Gátt - 2009, Blaðsíða 14

Gátt - 2009, Blaðsíða 14
14 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 þeim fundi var áhersla lögð á þróun gæðaviðmiða og skil- greiningu á hópráðgjöf. Einnig kynnti ein símenntunarmið- stöð framkvæmd ráðgjafar. Haldinn var sérstakur fundur fyrir náms- og starfsráð- gjafa úr samstarfsneti FA daginn fyrir ársfund. Þar kynnti dr. David Blustein kenningar sínar og ræddi við náms- og starfs- ráðgjafa um starfsvettvang þeirra og hvað mikilvægast er í starfi með þeim sem hafa minnsta formlega menntun. Þriðji fræðslufundur var haldinn 7. janúar. Á þeim fundi var lögð mikil áhersla á sjálfseflingu í starfi auk þess sem tvær símenntunarmiðstöðvar kynntu starfsemi sína. Einnig var kynntur endurhæfingarsjóðurinn VIRK. Fjórði fundur var haldinn 17. apríl og var sá fundur sameiginlegur með ráðgjöfum Vinnumálastofnunar og til umræðu og kynningar voru málefni sem snúa að atvinnuleit- endum og þjónustu við þá. Rætt var um hugsanlegt samstarf ráðgjafa Vinnumálastofnunar og símenntunarmiðstöðvanna til að mæta þeirri miklu þörf sem skapast hefur fyrir ráðgjöf við atvinnulaust fólk. Fimmti fundurinn var haldinn 5. júní og var lögð áhersla á hópráðgjöf og sjálfseflingu, auk þess sem ein miðstöð kynnti starfsemi sína. Jafnframt var kynnt hlutverk náms- og starfsráðgjafa í raunfærnimatsferlinu. Fjallað var um hlutverk námsráðgjafarinnar í þarfagreiningu fyrir markhóp FA. Í heild voru haldnir fimm fræðslufundir. Fjöldi þátttak- enda var 76. Nemendastundir í heild voru 444. Fleiri náms- og starfsráðgjafar virkjaðir í þágu atvinnuleitenda Á haustmánuðum 2009 átti Fræðslumiðstöð atvinnulífs- ins þátt í að virkja fleiri náms- og starfsráðgjafa í þágu atvinnuleitenda. Tveir samningar voru gerðir, annars vegar á milli FA, Vinnumálastofnunar og Kvasis, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og hins vegar milli FA, Vinnu- málastofnunar og IÐUNNAR fræðsluseturs. Með samningum þessum munu náms- og starfsráðgjafar á vegum Kvasis og IÐUNNAR fræðsluseturs fara markvisst í að hvetja atvinnu- leitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerf- isins til virkni í samstarfi við Vinnumálastofnun. Verkfæri á vefnum Á heimasíðu FA er lokað svæði fyrir náms- og starfsráðgjafa þar sem sett eru inn gögn sem nýtast þeim í starfi. Reglulega er bætt við gögnum. Vegna fjármálakreppunnar, sem brast á í lok ársins með miklu atvinnuleysi, var búin til upplýsingaveita á vefsíðu FA. Fljótlega kom í ljós að þessi vefsíða gagnast ekki hvað síst náms- og starfsráðgjöfum þar sem strax varð vart við aukna ásókn þeirra sem misst hafa vinnu í náms- og starfsráðgjöf. Haft hefur verið samráð við náms- og starfsráðgjafa vegna innihalds síðunnar. Þróun aðferða í fullorðinsfræðslu og starfsmenntun Á þessu ári var lögð áhersla á kennslufræðinámskeið vegna íslenskukennslu fyrir útlendinga en einnig haldið áfram að viða að hugmyndum og aðferðum sem aukið geta gæði í full- orðinsfræðslu og miðla þeim til samstarfsaðila og annarra á námskeiðum, fundum, ráðstefnum og með ráðgjöf. Námskeið Liður í því að auka gæði fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar er tilboð FA til samstarfsaðila sinna um námskeið í kennslu- fræði fullorðinna. Unnið var að því að þróa og endurskoða grunnkennslufræðinámskeiðið Stiklur sem ætlað er leiðbein- endum í fullorðinsfræðslu með áherslu á markhóp FA. Nám- Náms- og starfsráðgjafar virkjaðir í þágu atvinnuleitenda, undirskrift samnings. Frá vinstri: Inga Dóra Halldórsdóttir, formaður KVASIS, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, Gissur Pét- ursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri FA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.