tillit til þessarar breytingar né þess sem hún felur í sér fyrir þjóðfélagið. Skoðanir almenn- ings, lagasetning og skipulag stjórnvalda ber þess glöggt vitni. Ég veit ekki hvernig dætur okkar hefðu komist af undan- farið ef við Palli værum ekki alltaf til staðar til þess að sækja barnabörnin í leikskóla, skutla þeim á íþrótta- æfingar eða í tónlist, passa veiku börnin, hlaupa undir alla þessa bagga. Það er yndislegt að geta gert það en ég hefði aldrei getað þegið þetta af mínum foreldrum, hefði bara ekki dottið það í hug! Þetta margrómaða frelsi eftirlaunaáranna er ansi takmarkað, verð ég að segja, a.m.k. sem stendur. Pabbi og mamma njóta þess þó enda komin á níræðisaldurinn. (63 ára kennari) Þessi hópur, hinir yngri/eldri borgarar, er dulin auðlind sam- félagsins. Þar sem þeir grípa inn í geta báðir foreldrar unnið fulla og krefjandi vinnu utan heimilis. Og vissulega er skikkan sköpunarinnar sú að börnin og afi/amma eigi sérstök tengsl. Þar fer fram miðlun reynsluarfsins, handbrögð eru kennd, svo og vers og vísur sem innprenta hin þjóðlegu og siðrænu gildi, sögur eru sagðar sem skapa rætur fyrir hina uppvaxandi kyn- slóð. Skáldin okkar hafa sérstaklega reist ömmunni veglegan bautastein. „Guði sé lof að ég átti ömmu en ekki sjónvarp,“ sagði Sigurbjörn biskup. En nú hefur orðið djúpstæð breyting á þjóðfélags- háttum og ekki síst heimilislífi við tilkomu tölvunnar, gemsanna, ipodanna o.s.frv. Afi og amma skutla önnum köfnum barnabörnunum milli staða en börnin eru ekki alltaf til viðtals þótt þau séu í sama bíl, tækin í höndum þeirra er gjarnan eftirsóknarverðari félagsskapur. Sama gildir heima þar sem tölvan og hin tækin taka upp tíma barnanna. Þar við bætist náttúrlega að afi og amma eru virk í eigin lífi, ferðast gjarnan og eru auðvitað ekki alltaf til staðar. Fjórða kynslóðin, langafi og langamma, hlý og kyrr- lát, með pönnsur á diski og brjóstsykur í poka, er hins vegar til staðar. En hvernig háttar samfundum þeirra og ungviðisins? Hvernig ná þau saman? Hvernig mótast nú gildi afkomenda okkar eða hvaða rætur eiga þau í jarðvegi íslenskrar menningar? Aukin lífslengd skapar vandamál sem ekki voru áður til staðar. Margir eldri starfsmenn eiga aldraða foreldra sem þarfnast hjálpar og umönnunar. Mamma blessuð þarf að fara í ómskoðun og eitthvert barnanna þarf að fara með henni. Systkinin hringjast á, hver getur losað sig úr vinnu. Mamma blessuð á það nú skilið að henni sé sinnt sómasam- lega en þegar þörfin fyrir umönnun eykst og verður samfelld er komið upp vandamál fyrir systkinin. Vissulega væri hægt að koma gömlu konunni á stofnun en allir vilja að hún geti verið sem lengst heima. Fjárhagslega er það líka miklu hag- stæðara fyrir samfélagið. Æskilegt væri að sömu reglur giltu um þegar fólk kemur í heiminn og þegar það er að hverfa þaðan, nefnilega að nákomnir ættingjar gætu fengið ívilnun frá starfsskyldum þann takmarkaða tíma sem um ræðir. Fæð- ingarorlof er mikilvægt öllum sem að því máli koma. Á sama hátt væri hægt að veita eldri starfsmönnum tímabundið leyfi frá störfum eða draga úr starfshlutfalli meðan mamma gamla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.