Gátt - 2009, Blaðsíða 58

Gátt - 2009, Blaðsíða 58
58 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 mið samkomulagsins var m.a. að gera nemendum auð- veldara að flytjast milli háskóla mismunandi landa og auka þannig fjölbreytni menntunar. 3. Í apríl 2008 innleiddi Evrópusambandið átta þrepa við- miðaramma um menntun og prófgráður (European Qua- lifications Framework, EQF). Þar sem skólakerfi Evrópu- landa eru ólík er gert ráð fyrir að hvert land búi til sinn eigin viðmiðaramma sem inniheldur þann fjölda hæfni- þrepa sem hentar viðkomandi landi. Þessi viðmiðarammi kallast National Qualification Framework, NQF). Miðað er við að öll lokapróf í menntun viðkomandi lands séu skilgreind á hæfniþrep NQF-viðmiðarammans og hæfniþrep hans tengd þrepum hins evrópska viðmiðaramma, EQF. Í drögum að stöðuskýrslu Evrópusambandsins og Cedefop frá því í september 2009 kemur fram að stór hluti Evrópuland- anna er þegar byrjaður að vinna að gerð NQF en einungis fjögur lönd hafa innleitt hann að fullu, þ.e. Írland, Malta, Bretland og Frakkland. Mikil þróun hefur verið síðan í apríl 2008. Flest löndin miða við að þeirra NQF muni samanstanda af átta hæfniþrepum en sum miða við fleiri eða færri þrep. Aðildarlönd Evrópusambandsins og EFTA eru hvött til að tengja NQF við EQF í síðasta lagi árið 2010 (hægt að draga til 2011) og miðað er við að öll ný próflok og prófgráður, sem verða til í hverju landi frá og með 2012, tengist sjálf- krafa EQF. Í september 2009 luku fyrstu tvö löndin við tengi- vinnuna og gáfu út niðurstöðuskýrslu til Evrópusambandsins. Þetta voru Írland og Malta. Mörg önnur lönd munu fylgja í kjölfarið og stefna ellefu Evrópulönd á að ljúka tengivinnunni árið 2010, Ísland þar á meðal, og átta til viðbótar árið 2011. Í þessari vinnu er mikið lagt upp úr samstarfi hagsmuna- aðila, gegnsæi við ákvörðun á hvaða hæfniþrepi hvert loka- próf lendir og skýrri tengingu hæfniþreps við þá þekkingu, leikni og hæfni sem einkennir hver próflok í framhaldsskóla og háskóla. Markmið viðmiðarammanna EQF og NQF eru nokkur: beina sjónum að þekkingu, leikni og hæfni fólks við lok • hverrar prófgráðu hvetja lönd til að endurskoða áherslur skólakerfisins • með það í huga að – byggja brýr milli starfsnáms og bóknáms – opna skólakerfið fyrir óformlegu og formlausu námi – hvetja til raunfærnimats auðvelda mat á námi og lokaprófum milli landa og • greiða þannig fyrir flutningi nemenda og starfsfólks auðvelda vinnuveitendum, bæði innanlands og utan, að • fá upplýsingar um hvaða þekking, leikni og hæfni felst í hinum ýmsu lokaprófum Ólafur Grétar Kristjánsson, sérfræðingur í menntamálaráðu- neytinu, skrifaði í Gátt um viðmiðaramma Evrópusambands- ins EQF árið 2006 og þjóðlega útfærslu hans NQF árið 2008. Hér á eftir er notuð styttingin IS-NQF um íslenska útfærslu á NQF, þ.e. íslenskan viðmiðaramma um próflok. Eins og kemur fram hér á eftir er IS-NQF einungis hluti viðmiða um íslenska menntun. V I Ð M I Ð U M Í S L E N S K A M E N N T U N Í kjölfar nýrra laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, sem samþykkt voru sumarið 2008, hefur mikil þróun átt sér stað í uppsetningu og útfærslu viðmiða um íslenskt skólakerfi (VÍM). Greinar höfundur hefur fyrst og fremst unnið að við- miðum fyrir framhaldsskólakerfið en gera má ráð fyrir að vinnan muni víkkast í átt að háskólakerfinu og fullorðins- fræðslunni. Vert er að hafa í huga að þessari þróunarvinnu er hvergi nærri lokið og þær upplýsingar, sem hér koma fram, geta enn tekið breytingum. Menntamálaráðuneytið leggur áherslu á að þróunarferlið einkennist af opnu samráði (Open Method of Co-ordination) þar sem þess er gætt að þróunarvinnan sé unnin samhliða og í samstarfi ráðuneytis, skólasamfélags og atvinnulífs. Til að tryggja jafnt aðgengi að upplýsingum og gefa kost á inn- leggi og athugasemdum í þróunarstarfinu eru drög að við- miðum, viðmiðarömmum og sniðmátum um námsbrautir og námskrárgerð birt á vefnum http://www.nymenntastefna.is/ Namskrargerd/. Viðmið um íslenska menntun er samsafn viðmiða og við- miðaramma. Neðangreind viðmið og sniðmát hafa verið í þróun en fleiri eiga eftir bætast við:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.