Gátt - 2009, Blaðsíða 104
104
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
Við stefnum að því að hafa staðlaðan frágang og því
biðjum við höfunda að kynna sér vel upplýsingarnar á
þessari síðu.
EFNISVAL
Ritnefnd ákveður sjónarhorn og áherslur hvers ársrits, hefur
samband við höfunda efnis og tekur afstöðu til þess hvort
grein verður birt í ritinu.
EFNI SEM Á ERINDI Í GÁTT
Gátt er ársrit sem ætlað er að vera vettvangur fyrir efni um
fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á starfsfræðslu.
Í ritinu verða bæði ritrýndar greinar og almennar og þar fer
fram kynning á rannsóknum og lausnum í fullorðinsfræðslu
og símenntun, jafnt hagnýtum sem fræðilegum. Ritið birtir
greinar, viðtöl og frásagnir af nýjungum, farsælum verk-
efnum, framtíðarhugmyndum og breytingum á sviði símennt-
unar og starfsfræðslu ásamt reynslusögum af fræðsluverk-
efnum á Íslandi, bæði úr fyrir tækjum og fræðslustofnunum.
LESENDAHÓPUR
Lesendur eru breiður hópur þeirra sem koma að fullorðins-
fræðslumálum á Íslandi, stjórnendur, leiðbeinendur, náms-
ráðgjafar, kostendur fræðslu, kaupendur fræðslu, nemendur
og þátttakendur. Textinn þarf að höfða til þessa breiða hóps,
vera skýr og aðgengilegur og hafa augljósa tilvísun í eða tengsl
við það hagnýta hlutverk sem Fræðslumiðstöðin gegnir.
FRÆÐIGREINAR OG ANNAÐ EFNI
Áskilið er að þær fræðigreinar sem birtar verða hafi ekki birst
í öðru íslensku riti. Almennt er miðað við að fræðigreinar og
annað efni sem birtist í ritinu sé á bilinu 1000–4000 orð að
lengd og með þarf að fylgja stuttur útdráttur (hámark 200
orð) sem hafður er fremst. Ætlast er til að höfundar breyti
efni og lagfæri það í samræmi við ábendingar ritnefndar.
Verulegar lagfæringar í próförk eru bornar undir höfund.
Efni í ritið á að senda með tölvupósti til ritstjórnar.
MYNDSKREYTINGAR
Höfundar efnis eru beðnir að hafa samráð við ritstjórn um
skil á myndefni sem fylgir greinum þeirra.
HEIMILDIR
Um tilvísanir og heimildaskrá vegna greina í ársritinu vísast
til hins svokallaða APA-tilvísanakerfis bandaríska sálfræð-
ingafélagsins. Handhægar upplýsingar um það er einnig að
finna í ritinu Gagnfræðakver handa háskólanemum eftir Frið-
rik H. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson.
Dæmi um heimildaskráningu:
American Psychological Association. (2001). Publication
Manual of the American Psychological Association (5.
útgáfa). Washington: APA.
Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2002).
Gagnfræðakver handa háskólanemum (3. útgáfa).
Reykjavík: Háskólaútgáfan.
UPPLÝSINGAR SEM ÞURFA AÐ KOMA FRAM
Með öllu efni sem sent er í ritið fylgi sérstök titilsíða, á henni
þurfa að vera eftirfarandi upplýsingar:
Titill greinar, viðtals eða frásagnar sem gefi sem ljósasta •
mynd af efnisinnihaldi.
Fullt nafn og núverandi staða höfundar•
Síma- og faxnúmer, netfang•
UPPLÝSINGAR UM HÖFUND
Fræðigreinum þarf að fylgja örstutt ferillýsing höfundar, þ.e.
bakgrunnur og reynsla á sviði fullorðinsfræðslu, staða þegar
greinin er skrifuð, sérfræði- og/eða rannsóknasvið og nýleg
mynd, í tölvutæku formi og góðri upplausn, a.m.k. 300 dpi
miðað við a.m.k. 5 cm breidd.
ÚTDRÁTTUR – SKRÁNING OG ENSK ÞÝÐING
Ársritið verður efnistekið og greinar skráðar í Gegni sem er
bókasafnskerfi allra landsmanna. Útdrátturinn verður þýddur
á ensku og birtur bæði á ensku og íslensku í ritinu til þess
að auðvelda efnistöku og gera ritið aðgengilegt fyrir erlenda
lesendur.
T I L G R E I N A H Ö F U N D A