Gátt - 2009, Blaðsíða 72
72
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
H Æ F N I S Þ Ö R F Í F E R Ð A Þ J Ó N U S T U
BJÖRN GARÐARSSON
F R A M K V Æ M D I N
Fagráð verslunar- og þjónustugreina, Rannsóknarsetur
verslunarinnar og Capacent hafa að undanförnu rannsakað
hæfnisþörf á neðsta stjórnendastigi. Hæfnisþörfin var metin
í fjórum þjónustugreinum: ferða-, flutninga-, og trygginga-
þjónustu og smásöluverslun. Þátttakendur komu úr tveim
neðstu stjórnendalögum. Stjórnendur í efra stjórnendalagi
völdu í fyrstu þá hæfniþætti sem þeir töldu mikilvægast að
neðra stjórnendalagið hefði vald á. Hver hæfnisþáttur er
samsettur úr nokkrum færniþáttum og eftir að þeir höfðu
verið valdir voru þátttakendur beðnir um að gefa einstökum
færniþáttum einkunn út frá hversu vel þeir teldu sig færa
um að sinna færniþáttunum. Um sjálfsmat var að ræða
hjá neðra stjórnendalagi en efra stjórnendalag gaf einkunn
miðað við hvernig þeir töldu að neðra lagið væri fært um
að sinna færniþáttunum. Einkunnaskalinn var frá 1,0 til 5,0
þar sem 5,0 er hæsta einkunn. Einkunnir á bilinu 1 til 3,6
teljast vera á svokölluðu aðgerðabili og benda til viðkom-
andi valdi ekki þeim hæfnisþætti og þurfi þjálfun á því sviði.
Einkunn á bilinu 3,7 til 4,1 er á svokölluðu starfhæfu bili og
bendir til að viðkomandi nái að sinna þeim færniþáttum sem
eru undir í þeim hæfnisþætti en ekkert meir. Þar er ástæða
fyrir yfirmenn að íhuga hvort ekki sé vert að styrkja þann
þátt frekar til að gera starfsmenn á því stjórnendastigi hæfari
til að bregðast við síbreytilegu starfsumhverfi og nýjungum.
Fagráð verslunar- og þjónustugreina, Rannsóknarsetur verslunarinnar og Capacent gerðu
rannsókn á hæfnisþörf meðal tveggja neðstu stjórnendalaga í ferða-, flutninga- og trygg-
ingaþjónustu og í smásöluverslun. Endanlegar niðurstöður fyrir allar greinar liggja ekki fyrir
en hér verður fjallað um fyrstu niðurstöður fyrir hæfnisþörf í ferðaþjónustu.
Tvö neðstu stjórnendalög í hverri starfsgrein voru beðin um að velja mikilvægustu hæfn-
isþættina fyrir viðkomandi starf. Aðeins var munur eftir stjórnendalagi hvaða hæfnisþættir
voru valdir. Eftir að hæfnisþættirnir höfðu verið valdir gáfu stjórnendur þeim færniþáttum,
sem mynduðu hæfnisþáttinn, einkunnir á bilinu 1,0 til 5,0. Byggðist einkunnagjöfin á mati
þátttakenda á kunnáttu sinni og getu til að framkvæma þá færniþætti sem mynduðu hæfn-
isþættina. Þegar einkunnirnar eru skoðaðar kemur í ljós að meðaleinkunn allra hæfnisþátta
í ferðaþjónustu er 3,9. Verður það að teljast frekar lág einkunn, sérstaklega í ljósi þess að
hér er um að ræða mikilvægustu hæfnisþætti á viðkomandi stjórnunarstigi.
Björn Garðarsson
Mynd 1: Flokkun hæfnisþátta og einkunnir
Fagleg hæfni Persónuleg hæfni Stjórnunarleg hæfni
Lærdómur og rannsóknir 3,6 Samvinna 3,9 Ákvarðanataka og frumkvæði 4,2
Mætir þörfum og væntingum
viðskiptavina
4,1 Siðferði og gildi 4,0 Forysta og stjórnun 3,6
Tengslamyndun 3,9 Skipulag og áætlanir 4,1
Frumleiki og sköpun 4,0 Frumkvöðlastarf og viðskipta-
hugsun
3,6
Álags- og streituþol 3,8
Fylgja fyrirmælum og verklags-
reglum
4,3
Meðaltal 3,9 Meðaltal 4,0 Meðaltal 3,9