Gátt - 2009, Blaðsíða 100
100
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
T hefur verið á Íslandi í fjögur ár. Það er erfitt að skilja
hann hvort sem hann talar íslensku eða það litla sem
hann kann í ensku. Hann er samt duglegur að reyna og
er búinn að læra stafrófið en ekki er hægt að segja að
hann sé orðinn læs. Hann rétt stautar sig í gegnum stystu
orðin og er mjög feiminn við það. Hann þarf mun meiri
þjálfun.
V er yngst í hópnum og feimin. Hún kunni ekki stafrófið
og var mjög óörugg í byrjun, hún þorði varla að taka þátt.
Hún hefur hins vegar braggast mjög mikið og alltaf lært
vel heima. Hún kann nú stafrófið og getur lesið einfaldan
texta. Hún skrifar vel og er vandvirk. Hún ruglar saman L,
R og N en það er mjög algengt hjá Taílendingum.
S þekkti stafrófið en kunni það ekki allt saman. Hún
hefur mikinn áhuga á að ná hljóðunum rétt og æfir sig
mikið. Hún var dugleg að gera heimavinnuna og taka þátt
í tímum og fljót að byrja að stauta sig áfram og getur lesið
einfaldan texta nokkuð hnökralaust. Hún skrifar mjög
fallega og er verulega vandvirk. Hún er svolítið feimin við
að taka af skarið, að trúa því að hún geti lesið. Hún þyrfti
meiri kennslu til að ná fluginu. Hún á ekki langt í land
með að teljast alveg læs.
K þekkti stafrófið í upphafi og er skýrmælt. Hún hefur
hins vegar ekki mikinn orðaforða og óörugg með að tala
en skilur mjög mikið. Hún var mjög vinnusöm, vandvirk,
áhugasöm og fljót að læra. Hún gat í lokin lesið einfalda
texta hnökralaust og orðin frakkari við að skrifa orð
sjálf.
R er altalandi á íslensku og ákveðin í því að ná því að
læra að lesa og skrifa. Hún vann heimavinnuna sína vel,
kom með mikið og gott innlegg og var gjarnan túlkur
þegar eitthvað skildist ekki nógu vel.
C er mjög vandvirk og hörkudugleg. Hún er hins vegar
feimin og mjög hrædd við að gera mistök. Hún skrifar
fallega og talar nokkuð skýrt þótt hún eigi erfitt með
framburð á R. Hún vildi ekki lesa upphátt þegar aðrir
heyrðu en las upphátt þegar við vorum bara tvær. Hún
hefur tekið mikið stökk þar sem hún kunni ekki stafrófið í
byrjun en er núna stautfær, forvitin og orðin svolítið stolt
af sér.
B er læs og skrifandi. Hann kom í hópinn því að hann vildi
fá meira öryggi. Hann tók miklum framförum og rithöndin
styrktist mikið ásamt því sem stafsetningin batnaði. Ég tel
ekki nauðsyn á að B fari á annað lestrar- eða skriftarnám-
skeið en það er hins vegar ómetanlegt að hafa hann í
þessum hópi sem var óöruggur og með lélega sjálfsmynd
eftir að hafa verið einangraður í mörg ár vegna ólæsis og
minnimáttarkenndar.
U M H Ö F U N D I N N
Sólborg Jónsdóttir starfar sem verkefnastjóri og íslensku-
kennari hjá Mími-símenntun. Sólborg hefur ásamt Þorbjörgu
Halldórsdóttur samið bæði almennt og starfstengt námsefni
í íslensku fyrir útlendinga.
Kennari námskeiðsins var Vala Þórsdóttir, leikritahöf-
undur og íslenskukennari.
อักษร ليمج حابص
Taílenska Arabíska Singalíska
orðið: stafróf setningin: góðan daginn setningin: Hvar er bókin mín?