Gátt - 2009, Page 72

Gátt - 2009, Page 72
72 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 H Æ F N I S Þ Ö R F Í F E R Ð A Þ J Ó N U S T U BJÖRN GARÐARSSON F R A M K V Æ M D I N Fagráð verslunar- og þjónustugreina, Rannsóknarsetur verslunarinnar og Capacent hafa að undanförnu rannsakað hæfnisþörf á neðsta stjórnendastigi. Hæfnisþörfin var metin í fjórum þjónustugreinum: ferða-, flutninga-, og trygginga- þjónustu og smásöluverslun. Þátttakendur komu úr tveim neðstu stjórnendalögum. Stjórnendur í efra stjórnendalagi völdu í fyrstu þá hæfniþætti sem þeir töldu mikilvægast að neðra stjórnendalagið hefði vald á. Hver hæfnisþáttur er samsettur úr nokkrum færniþáttum og eftir að þeir höfðu verið valdir voru þátttakendur beðnir um að gefa einstökum færniþáttum einkunn út frá hversu vel þeir teldu sig færa um að sinna færniþáttunum. Um sjálfsmat var að ræða hjá neðra stjórnendalagi en efra stjórnendalag gaf einkunn miðað við hvernig þeir töldu að neðra lagið væri fært um að sinna færniþáttunum. Einkunnaskalinn var frá 1,0 til 5,0 þar sem 5,0 er hæsta einkunn. Einkunnir á bilinu 1 til 3,6 teljast vera á svokölluðu aðgerðabili og benda til viðkom- andi valdi ekki þeim hæfnisþætti og þurfi þjálfun á því sviði. Einkunn á bilinu 3,7 til 4,1 er á svokölluðu starfhæfu bili og bendir til að viðkomandi nái að sinna þeim færniþáttum sem eru undir í þeim hæfnisþætti en ekkert meir. Þar er ástæða fyrir yfirmenn að íhuga hvort ekki sé vert að styrkja þann þátt frekar til að gera starfsmenn á því stjórnendastigi hæfari til að bregðast við síbreytilegu starfsumhverfi og nýjungum. Fagráð verslunar- og þjónustugreina, Rannsóknarsetur verslunarinnar og Capacent gerðu rannsókn á hæfnisþörf meðal tveggja neðstu stjórnendalaga í ferða-, flutninga- og trygg- ingaþjónustu og í smásöluverslun. Endanlegar niðurstöður fyrir allar greinar liggja ekki fyrir en hér verður fjallað um fyrstu niðurstöður fyrir hæfnisþörf í ferðaþjónustu. Tvö neðstu stjórnendalög í hverri starfsgrein voru beðin um að velja mikilvægustu hæfn- isþættina fyrir viðkomandi starf. Aðeins var munur eftir stjórnendalagi hvaða hæfnisþættir voru valdir. Eftir að hæfnisþættirnir höfðu verið valdir gáfu stjórnendur þeim færniþáttum, sem mynduðu hæfnisþáttinn, einkunnir á bilinu 1,0 til 5,0. Byggðist einkunnagjöfin á mati þátttakenda á kunnáttu sinni og getu til að framkvæma þá færniþætti sem mynduðu hæfn- isþættina. Þegar einkunnirnar eru skoðaðar kemur í ljós að meðaleinkunn allra hæfnisþátta í ferðaþjónustu er 3,9. Verður það að teljast frekar lág einkunn, sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða mikilvægustu hæfnisþætti á viðkomandi stjórnunarstigi. Björn Garðarsson Mynd 1: Flokkun hæfnisþátta og einkunnir Fagleg hæfni Persónuleg hæfni Stjórnunarleg hæfni Lærdómur og rannsóknir 3,6 Samvinna 3,9 Ákvarðanataka og frumkvæði 4,2 Mætir þörfum og væntingum viðskiptavina 4,1 Siðferði og gildi 4,0 Forysta og stjórnun 3,6 Tengslamyndun 3,9 Skipulag og áætlanir 4,1 Frumleiki og sköpun 4,0 Frumkvöðlastarf og viðskipta- hugsun 3,6 Álags- og streituþol 3,8 Fylgja fyrirmælum og verklags- reglum 4,3 Meðaltal 3,9 Meðaltal 4,0 Meðaltal 3,9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.