Gátt - 2009, Blaðsíða 12

Gátt - 2009, Blaðsíða 12
12 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Á árinu 2008 voru samþykkt ný lög um framhaldsskóla og þar er kveðið á um raunfærnimat og rétt til þess. Í 31. grein laganna er kveðið á um rétt nemenda sem innritast í fram- haldsskóla til að raunfærni sé metin til náms og námseininga enda falli metin raunfærni að námskrá og námsbrautarlýs- ingum viðkomandi skóla. Viðurkennda raunfærni, sem fellur utan brautarkjarna, ber að meta sem valgreinar. Auk þess var lagt fram frumvarp um framhaldsfræðslu (fullorðinsfræðslu) og í því frumvarpi er fjallað um raunfærni- mat og ráðgjöf. Þessi lög náðu ekki fram að ganga en þar var ekki um að ræða andstöðu gagnvart innihaldi. Verkefnum, sem snúa að raunfærnimati, má skipta í tvennt. Annars vegar þau verkefni sem snúa að löggiltum iðngreinum og hins vegar aðrar greinar. Verkefni, sem snúa að raunfærnimati í iðngreinum, hafa verið í miklum meiri- hluta og þá er verið að meta færni beint á móti námskrám úr skólakerfinu. Raunfærnimat í löggiltum iðngreinum Samningar um framkvæmd raunfærnimats í iðngreinum eru milli FA annars vegar og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og IÐUNNAR fræðsluseturs hins vegar. Þær sjá um verkefna- stjórnun en verkefnin eru unnin í samstarfi við framhalds- skóla og símenntunarmiðstöðvar eftir því sem við á. Áætlaður meðalkostnaður við hverja raunfærnimats- metna framhaldsskólaeiningu 2008/2009 er 8.392 kr. Inni- falið í þessum tölum er kynning, vinna með þátttakendum í hópum, ráðgjöf, raunfærnimat og ráðgjöf að loknu mati. Vísbendingar hafa komið fram um að mikill fjöldi þeirra sem ljúka raunfærnimati í iðngreinum snúi aftur í skóla. Sjá grein eftir Hildi Elínu Vigni í Gátt. Önnur raunfærnimatsverkefni Vinna er að hefjast við að breiða út aðferðafræði í raunfærni- mati til fleiri greina og fleiri samstarfsaðila. Mímir-símenntun ásamt Þekkingarsetri Þingeyinga, Borgarholtsskóla og Fram- haldsskólanum á Húsavík er að undirbúa raunfærnimat á móti leikskólaliðabrú en fjárveiting til verkefnisins eru úr sjóði til raunfærnimats og námsráðgjafar. Fleiri verkefni eru í undirbúningi. Þjálfun matsaðila FA útbjó leiðbeiningarhandbók fyrir þá sem vinna að raun- færnimati. Leiðbeiningarhandbókin hefur verið notuð sem námsefni á þjálfunarnámskeiðum fyrir matsaðila. Nám- skeiðin eru 15 kennslustundir að lengd. Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur: Geri sér grein fyrir þeim aðferðum og viðmiðum sem • gilda um faglegt raunfærnimat samkvæmt gildandi kerfi. Séu tilbúnir að vinna að mótun jákvæðra viðhorfa til • raunfærnimats á starfsvettvangi sínum og almennt í þjóðfélaginu. Meti raunfærni á faglegan hátt og leysi úr álitamálum • og noti viðmiðaramma FA um gæði, tímalengd og niður stöður. Miklar umræður hafa skapast um raunfærnimat á námskeið- unum og þau reyndust góður vettvangur fyrir skoðanaskipti fulltrúa hagsmunaaðila. Alls sótti 61 einstaklingur fjögur námskeið á síðasta ári eða samtals 888 nemendastundir. Tilraunaverkefni: Félag tæknifólks í rafiðnaði FA tók að sér verkefnisstjórn í verkefni á vegum Félags tækni- fólks í rafiðnaði. Markmiðið er að útbúa viðmið til að meta þekkingu tæknimanna sem vinna við hljóðvinnslu, lýsingu og myndvinnslu. Verkefnið er krefjandi og hópurinn, sem um ræðir, hefur þekkingu á fjölbreyttu sviði. Verkefnið var þrengt strax í upphafi og fyrsti áfangi þess snýr að hljóðvinnslu. Stofnaður var faghópur sem vinnur að þarfagreiningu fyrir mismunandi þætti hljóðvinnslu. Þar er mjög horft til evrópskra viðmiðarammans (EQF) og einnig horft til þeirrar vinnu sem lögð hefur verið í íslenskan viðmiðaramma. (NQF). Sjá grein eftir Björgu Pétursdóttur í Gátt. Þegar niðurstaða liggur fyrir um hvernig greina á færni við hljóðvinnslu er gert ráð fyrir að útfæra hana fyrir lýsingu og myndvinnslu. Gert er ráð fyrir að stýrihópur fyrir þessi verkefni verði að mestu skipaður sömu aðilum úr atvinnu- lífinu. Þetta verkefni mun verða hluti af evrópsku verkefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.