Gátt - 2009, Blaðsíða 15
15
F A S T I R L I Ð I R
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
skeiðið skiptist nú í sex efniseiningar (módúla) sem saman-
lagt eru 42 kest. Hægt er að taka hverja einingu fyrir sig eða
tefla þeim saman eftir þörfum og hentugleikum hverju sinni.
Unnið er að undirbúningi fleiri efniseininga. Haldin voru 9
námskeið á árinu fyrir 123 þátttakendur. Heildarnemendast-
undafjöldi var 1.403.
Hópur sérfræðinga um kennslufræði
fullorðinna á vegum NVL
FA hefur tekið þátt í norrænu sérfræðinganeti um kennslu-
fræði fullorðinna á vegum NVL. Hlutverk netsins er að:
Kanna og kortleggja þörf fyrir símenntun leiðbeinenda, •
ráðgjafa, skipuleggjenda, og annarra sem fást við nám
fullorðinna.
Skipuleggja, halda og meta nýskapandi tilraunanám-•
skeið fyrir þverfaglegan norrænan markhóp í samstarfi
við stofnanir á Norðurlöndunum
Koma á laggirnar norrænu námstilboði með símenntun •
fyrir þá sem koma að námi fullorðinna
Á árinu hafa verið haldin þrjú tilraunanámskeið: „The teacher
as a coach“, haldið í Team Academy, Jyväskylä, Finnlandi,
„The educator on the scene“, haldið í Tietgen Competence
Centre, Óðinsvéum og Performers House, í Silkeborg, í Dan-
mörku og „Needs Assessment – the educator as a course
designer“, sem haldið var af Háskóla Íslands í Reykjavík.
Samningur um verkefni í íslensku fyrir
erlenda starfsmenn
Samningur var gerður við menntamálaráðuneytið um ýmis
verkefni á sviði íslenskukennslu fyrir erlenda starfsmenn
sumarið 2008. Vinna við verkefnin hófst strax sl. haust.
Helstu afurðir þessa samnings eru:
1. Samstarf við Ísbrú og Háskóla Íslands um innihald og
skipulag námskeiða fyrir kennara í íslensku. Haldin hafa
verið fjögur námskeið af fimm sem samningurinn kveður
á um. 51 kennari hefur tekið þátt í þeim, heildarnem-
endastundafjöldi er 1.086. Síðasta námskeiðið af fimm
á að fjalla um framhaldsnámsskrá sem ekki er komin
út.
2. Unnið hefur verið í samstarfi við menntamálaráðuneytið
að hönnun vefsíðu er veiti upplýsingar um íslensku-
kennslu.
3. Í gangi er vinna við námsefnisgerð með fyrstu námsskrá
í íslensku fyrir útlendinga. Höfundar munu skila af sér
efni síðar í haust og í byrjun næsta árs.
4. Gerð hefur verið tillaga að námsskrá fyrir framhalds-
nám í íslensku sem ætluð er aðfluttum einstaklingum af
erlendum uppruna sem lokið hafa fyrri námsskrá.
5. Fengnir voru þrír sérfræðingar í kennslu og námsskrár-
gerð til að vinna að verkinu ásamt verkefnisstjóra og
einnig var leitað til annarra sérfræðinga um yfirlestur
og athugasemdir.
6. Þau sem störfuðu að námsskrárskrifum voru: Inga Karls-
dóttir, kennslufræðingur og íslenskukennari, Samúel
Lefever, lektor við HÍ og sérfræðingur í evrópsku tungu-
málamöppunni, Þorbjörg Halldórsdóttir, íslenskufræð-
ingur og kennari í íslensku hjá Mími-símenntun, Sigrún
Jóhannesdóttir, kennslufræðingur og verkefnisstjóri hjá
FA. Tillögunni var skilað inn til ráðuneytisins í lok apríl.
Söfnun og miðlun upplýsinga
Ársrit FA er gefið út einu sinni á ári í tengslum við ársfund
félagsins. Gátt er liður í kynningu á málefnum þeim sem
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur verið falið að vinna að.
Ritið var sent mjög víða, m.a. til framhaldsskóla, símennt-
unarmiðstöðva og bókasafna. Það er notað til kennslu í
fjórum háskólum: HÍ, HA, LHÍ og KHÍ. Ársritið er einnig á vef
Fræðslumiðstöðvarinnar, www.frae.is.
Ársfundur FA var haldinn 20. nóvember á Grand Hótel.
Fundinn sátu um 80 manns. Guðrún Eyjólfsdóttir, formaður
FA, setti fundinn. Dr. David Blustein, ráðgjafasálfræðingur
frá Boston, hélt erindi um náms- og starfsráðgjöf á breyttum
tímum með hliðsjón af hnattvæðingu, atvinnu og nýrri stöðu
í hagkerfum. Ingigerd Green, ráðgjafi frá Gautaborg, hélt
erindi um nýja leiðtogahugsun til samkeppnishæfni, sjálf-
bærni og velferðar. Egill Þórarinsson og Svanur Þ. Brandsson
sögðu frá reynslu sinni en þeir tóku báðir þátt í raunfærni-
matsverkefninu „Bættu um betur“ í húsasmíði hjá IÐUNNI