Gátt - 2009, Blaðsíða 29

Gátt - 2009, Blaðsíða 29
29 V I N N U M A R K A Ð U R I N N G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 um 58%. Aldursdreifingin er þannig að mun hærra hlutfall er innan við þrítugt heldur en í heildarhópnum, eða um 44% en sambærilegt hlutfall allra 20 ára og eldri á skrá er um 35%. Eðli máls samkvæmt vann stærri hluti þessa hóps í störfum fyrir ófaglærða, sem verkafólk, afgreiðslufólk, við ýmiss konar þjónustu- og umönnunarstörf og við stjórn véla og bifreiða, heldur en heildarhópur atvinnulausra. Talsvert er þó um að fólk úr þessum hópi hafi starfað við stjórnunar- störf, skrifstofustörf og sérhæfð störf af ýmsu tagi, einkum í iðnaði. Rúmur fimmtungur hafði starfað síðast í byggingariðn- aði og svipað hlutfall í verslun. Við fólks- og vöruflutninga og í veitinga- og gistiþjónustu höfðu um 14% hópsins verið starfandi sem er heldur hærra hlutfall en meðal heildarhóps atvinnulausra. Meginmunurinn á þessum hópi og heildar- hópnum liggur í að færri voru starfandi við annars konar þjónustu en í heildarhópnum eða aðeins um 14% á móti um 23%. Það skýrist af fjölda atvinnulausra úr sérfræðiþjónustu ýmiss konar. Um 14% hópsins eru erlendir ríkisborgarar og er það svipað hlutfall og meðal atvinnulausra í heild. Meira en helmingur erlendu ríkisborgaranna eru Pólverjar líkt og í heildarhópnum. Í T A R L E G R I G R E I N I N G H Ó P S I N S Sjá má að stærstur hluti þeirra kvenna, sem eru komnar yfir tvítugt með litla menntun, hafa verið í ýmiss konar þjón- ustu- og afgreiðslustörfum og því næst ýmsum ósérhæfðum störfum og skrifstofustörfum. Karlarnir hafa flestir verið í ýmsum ósérhæfðum störfum, sérhæfðum störfum í iðnaði og við stjórnun véla og tækja og svo í þjónustu- og afgreiðslu- störfum. Ef kafað er dýpra í þessa flokka má sjá að í flokknum þjónustu- og afgreiðslufólk hafa flestir starfað við afgreiðslu- störf, bæði karlar og konur, og er aldursdreifing töluverð þótt mest sé um ungt fólk. Að auki er fjöldi kvenna sem starfaði við matreiðslu- og þjónustustörf í veitingahúsum og hótelum og þá að stærstum hluta ungar konur. Einnig dagmæður og konur úr umönnunarstörfum af ýmsu tagi og er þá aldurs- dreifing meiri. Nokkur fjöldi karla, sem kemur úr þessum starfaflokki, vann við gæslustörf og sölumennsku. Ósérhæft starfsfólk kemur úr ýmsum störfum en lang- stærstur hluti karlanna eru verkamenn úr byggingariðnaði og því næst úr ýmiss konar iðnaðarframleiðslu og að nokkru leyti úr fiskvinnslu, lagerstörfum, hafnarvinnu o.þ.h. Þeir sem starfað hafa í byggingariðnaði eru á öllum aldri en iðnverka- fólkið er almennt yngra. Konurnar koma meira úr ræstingum og störfum í eldhúsi og úr fiskvinnslu, auk verksmiðjustarfa og eru á öllum aldri þó flestar séu úr yngsta aldurshópnum. Konur koma í meira mæli úr hópi sérmenntaðra starfs- manna en karlar. Í þessum flokki eru konur fjölmennar í hópi stuðningsfulltrúa og leiðbeinenda af ýmsu tagi og eru það fyrst og fremst ungar konur. Einnig fulltrúar og bókarar sem eru þá í meira mæli úr eldri aldurshópum. Konur eru einnig fleiri úr hópi skrifstofufólks og eru þær á öllum aldri. Þegar litið er á flokk iðnaðarmanna er fyrst og fremst um að ræða sérhæfða starfsmenn úr flestum greinum bygging- ariðnaðar en einnig úr verksmiðjustörfum ýmiss konar s.s. málm- og plastiðnaði og úr fiskvinnslu. Í hópi vélafólks eru bílstjórar vöruflutningabifreiða fjölmennastir, flestir á aldr- inum 20–50 ára, og þá bílstjórar leigu- og sendibifreiða sem flestir eru yngri. Mynd 3. Aldursdreifing hópsins, 20 ára og eldri með stutta skólagöngu. September 2009 7% 44% 22% 15% 12% 20–29 ára 30–39 ára 40–49 ára 50–59 ára 60–69 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.