Gátt - 2009, Blaðsíða 49

Gátt - 2009, Blaðsíða 49
49 V I N N U M A R K A Ð U R I N N G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Panorama er ritröð á vegum Þróunarmiðstöðvar starfsmennt- unar í Evrópu CEDEFOP. Heftið „Skill needs in Europe – Focus on 2020“ kom út 2008. Í heftinu er fjallað um hvers konar leikni er líklegt að þörf verði fyrir á vinnumarkaði 25 Evrópu- sambandsríkja auk Noregs og Sviss árið 2020. Eftirfarandi er frjálsleg endursögn og útdráttur úr áðurnefndu hefti. Þekking, leikni og færni, sem Evrópa þarf til að ná árangri í samkeppni á hnattrænum vinnumarkaði, er áber- andi í umræðu um stefnu Evrópusambandsins. Niðurstöður umræðunnar verða mikilvægar fyrir íbúa Evrópu sem þurfa að vita hvaða þekking, leikni og færni auðveldar þeim að finna sér starf eða halda starfi sínu. Í Lissabon-áætluninni frá 2000 og öðrum stefnuyfirlýs- ingum er lögð áhersla á að Evrópa þurfi að búa sig undir nauðsynlegar breytingar á leikni vinnuaflsins næsta áratug. Í ályktun ráðherraráðsins, „Ný leikni fyrir ný störf“ frá árinu 2007, er lögð áhersla á nauðsyn þess að mæta væntanlegri þörf fyrir nýja leikni og endurmenntun með hliðsjón af fram- boði og eftirspurn. Þetta á einkum við um nokkra geira atvinnulífsins sem sjá fram á skort á starfsmönnum með þá leikni sem þörf er fyrir. Í ályktuninni er einnig undirstrikuð nauðsyn þess að auka almenna leikni og að undirbúa hvernig skuli brugðist við gjá sem getur myndast milli framboðs og eftirspurnar eftir leikni. Einnig er bent á nauðsyn þess að kröfur um þekkingu, leikni og færni verði samþættar félags- legum og efnahagslegum þörfum. Markmið ályktunarinnar er að efla greiningu á nýjum störfum og samsvarandi þörf fyrir leikni evrópska vinnuaflsins. Árið 2007 sendi Cedefop frá sér heilsteypta og ítarlega spá um atvinnuþátttöku og þörf fyrir leikni vinnuafls í Evrópu. Cedefop hefur uppi áform um að spá reglulega fyrir um fram- boð og eftirspurn eftir leikni. Fyrsta greining Cedefop átti við árin 2006–2015. Nú hefur Cedefop spáð um þörf fyrir leikni vinnuafls 25 ríkja innan ESB auk Noregs og Sviss fram til árs- ins 2020. Í mars 2008 bauð ráðherraráð Evrópusambandsins fulltrúum Cedefop að kynna framkvæmdastjórn ESB ítarlegt mat á leiknikröfum sem má vænta í Evrópu fram til ársins 2020 með hliðsjón af áhrifum tæknibreytinga og öldrun vinnuaflsins. Einnig var þess farið á leit að fulltrúar Cede- fop gerðu tillögur að viðbúnaði til að mæta framtíðarþörf í þessum efnum. Nú er þörf fyrir upplýsingar um evrópskan vinnumarkað, upplýsingar um þörf í einstökum ríkjum duga ekki lengur. Þ J Ó N U S T U G E I R I N N S T Æ K K A R E N N Í Evrópu fækkaði störfum í frumatvinnugreinum, landbún- aði og hefðbundinni iðnframleiðslu á sama tíma og störfum í þjónustu og þekkingarkrefjandi starfsemi fjölgaði. Athug- anir benda til þess að þessi tilhneiging muni einkenna næsta áratug, ekki aðeins í stöku ríkjum heldur í Evrópu allri eins og sjá má á mynd 1. Þrátt fyrir að vinnumarkaður í mörgum nýjum aðildar- ríkjum Evrópusambandsins byggist að miklu leyti á landbún- aði og iðnframleiðslu eru greinileg merki hraðfara breytinga. Að hluta verða breytingar vegna sérstakra aðgerða í hverju ríki. Þær spegla einkenni íbúa og athafna yfir landamæri þegar fjármagn og vinnuafl lagar sig að breytingum í stjórn- málum og efnahagi. Í sumum ríkjum verða breytingarnar í gagnstæða átt þegar iðnframleiðsla færist austar og sunnar í Evrópu. Athuganirnar benda eindregið til þess að þetta muni einkenna breytingar í náinni framtíð og að þær verði hægar. U M 2 0 M I L L J Ó N I R N Ý R R A S T A R F A 2 0 2 0 Gert er ráð fyrir að fleiri en 20,3 milljónir starfa bætist við á árunum 2006 til 2020 þrátt fyrir að á sama tíma fækki störfum í frumatvinnugreinum um 3 milljónir og um 800 þús- und í iðnframleiðslu. Störfum í mannvirkjagerð fjölgaði nokkuð á síðasta ára- tug. Nú er talið að muni hægja á eftirspurn eftir vinnuafli til mannvirkjagerðar þannig að færri en hálf milljón starfa verði til á árunum 2006 til 2020. Gert er ráð fyrir að á næsta ára- tug muni störfum í dreifingu, flutningum, hótel- og veitinga- rekstri fjölga um 4,5 milljónir. Á sama tíma er gert ráð fyrir að störfum, sem ekki eru á almennum markaði, fjölgi um rúmar 4,9 milljónir. Bestu horfur um fjölgun starfa eru í viðskiptum og þjónustu af ýmsu tagi en þar er reiknað með að fleiri en 14 milljónir starfa verði til á tímabilinu 2006 til 2020. Af þessu leiðir að nálægt ¾ allra starfa í 25 ríkjum E V R Ó P A 2 0 2 0 Þ Ö R F F Y R I R L E I K N I S A M A N T E K T Á S K Ý R S L U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.