Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 17

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 17
15 ER BYLTING í FLUTNINGUM Á NÆSTALEITl? rennilegt farartæki úr málmi. Vél þess var sett í gang, og skrúfa tók að snarsnúast, þangað til hún varð ekki greind nema sem gljáandi skífa. Síðan hófumst við mjúklega á loft og svifum áfram rétt fyrir of- an yfirborð jarðar eða aðeins einn sjötta hluta úr þumlungi. Franska fyrirtækið Société de 1‘Aérotrain (Loftlestafélagið) hóf tilraunir sín- ar í fyrrahaust, og þeim mun verða haldið áfram í heilt ár á 11 mílna einsporsleið fyrir norðan Orléans. Lestin hefur þegar náð 186 mílna hraða á klukkustund. Getur þarna verið um að ræða lest framtíðarinnar? Margir sér- fræðingar eru á þeirri skoðun. Hún þarfnast ekki hjóla, heldur svífur hún yfir einföldu spori úr stein- steypu, sem er í laginu eins og inn- hverft T. Hún svífur yfir því, en snertir það ekki, því að véldrifnar loftviftur í lestinni þrýsta sam- þjöppuðum loftpúðum að sporinu og mynda þannig næstum algerlega núningsfrítt loftyfirborð, sem lest- in rennur eftir. Flugvélarvél og skrúfa aftast í lestinni knýja lest- ina áfram eftir loftpúðanum á þess- um mikla hraða. STROKIZT VIÐ ÖLDURNAR Rekja má tilkomu loftlestarinnar til eldra samgöngutækis, loftpúða- skipsins, en með hjálp þess er að verða bylting í flutningum á sjó. Taka má loftpúðaskipið SR. N4 í Englandi sem dæmi. Ég sá það fyrst þar sem það hvíldi makindalega á breiðri steinsteypurennu niðri við sjávarmál í Dover á suðurströnd Englands. Frekar ætti kannske að tala um loftpúðaskútu, því að skrokkur skipsins virtist vera klæddur í svuntu, sem gerði það mjög „kvenlegt“ útlits. Ég steig inn í það og fékk mér sæti. Hurðin lokaðist, lágværar gastúrbínuvélar fóru í gang, og „daman“ tók að lifna við. Loft- þrýstingur frá fjórum risaviftum blésu upp slyttislegu svuntuna, svo að hún stóð út í loftið. Skip þetta ber 254 farþega og 30 bíla. SR. N4 rann hægt niður steinsteypurenn- una, sveif sem snöggvast á sama stað yfir sjónum, og æddi síðan af stað til Frakklands með einnar mílu hraða á mínútu! Skipinu er haldið uppi af loftpúða, og á það því jafn- auðvelt með að svífa yfir landi sem sjó. Sjávarföll, drasl eða ís á reki skipta það engu máli, því að „pils- ið“ lyftir kilinum sjö fet yfir yfir- borð sjávar eða lands. Einnig er um að ræða nokkrar aðrar gerðir skipa, sem eru tákn- ræn fyrir byltinguna, sem er að hefjast, hvað snertir flutninga á sjó. Næstum sjálfvirk risaolíuflutninga- skip, sem eru yfir 1000 fet á lengd, sigla nú um höfin með tæplega 30 manna áhöfn innanborðs. Og frum- legir sérfræðingar á þessu sviði eru einnig farnir að fást við lausn ým- issa annarra vandamála, sem bund- in eru rekstri vöruflutningaskipa. Þeir hafa borið fram þá spurningu, hvort það sé raunverulega nauðsyn- legt, að eytt sé dýrmætum tíma í að láta vöruflutningaskipin fara inn á hafnir. Þeir sjá í anda kjarn- orkuknúð vöruflutningaskip, sem verða stöðugt í siglingum árum saman án þess að koma í höfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.