Gátt - 2009, Side 46

Gátt - 2009, Side 46
46 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 E R F I T T A T V I N N U Á S T A N D O G H L U T V E R K S Í M E N N T U N A R M I Ð S T Ö Ð V A GUÐJÓNÍNA SÆMUNDSDÓTTIR Guðjónína Sæmundsdóttir Í þessari grein verður kynnt stutt- lega það starf sem hefur verið unnið á Suðurnesjum til að byggja upp einstaklinga sem hafa misst atvinnu sína og hvernig símenntunarmið- stöðvar almennt geta komið að slíku ástandi. A T V I N N U Á S T A N D I Ð Eins og öllum er kunnugt um þá hefur atvinnuástandið á Íslandi verið mjög gott undanfarin ár og hlutfall einstaklinga á vinnumarkaði verið hærra en þekkist víðast hvar annars staðar. Hins vegar hafa orðið miklar breytingar á einu ári til hins verra. Hlutfall atvinnuleitenda á Suðurnesjum hefur ekki alltaf haldist í hendur við landsmeðaltal. Síðan árið 2000 hafa orðið miklar breytingar á vinnumarkaði á Suðurnesjum. Árið 2000 var atvinnuleysi þar undir landsmeðaltali. Breyting varð á því árið 2003 en þá varð atvinnuleysi hærra á Suðurnesjum en almennt yfir landið og hefur munurinn haldist sl. 6 ár. Hlutfallsleg aukning varð síðan í framhaldi af brotthvarfi Varnarliðsins árið 2006. Atvinnuástandið var tiltölulega gott á Íslandi á þessum tíma og því hurfu margir, sem misstu vinnuna, fljótt til annarra starfa. En samt sem áður jókst munurinn á milli hlutfalls atvinnulausra á Suðurnesjum og almennt á Íslandi. Nú er landsmeðaltalið rúmlega 7% en atvinnuleysið á Suðurnesjum er rúmlega 11% eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Á T A K G E G N A T V I N N U L E Y S I Á R I Ð 2 0 0 4 Suðurnesjamenn hafa jafnan brugðist við ástandinu með samstiga átaki margra aðila. Þegar atvinnuástandið fór að versna þar árið 2003 tóku fjölmargir aðilar upp samstarf að frumkvæði Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Árið 2004 fóru stéttar félögin á Suðurnesjum, Reykjanesbær, Vinnu- málastofnun, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Heil- brigðisstofnun Suðurnesja sameiginlega í átak til stuðnings atvinnuleitendum á svæðinu. Átakið gekk út á námskeiða- hald þar sem sjálfsstyrking, hreyfing, samvera og umræður við einstaklinga, sem tengdust stjórnmálum, var í fyrirrúmi. Á svipuðum tíma var farið í átak á vegum félagsmála- ráðuneytisins og Vinnumálastofnunar ásamt samstarfs- aðilum á Suðurnesjum, þar á meðal Miðstöð símenntunar og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Verkefnastjóri var ráðinn tímabundið sem hélt utan um verkefnið. Þátttakendur fóru í eininga bært nám bæði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hjá MSS. Einnig var skipulögð starfsþjálfun þar sem þátttakendur fóru í fyrirtæki og unnu þar í ákveðinn tíma. Árangur af þessu var að sjálfstraust einstaklinganna efldist og sumir fóru beint í vinnu í framhaldi af starfsþjálfuninni. V A R N A R L I Ð I Ð K V A D D I Þegar Varnarliðið fór árið 2006 misstu nokkur hundruð manns atvinnuna á einu bretti. Það var þungt högg fyrir Suð- urnesin. Í kjölfarið boðaði bæjarstjóri Reykjanesbæjar ýmsa aðila á fund til að ræða hvað væri hægt að gera. Opnuð var skrifstofa tímabundið fyrir þá sem voru að missa vinn- una og sá starfsmannastjóri Reykjanesbæjar um skrifstofuna ásamt einum starfsmanni sem var ráðinn í verkefnið. MSS ásamt IMG héldu námskeið í færnimöppu- og fe rilskrárgerð. Atvinnuleysi á SuðurnesjumAtvinnuleysi yfir landið 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 júlí 2009 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Mynd 1. Yfirlit yfir atvinnuleysi á Íslandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.