Gátt - 2009, Blaðsíða 82
82
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
R A U N F Æ R N I M A T Á T Í M A M Ó T U M
HAUKUR HARÐARSON
Tilraunir með raunfærnimat á Íslandi
hafa staðið yfir frá árinu 2004. Smám
saman hefur komist festa á fram-
kvæmd og árangurinn er áhuga-
verður. Raunfærnimat tók flugið á
afmörkuðum hlutum vinnumark-
aðarins, þökk sé stuttum boðleiðum,
jákvæðni gagnvart nýjungum og
smæð þjóðfélagsins.
Árið 2007 voru lagðar fram til-
lögur Fræðslumiðstöðvar atvinnu-
lífsins (FA) til menntamálaráðuneyt-
isins (MRN) um hvernig framkvæmd
raunfærnimats skyldi háttað. Vonir
voru bundnar við að raunfærnimat fengi lagastoð í nýju frum-
varpi um framhaldsfræðslu sem lagt var fram á þingi 2008 en
það náði ekki framgöngu. Síðastliðið ár fól ráðuneytið FA að
útbúa þjálfunarefni og halda tilraunanámskeið fyrir þá aðila
sem koma að framkvæmd raunfærnimats, matsaðila, ráð-
gjafa og verkefnastjóra.
Hér á eftir eru hugleiðingar um hvernig til hefur tekist
varðandi raunfærnimat fram til þessa, helstu ávinninga, þjálf-
unarefni og hvaða verkefni eru fram undan á komandi árum.
Þegar kynntar eru til sögunnar nýjar aðferðir láta efa-
semdarraddir yfirleitt ekki á sér standa. Það hefur einnig átt
við um raunfærnimat, hins vegar hafa flestir reynst reiðu-
búnir til þess að kynna sér málið með opnum huga og taka
afstöðu út frá gögnum, rökræðum og reynslu. Raunfærnimat
hefur því unnið sér sess með reynslunni.
Ábyrgð Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins á því hvernig
tekst til með raunfærnimat er mikil og helstu leiðir sem hafa
verið valdar til að ná árangri eru:
Að tryggja að aðferðafræði sé fylgt og undirbúningur •
verkefna sé vandaður.
Að tryggja vandaða og gegnsæja skráningu á nið-•
urstöðum matsaðila.
Að skapa farveg til að leysa ágreining. •
Að halda utan um árangur og fylgjast með frávikum.•
Að koma á tengslum milli hagsmunaaðila og tryggja •
sátt um framkvæmd.
Að miðla reynslu um framkvæmd milli aðila. •
Á R E I Ð A N L E I K I O G T I L T R Ú Á
N I Ð U R S T Ö Ð U M
Ein af stærstu áskorunum FA vegna raunfærnimats er að
tryggja áreiðanleika og tiltrú atvinnulífs og skóla á niður-
stöðum þess. Mikilvægt er að atvinnulífið viðurkenni niður-
stöður raunfærnimats til að ekki verði gerður greinarmunur
á þeim sem fara hefðbundnu leiðina og hinum sem fara í
gegnum raunfærnimat. Raunfærnimat er ekki afsláttur af
kröfum um þekkingu og færni og því verður niðurstaðan
að vera jafngild. Það er því styrkur að hinu nána samstarfi
Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins við aðila vinnumarkaðar-
ins. Sá styrkur einkennir einnig þá tvo fræðsluaðila sem hafa
unnið mest brautryðjendastarf á sviði raunfærnimats, IÐUNA
fræðslusetur og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins.
Skólakerfið er mikilvægur hagsmunaaðili í raunfærni-
mati. Skólarnir þurfa að votta matið og bjóða einstaklingum,
sem hafa farið í gegnum mat, að ljúka námi. Það er því alltaf
náið samstarf við skóla í öllum raunfærnimatsverkefnum. Í
upphafi verkefna hafa gjarnan verið settar fram efasemdir
um ágæti þessarar aðferðafræði en að loknum verkefnum
eru efasemdaraddirnar fáar.
Það getur verið langsótt leið að sanna gildi raunfærni-
mats með framkvæmd en að lokum skilar hún árangri. Eftir
því sem raunfærnimatsverkefnum fjölgar þeim mun jákvæð-
ari verður umræðan. Jafnhliða framkvæmd væri einnig
mjög þarft að auka fræðslu um raunfærnimat til kennara og
stjórnenda skóla. Þar sem komið hafa upp erfiðleikar innan
skólakerfisins hafa þeir einkum snúið að skráningu eininga,
tímaleysi og öðrum þáttum sem eru framkvæmdalegs eðlis
en ekki að matinu sjálfu.
Þ J Á L F U N Í R A U N F Æ R N I M A T I
Leiðarvísir
Í samræmi við samkomulag við menntamálaráðuneytið hefur
FA útbúið leiðarvísi um framkvæmd raunfærnimats. Helstu
efnisþættir hans eru:
Almenn umfjöllun um raunfærni, útskýringu á hugtak-•
inu og hvaða aðstæður þurfa að vera fyrir hendi þannig
að raunfærnimat sé líklegt til árangurs.
Haukur Harðarson