Gátt - 2009, Blaðsíða 29
29
V I N N U M A R K A Ð U R I N N
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
um 58%. Aldursdreifingin er þannig að mun hærra hlutfall er
innan við þrítugt heldur en í heildarhópnum, eða um 44% en
sambærilegt hlutfall allra 20 ára og eldri á skrá er um 35%.
Eðli máls samkvæmt vann stærri hluti þessa hóps í
störfum fyrir ófaglærða, sem verkafólk, afgreiðslufólk, við
ýmiss konar þjónustu- og umönnunarstörf og við stjórn véla
og bifreiða, heldur en heildarhópur atvinnulausra. Talsvert
er þó um að fólk úr þessum hópi hafi starfað við stjórnunar-
störf, skrifstofustörf og sérhæfð störf af ýmsu tagi, einkum
í iðnaði.
Rúmur fimmtungur hafði starfað síðast í byggingariðn-
aði og svipað hlutfall í verslun. Við fólks- og vöruflutninga
og í veitinga- og gistiþjónustu höfðu um 14% hópsins verið
starfandi sem er heldur hærra hlutfall en meðal heildarhóps
atvinnulausra. Meginmunurinn á þessum hópi og heildar-
hópnum liggur í að færri voru starfandi við annars konar
þjónustu en í heildarhópnum eða aðeins um 14% á móti um
23%. Það skýrist af fjölda atvinnulausra úr sérfræðiþjónustu
ýmiss konar.
Um 14% hópsins eru erlendir ríkisborgarar og er það
svipað hlutfall og meðal atvinnulausra í heild. Meira en
helmingur erlendu ríkisborgaranna eru Pólverjar líkt og í
heildarhópnum.
Í T A R L E G R I G R E I N I N G H Ó P S I N S
Sjá má að stærstur hluti þeirra kvenna, sem eru komnar yfir
tvítugt með litla menntun, hafa verið í ýmiss konar þjón-
ustu- og afgreiðslustörfum og því næst ýmsum ósérhæfðum
störfum og skrifstofustörfum. Karlarnir hafa flestir verið í
ýmsum ósérhæfðum störfum, sérhæfðum störfum í iðnaði og
við stjórnun véla og tækja og svo í þjónustu- og afgreiðslu-
störfum.
Ef kafað er dýpra í þessa flokka má sjá að í flokknum
þjónustu- og afgreiðslufólk hafa flestir starfað við afgreiðslu-
störf, bæði karlar og konur, og er aldursdreifing töluverð þótt
mest sé um ungt fólk. Að auki er fjöldi kvenna sem starfaði
við matreiðslu- og þjónustustörf í veitingahúsum og hótelum
og þá að stærstum hluta ungar konur. Einnig dagmæður og
konur úr umönnunarstörfum af ýmsu tagi og er þá aldurs-
dreifing meiri. Nokkur fjöldi karla, sem kemur úr þessum
starfaflokki, vann við gæslustörf og sölumennsku.
Ósérhæft starfsfólk kemur úr ýmsum störfum en lang-
stærstur hluti karlanna eru verkamenn úr byggingariðnaði
og því næst úr ýmiss konar iðnaðarframleiðslu og að nokkru
leyti úr fiskvinnslu, lagerstörfum, hafnarvinnu o.þ.h. Þeir sem
starfað hafa í byggingariðnaði eru á öllum aldri en iðnverka-
fólkið er almennt yngra. Konurnar koma meira úr ræstingum
og störfum í eldhúsi og úr fiskvinnslu, auk verksmiðjustarfa
og eru á öllum aldri þó flestar séu úr yngsta aldurshópnum.
Konur koma í meira mæli úr hópi sérmenntaðra starfs-
manna en karlar. Í þessum flokki eru konur fjölmennar í hópi
stuðningsfulltrúa og leiðbeinenda af ýmsu tagi og eru það
fyrst og fremst ungar konur. Einnig fulltrúar og bókarar sem
eru þá í meira mæli úr eldri aldurshópum. Konur eru einnig
fleiri úr hópi skrifstofufólks og eru þær á öllum aldri.
Þegar litið er á flokk iðnaðarmanna er fyrst og fremst um
að ræða sérhæfða starfsmenn úr flestum greinum bygging-
ariðnaðar en einnig úr verksmiðjustörfum ýmiss konar s.s.
málm- og plastiðnaði og úr fiskvinnslu. Í hópi vélafólks eru
bílstjórar vöruflutningabifreiða fjölmennastir, flestir á aldr-
inum 20–50 ára, og þá bílstjórar leigu- og sendibifreiða sem
flestir eru yngri.
Mynd 3. Aldursdreifing hópsins, 20 ára og eldri með stutta
skólagöngu. September 2009
7%
44%
22%
15%
12%
20–29 ára
30–39 ára
40–49 ára
50–59 ára
60–69 ára