Gátt - 2009, Blaðsíða 11

Gátt - 2009, Blaðsíða 11
11 F A S T I R L I Ð I R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Rannsókn á tveimur námsleiðum Á árinu hófst undirbúningur að rannsókn á þeim tveimur námsleiðum sem FA hefur gefið út fyrir fólk með lestrar- og skriftarerfiðleika. Bakhópur hefur verið að störfum við að skil- greina spurningar til þátttakenda. Í bakhópnum eru fulltrúar samstarfsaðilanna en verkefnið hlaut styrk frá Starfsmennta- ráði. Samstarfsaðilar eru Félag lesblindra, Mímir-símenntun og Kvasir. Óskað var tilboða í framkvæmd rannsóknarinnar og var tekið tilboði frá Kná með Þóru Ásgeirsdóttur sem ábyrgðarmann. Hún gerir grein fyrir niðurstöðum í grein í þessari Gátt. Gæði náms FA lauk vinnu í evrópska samstarfsverkefninu RECALL á árinu. FA tók við þessu verkefni þegar starfsemi Menntar var lögð niður. Verkefnið er umfangsmikið með þátttakendur frá níu löndum. Lokaafurðir verkefnisins liggja fyrir en þær leggja grunn að kerfi til vottunar fræðsluaðila. Verkefnið hefur verið kynnt hagsmunaaðilum og gæti nýst sem vott- unarkerfi í tengslum við lög um framhaldsfræðslu. EQM er afurð RECALL en EQM er gegnsætt matsferli fyrir fræðsluaðila til að meta starfshætti sína út frá viðurkenndum gæðaviðmiðum. EQM er hannað til að mæta kröfum um gagnsemi náms og sameiginleg gæðaviðmið fyrir fræðslu- aðila utan hins formlega skólakerfis. EQM byggist á árlegu sjálfsmati sem er yfirfarið af viðurkenndum matsaðila. Mats- aðili er einnig til ráðgjafar um gæðamál meðan á matsferlinu stendur. Fræðsluaðilar, sem uppfylla gæðaviðmið sem sett eru fram í EQM-matseyðublöðunum, fá að auglýsa fræðslu- starfsemi sína með sérstöku gæðamerki. FA sá um gerð vef- síðu verkefnisins og sér um hana til ársins 2011. Námsnetið Í september 2008 hóf FA að greiða mánaðarlega leigu fyrir afnot og viðhald Námsnets Stúdía auk hýsingar kerfisins og vistunar gagna. Námsnetið felur í sér umsóknarkerfi, sam- skiptakerfi leiðbeinenda og námsmanna, nemendabókhald, skipulag og bókhald fyrir námskeiðahald og fjármálabókhald. Einnig bókhald fyrir náms- og starfsráðgjöf, skýrslusmíð fyrir skýrslur til FA auk námsferilsskráningar. Enn er unnið að því að laga og þróa einstaka þætti Námsnetsins að starfsemi símenntunarmiðstöðva og FA. Námsferilsskrár Markmið með uppbyggingu námsferilsskráa er að finna auðvelda leið til að halda utan um námsferil einstaklinga í formlegu og óformlegu námi, jafnframt því að halda utan um raunfærnimat einstaklinga, jafngildingu mats miðað við formlegt nám, staðfesta færni á vinnumarkaði og hugsanlega einnig aðra færni sem hvorki hefur verið metin né staðfest. Frágangi námsferilsskráningar í Námsnetinu er ekki lokið, meðal annars vegna þess að Skinna, nýr gagnagrunnur menntamálaráðuneytisins, er fyrst núna tilbúinn fyrir sam- skipti við námsferilsskrá Námsnetsins. Náms- og starfsráðgjafar geta notað nemendabókhaldið til að halda utan um starf sitt með ráðþegum. Þróun mats á raunfærni Þrátt fyrir stutta sögu virðist ríkja að mestu sátt um fram- kvæmd og aðferðafræði sem notuð er við raunfærnimat. Samstarf og samræður hafa verið lykillinn að þessum árangri auk þess sem fjármagni hefur verið stýrt með þeim hætti að það gerir kröfu um samstarf milli formlega skólakerfisins og símenntunarmiðstöðva. Það er eðlilegt að tortryggni sé til staðar þegar nýjar leiðir eru farnar. Mikilvægi þess að allir hagsmunaaðilar hafi möguleika að koma skoðunum sínum að og þær fái vandaða umfjöllum hefur orðið ljósari. Sífellt meiri þekking byggist upp og betur kemur í ljós hversu samstarf og góð verkefnastýr- ing eru mikilvægir þættir í ferlinu. Einnig hefur það sýnt sig að eftirfylgni við einstaklinga, sem hafa lokið raunfærnimati, eykur verulega líkur á námi að loknu mati. Gleðileg dæmi um það eru að skólar hafa í auknum mæli búið til eða aðlagað námsúrræði fyrir hópa sem lokið hafa raunfærnimati. Við vinnu vegna raunfærni hefur FA haft að leiðarljósi: Að skapa sátt um framkvæmd milli hagsmunaaðila. • Að tryggja faglega framkvæmd en halda kostnaði í • lágmarki. Að þekking, sem metin er með raunfærnimati, hafi sama • vægi og þekking sem aflað er innan skólakerfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.