Gátt - 2009, Blaðsíða 25
25
V I N N U M A R K A Ð U R I N N
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
að vakta breytingar sem eru að verða og það sem gert •
er til að bregðast við þeim.
að huga að hvar og hvernig eigi að bjóða og beita þeim •
úrræðum sem þegar eru til, meðal annars ráðgjöf, raun-
færnimati og námi.
að bæta við úrræðum fyrir einstaka hópa og huga að •
breyttri forgangsröðun í þeim málefnum sem gætu
komið til góða fyrir hópinn.
Þegar horft er til baka má sjá að „Samstarf um menntunar-
úrræði“ hefur náð að framkvæma ýmislegt á þessum tíma
frá því að hópurinn kom saman auk þess að hafa haft óbein
áhrif á marga aðra þætti. Á meðal þeirra mála, sem sam-
starfshópur FA hefur fjallað um og beitt sér fyrir, eru:
Tölur frá Vinnumálastofnun, fylgst reglulega með stöð-•
unni á vinnumarkaði og þeim breytingum sem verða á
atvinnuleysi eftir landshlutum, atvinnugreinum, kynjum
og aldri.
Upplýsingar frá fræðsluaðilum, m.a. um þátttöku í nám-•
skeiðum og öðrum úrræðum.
Vefbundin upplýsingaveita um menntunarúrræði, aðal-•
lega fyrir náms- og starfsráðgjafa.
Opið hús fyrir atvinnuleitendur – Menntatorg.•
www.menntatorg.is – vefsíða og kynningarbæklingur •
um nám og námskeið fyrir atvinnuleitendur.
Samstarf við Hjálparsíma Rauða krossins 1717, upplýs-•
ingar um menntunarúrræði.
Undirbúningsvinna fyrir ráðstefnuna „Menntun til sam-•
félagsbreytinga“.
Samningur um samstarf náms- og starfsráðgjafa •
símenntunarmiðstöðvanna og náms og starfsráðgjafa
IÐUNNAR fræðsluseturs við Vinnumálastofnun um við-
töl við atvinnuleitendur.
Auk þess hefur verið rætt um málefni eins og fram-•
færslu á námstíma (endurskoðun á reglum LÍN) og
reglugerð um nám og námskeið sem eru viðurkennd
sem vinnumarkaðsúrræði.
Í nóvember 2008 beitti samstarfshópurinn sér fyrir því að
koma á laggirnar upplýsingaveitu á vef FA, www.frae.is.
Markmið hennar var að halda saman upplýsingum og auð-
velda aðgengi að þeim, einkum fyrir þá aðila sem þjónusta
atvinnulausa vegna menntunarúrræða. Í upplýsingaveitunni
er haldið til haga fundargerðum hópsins, upplýsingum um töl-
fræði, reglugerðum sem varða málefni atvinnulausra ásamt
tenglasíðu með listum yfir þá aðila sem bjóða námsúrræði
eða tengjast þessum málaflokki á einn eða annan hátt.
Í mars 2009 stóð samstarfshópurinn fyrir opnu húsi fyrir
atvinnulausa einstaklinga. Þar kynntu fjölmargir fræðslu-
aðilar fjölbreytt úrræði fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu.
Menntatorgið fór fram í húsakynnum Fræðslumiðstöðvar
Við hrun íslensku bankanna haustið 2008 þótti ljóst að miklar hremmingar myndu ganga
yfir íslenskt samfélag. Spámenn töldu að djúp efnahagslægð, með meira atvinnuleysi en
hafði sést á Íslandi í langan tíma, væri það sem biði okkar næstu misserin. Því miður reynd-
ust þessar spár réttar. Stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) sá einnig fyrir í hvað
stefndi og setti á laggirnar samstarfshóp síðasta haust til að bregðast við breyttri stöðu á
íslenskum vinnumarkaði.
Samstarfshópur FA fékk vinnuheitið „Samstarf um menntunarúrræði“ en í hópnum eiga
sæti fulltrúar frá ASÍ, SA, Vinnumálastofnun, BSRB, fræðsluaðilum og menntamálaráðuneyti
auk FA sem veitir hópnum forystu. Allir hlutaðeigendur, sem leitað var til, tóku sæti í sam-
starfshópnum sem hélt sinn fyrsta fund í lok október 2008. Fundað var einu sinni í viku
fyrstu tvo mánuðina og er fjöldi funda núna, rúmlega ári síðar, kominn í 24.
Samstarfshópnum var ætlað að kortleggja og finna menntunarúrræði fyrir þá sem
lenda í erfiðleikum á vinnumarkaði en markhópur FA eru þeir sem hafa minnsta formlega
menntun. Meginhlutverk samstarfshópsins hafa verið:
S A M S T A R F U M M E N N T U N A R Ú R R Æ Ð I
BJÖRGVIN ÞÓR BJÖRGVINSSON
Björgvin Þór Björgvinsson