Gátt - 2009, Blaðsíða 65

Gátt - 2009, Blaðsíða 65
65 F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A O G S T A R F S M E N N T U N G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Einungis 17% þátttakenda segjast hafa nýtt sér aðferðirnar, sem kenndar voru á námskeiðunum, mjög vel en við bætast rösklega 48% sem segjast hafa nýtt sér aðferðirnar frekar vel. Samtals segjast því næstum 65% hafa nýtt sér aðferð- irnar annaðhvort mjög eða frekar vel eftir að námskeiðunum lauk. Hér er greinilega tækifæri fyrir símenntunarmiðstöðv- arnar til að gera betur. Í samtölum við þátttakendur kom fram að þeir gefa sér ekki nægan tíma til að nota aðferð- irnar og að fólk nái ekki að temja sér þær nógu vel á meðan á námskeiðinu stendur. Marktækt hærra hlutfall þeirra sem tóku námskeiðið „Skref til sjálfshjálpar í ritun og lestri“ segj- ast nýta sér aðferðirnar vel. Um þrír af hverjum fjórum nýtir sér einhverja af þeim aðferðum sem kenndar voru á nám- skeiðunum. Eftir því sem lengra líður frá námskeiðunum því líklegra er að þátttakendur séu hættir að nýta sér aðferð- irnar. Meira en helmingur þeirra sem ekki notar aðferðirnar ber við tímaleysi sem ástæðu notkunarleysisins. Næstum 24% aðspurðra gátu ekki nefnt neitt sérstakt þegar þeir voru spurðir hvaða aðferðir þeir notuðu enn. Spurt var opið um hvaða aðferðir fólk notaði og nefndi meira en helmingur þeirra sem eitthvað nefndi, aðferðir við að halda athygli eða úthaldi en margir nefndu fleiri en eina aðferð. Á mynd 3 kemur fram hvaða aðferðir þátttakendur nota í dag. Vegna þess að boðið var upp á að nefna fleiri en eina aðferð er samanlagt hlutfall hærra en hundrað. Myndin sýnir hversu hátt hlutfall af heildinni notar hverja aðferð. Hér ber að hafa í huga að mismunandi aðferðir eru kenndar á námskeið- unum og sökum þess hve fáir hafa tekið námskeiðið „Skref til sjálfshjálpar í ritun og lestri“ er hlutfall þeirra sem notar aðferðir, sem kenndar eru á því námskeiði, lágt. Myndin er fyrst og fremst sett fram til að lesendur geti glöggvað sig á því hvaða aðferðir þeir sem eiga í lestrar- eða skriftarörðug- leikum nota sér til aðstoðar. En það eru ekki einungis aðferðirnar, sem kenndar eru á námskeiðunum, sem skipta máli. Einnig skiptir miklu máli hvort námskeiðin hjálpa fólki í daglegu lífi þess og bæti þannig lífsgæði þess. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir læsu meira eftir námskeiðið, hlustuðu meira á hljóðbækur, notuðu talgervla og leiðréttingaforrit meira og skrifuðu meira eftir að þeir sóttu þessi námskeið. Eins og sjá má á mynd 4 segist meirihluti þátttakenda bæði skrifa og lesa meira eftir námskeiðin en þeir gerðu áður. Þetta eru mikilvægar upplýsingar fyrir námskeiðshaldara. Þótt ekki hafi verið spurt um magn og ljóst að margir þátt- takendur lásu og skrifuðu mjög lítið og jafnvel ekkert fyrir námskeiðin þá er greinilegt að námskeiðin hafa örvandi áhrif á þessa þætti. Einnig kom glögglega fram í djúpviðtölunum að þátttakendur hafa ávallt reynt að forðast að skrifa vegna Mynd 3. Hvaða aðferðir notar þú helst? Mynd 4. Breytingar að námskeiði loknu? 100% A ðf er ði r vi ð að h al da a th yg li og ú th al di A ðf er ði r vi ð sl ök un Le st ra ræ fi ng ar N ot a le ir , le ir a or ð N ot al ei ðr ét ti ng af or ri t í t öl vu A lla r A ðf er ði r í s ta fs et ni ng u N ot a st uð ni ng s- e ða h va ta m an n Tö lv uv in ns lu a lm en nt 0% 54,8% 26,9% 25,8% 14,1% 9,5% 6,4% 4.9% 3,9% 2,8% 68.3% 0% 100% 60,8% 18,3% 31,7% 60,1% 39,9% 81,7% 39,2% 11,4% 88,6% Já Hlustar meira á rafrænan upplestur? Hlustar meira á hljóðbækur? Notar þú meira leiðréttingarforrit? Lestu meira? Skrifar þú meira? Nei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.