Gátt - 2009, Blaðsíða 53

Gátt - 2009, Blaðsíða 53
53 V I N N U M A R K A Ð U R I N N G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Mikilvægt er að viðurkenna að nám og mat eitt og sér getur ekki leyst vandamál vinnuaflsskorts í Evrópu. Vera kann að fólksflutningar leysi hann að einhverju leyti. Fólks- flutningar innan Evrópu munu ekki leysa vinnuaflsskortinn sé litið til þess að vinnufærum fækkar víða í Evrópusambands- löndunum og ef höfð er í huga sú tilhneiging sem má vænta í eftirspurn eftir vinnuafli. Þótt létt verði þrýstingi á vinnumarkað eins aðildarríkis á kostnað annars bætir það ekki efnahagslega frammistöðu Evrópu í heild. Grípa þarf til ráðstafana sem tryggja félags- lega samheldni og jafnan rétt samtímis því að verkafólk frá löndum utan ESB er lokkað til starfa sem og þegar verkafólk í ríkjum ESB flyst milli ESB ríkja. Vinnumarkaður og félagslegar aðgerðir þurfa að vera sveigjanlegri til að mæta þörfum þeirra sem verða að skipta um starf. Auk frumkvæðis að sérstökum vinnumarkaðs- aðgerðum verður Evrópa að hafa á takteinum hugmyndir um hvernig hægt er að hámarka starfsfærni vinnuaflsins. Til að Evrópa verði sjálfbær um vinnuafl í framtíðinni er áríðandi að konum fjölgi á vinnumarkaði og vinnualdur hækki. Hvernig verður fundið jafnvægið milli vinnu og fjöl- skyldulífs? Knýjandi viðfangsefni næstu ára er að sætta vinnu og fjölskyldulíf í ljósi stefnu í félagsmálum og félags- legrar ábyrgðar fyrirtækja. N I Ð U R S T A Ð A Niðurstaða spárinnar ítrekar nauðsyn þess að rannsaka betur mikilvægar forsendur fyrir starfsskilyrðum, leikni og sam- keppni bæði ótryggra og tryggra starfa. Niðurstaðan leiðir einnig í ljós nauðsyn þess að móta stefnu um ráðstafanir til að koma í veg fyrir, eða að minnsta kosti draga úr, hætt- unni á misvægi framboðs og eftirspurnar eftir verkleikni. Áætlaðar breytingar á vinnumarkaði munu hafa áhrif á verknám, leiðsögn og ráðgjöf, hvetjandi og letjandi ráðstaf- anir á vinnumarkaði, fólksflutninga, hreyfanleika og félags- málastefnu aðildarríkjanna. Allt þetta gerir kröfu til öflugri stjórnsýslu og samvinnu allra sem eiga hlut að máli, þar með töldum aðilum vinnumarkaðarins. Spáin gefur mikilvæga innsýn í, og eykur þekkingu á, sennilegri þróun evrópska vinnumarkaðarins á næstu árum. Auk þess vekur hún nokkrar spurningar og bendir á óvissu í þróun einstakra þátta sem varða eftirspurn starfa og starfs- hæfni. Er eðli eftirspurnar að breytast? Munu „grundvall- arstörf“ áfram samræmast upphaflegum skilgreiningum? Hvaða áhrif munu breytingar á vinnuafli, sem er í boði, hafa á eftirspurn og hvaða efnahagslegu áhrif getur þessi víxlverkun haft? Hvaða sérstöku leikni og færni er þörf fyrir í framtíð- inni? Svörin við þessum og fleiri spurningum fást aðeins ef Evrópa leggur fram meira fé til rannsókna og greiningar á áætlaðri þörf fyrir verkleikni. Megindlegar og eigindlegar aðferðir til að spá fyrir um og rannsaka víxlverkun framboðs og eftirspurnar virð- ast áríðandi til að geta skilið skautun starfa og ósamræmis í verkleikni. Cedefop mun efla rannsóknir sínar með því að bæta og uppfæra spár, halda áfram rökræðu við hagsmuna- aðila og við samskiptanet sitt, Skillsnet, ásamt því að efla aðra starfsemi sem fellur að þessum meginmarkmiðum. Nú er á vegum Cedefop unnið að spá um framboð á verk- leikni og ítarlegri greiningu á mögulegu misræmi fram- boðs og eftirspurnar (skorti á verkleikni, muni á verkleikni sem er í boði og þeirrar sem óskað er eftir, offramboð og hæfni umfram þörf). Niðurstöður eru væntanlegar á þessu ári. Unnið verður náið með sérfræðingum einstakra landa við að uppfæra og bæta reglulega upplýsingar og aðferðir til að spá fyrir um framboð og eftirspurn eftir verkleikni. Samhliða megindlegum mælingum á stöðu einstakra landa kannar Cedefop hagkvæmni og skilvirkni þess að skilgreina þörf fyrir verkleikni og verkfærni á vinnustöðum með könnunum hjá fyrirtækjum/atvinnurekendum til uppfyllingar og til að bæta gæði upplýsinganna. Þar að auki mun Cedefop rannsaka hvernig þróun vinnumarkaðar mótar kröfur um verkleikni, hvernig þátttaka í verknámi hefur áhrif á framboð verkleikni og í hvaða mæli evrópskur vinnumarkaður skaðast af vanda sem fylgir misræmi í verkleikni. Ásmundur Hilmarsson tók saman. Hægt er að nálgast heftið á http://www.cedefop.europa.eu/etv/ Upload/Information_resources/Bookshop/498/5191_en.pdf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.