Úrval - 01.03.1970, Page 14

Úrval - 01.03.1970, Page 14
12 ÚRVAL franskan loðhund, sem heitir Mar- cel. Hann gengur um í búðinni í hundanáttfötum og öðrum tízfcu- fötum fyrir hunda. Einnig sýnir hann ágæti hundarúmanna, sem verzlunin selur. Launin, sem Marcel hefur, eru 100 krónur á viku. Það kallast nú lítið fyrir þessa vinnu. HIN FAGRA GRACE, furstaynja í Monaco hefur yndi af að segja sög- ur af börnunum sínum. Hún hefur sagt: — Á afmælidaginn sinn fær Caro- lína alltaf fjöldann allan af heilla- óskum. Henni þykir vænt um það og gætir þess að þeim sé haldið saman í sérstakri bók Albert litli fær einnig mikið af kveðjum á kortum. Honum þykir einnig vænt um það, en bara á annan hátt. Hann borðar kortin. í SAMKVÆMI NOKKRU fékk Sir Anthony Eden mjög málgefna konu fyrir borðdömu. Hún reyndi árang- urslaust að fá hann í samræður við sig, en þegar hún fékk aðeins stutt svör, og orðin já og nei, frá þessum fræga stjórnmálamanni, sagði hún svolítið gröm: Hef ég ekki rétt fyrir mér, Sir Anthony, að þér kjósið heldur döm- ur, sem kunna að tala, heldur en aðrar? — Hvaða aðrar? spurði Eden. VERIÐ VAR AÐ AUGLÝSA kvik- mynd, sem Brigitte Bardot lék aðal- hlutverkið í, ásamt Jean Gabin. í auglýsingunni var nafn hans haft á undan hennar. Þá á hún að hafa sagt: — Þetta finnst mér nú hart, og Jean Gabin fór ekki einu sinni úr skyrtunni. AMERÍSKA SKÁLDKONAN Mig- non G. Eberhart er þekkt fyrir hin- ar spennandi leynilögreglusögur sínar. Dag einn stóð hún á Madison Avenue í New York, þegar hún sá andlit, sem henni fannst hún kann- ast við. Hún kinkaði vingjarnlega kolli til mannsins, sem svaraði kveðjunni og stanzaði hjá henni. Þau tóku tal saman, en bæði virtust vera í hálfgerðum vandræðum með að muna, hvar þau hefðu hitzt áður. Að lokum kvöddust þau, og maður- inn sagði: — Jæja.... það var sannarlega gaman að hitta yður ... þér ættuð að skila kveðju heim til yðar. Hann gekk í burtu, og nokkru seinna uppgötvaði frú Eberahrt, hver maðurinn var. Hún hafði al- drei hitt hann í eigin persónu fyrr, aðeins séð hann á myndum. FALLBYSSUKÓNGURINN frægi, hinn sænski Leoni, ferðast með stóra og þunga fallbyssu með sér á sýn- ingarferðum sínum Þegar hann var í London eitt sinn og ætlaði til Har- wich, spurði hann lögregluþjón í úthverfi London til vegar. Leoni spurði á lýtalausri ensku, en lög- regluþjónninn svaraði honum á þýzku. Leoni er sænskur ríkisborg- ari, en fæddur í Þýzkalandi. Hann spurði því undrandi: — Hvernig vitið þér að ég er þýzkur að upp- runa? Lögregluþjónninn brosti og benti á flutingabílinn, sem Leoni var með. — Það er nú auðvelt. Þér eruð með fallbyssu með yður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.