Gátt - 2009, Blaðsíða 46
46
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
E R F I T T A T V I N N U Á S T A N D O G H L U T V E R K
S Í M E N N T U N A R M I Ð S T Ö Ð V A
GUÐJÓNÍNA SÆMUNDSDÓTTIR
Guðjónína Sæmundsdóttir
Í þessari grein verður kynnt stutt-
lega það starf sem hefur verið unnið
á Suðurnesjum til að byggja upp
einstaklinga sem hafa misst atvinnu
sína og hvernig símenntunarmið-
stöðvar almennt geta komið að slíku
ástandi.
A T V I N N U Á S T A N D I Ð
Eins og öllum er kunnugt um þá
hefur atvinnuástandið á Íslandi verið
mjög gott undanfarin ár og hlutfall
einstaklinga á vinnumarkaði verið
hærra en þekkist víðast hvar annars staðar. Hins vegar hafa
orðið miklar breytingar á einu ári til hins verra.
Hlutfall atvinnuleitenda á Suðurnesjum hefur ekki alltaf
haldist í hendur við landsmeðaltal. Síðan árið 2000 hafa
orðið miklar breytingar á vinnumarkaði á Suðurnesjum. Árið
2000 var atvinnuleysi þar undir landsmeðaltali. Breyting varð
á því árið 2003 en þá varð atvinnuleysi hærra á Suðurnesjum
en almennt yfir landið og hefur munurinn haldist sl. 6 ár.
Hlutfallsleg aukning varð síðan í framhaldi af brotthvarfi
Varnarliðsins árið 2006. Atvinnuástandið var tiltölulega gott
á Íslandi á þessum tíma og því hurfu margir, sem misstu
vinnuna, fljótt til annarra starfa. En samt sem áður jókst
munurinn á milli hlutfalls atvinnulausra á Suðurnesjum og
almennt á Íslandi. Nú er landsmeðaltalið rúmlega 7% en
atvinnuleysið á Suðurnesjum er rúmlega 11% eins og sjá má
á myndinni hér að neðan.
Á T A K G E G N A T V I N N U L E Y S I Á R I Ð
2 0 0 4
Suðurnesjamenn hafa jafnan brugðist við ástandinu með
samstiga átaki margra aðila.
Þegar atvinnuástandið fór að versna þar árið 2003
tóku fjölmargir aðilar upp samstarf að frumkvæði Verka-
lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Árið 2004
fóru stéttar félögin á Suðurnesjum, Reykjanesbær, Vinnu-
málastofnun, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja sameiginlega í átak til stuðnings
atvinnuleitendum á svæðinu. Átakið gekk út á námskeiða-
hald þar sem sjálfsstyrking, hreyfing, samvera og umræður
við einstaklinga, sem tengdust stjórnmálum, var í fyrirrúmi.
Á svipuðum tíma var farið í átak á vegum félagsmála-
ráðuneytisins og Vinnumálastofnunar ásamt samstarfs-
aðilum á Suðurnesjum, þar á meðal Miðstöð símenntunar
og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Verkefnastjóri var ráðinn
tímabundið sem hélt utan um verkefnið. Þátttakendur fóru
í eininga bært nám bæði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hjá
MSS. Einnig var skipulögð starfsþjálfun þar sem þátttakendur
fóru í fyrirtæki og unnu þar í ákveðinn tíma. Árangur af þessu
var að sjálfstraust einstaklinganna efldist og sumir fóru beint
í vinnu í framhaldi af starfsþjálfuninni.
V A R N A R L I Ð I Ð K V A D D I
Þegar Varnarliðið fór árið 2006 misstu nokkur hundruð
manns atvinnuna á einu bretti. Það var þungt högg fyrir Suð-
urnesin. Í kjölfarið boðaði bæjarstjóri Reykjanesbæjar ýmsa
aðila á fund til að ræða hvað væri hægt að gera. Opnuð
var skrifstofa tímabundið fyrir þá sem voru að missa vinn-
una og sá starfsmannastjóri Reykjanesbæjar um skrifstofuna
ásamt einum starfsmanni sem var ráðinn í verkefnið. MSS
ásamt IMG héldu námskeið í færnimöppu- og fe rilskrárgerð. Atvinnuleysi á SuðurnesjumAtvinnuleysi yfir landið
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 júlí 2009
12%
10%
8%
6%
4%
2%
0%
Mynd 1. Yfirlit yfir atvinnuleysi á Íslandi