Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 75

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 75
GJÖFIN SEM VAR ENDURGOLDIN 73 þá var það eins og hann væri að veita mér verðlaun.“ Frú Morgan hlaut sömu laun fyr- ir erfiði sitt. Hver morgunn varð henni sem endalaust kapphlaup við tímann. Hún var rígbundin við þjálfunarstarfið allan daginn dag eftir dag. Oft fór hún alls ekkert að heiman vikunum saman. Hún hafði aðeins þetta að segja: „Eftir að ég hafði komið mér fyrir í þess- um takmarkaða heimi, hafði ég hvorki tíma né orku lengur til þess að hugsa um neitt annað en það, sem máli skipti, þ. e. a. s. að hjálpa Tom.“ En Tom sjálfur varð auðvitað að bera þyngstu byrðina. Hann var skapgóður og jafnlyndur að eðlis- fari, en hann gerði samt stundum uppreisn gegn hinu ofboðslega til- breytingarleysi þessarar þjálfunar. Stundum fannst honum þetta allt saman svo leiðinlegt, að það var al- veg að gera út af við hann. Á milli æfingatímanna með þjálfurunum varð Tom að gera augnæfingar, öndunaræfingar, rithandaræfingar og snerti- og þreifiæfingar. Og hann varð þar að auki að skríða hiálparlaust á gólfinu í samtals hálfa fjórðu klukkustund daglega á ýmsum tímum á milli hinna föstu æfingatíma. Fyrstu tvær vikurnar urðu tær hans og hné helaum og blóðug af hinum stöðuga núningi skriðæfinganna. Stundum reyndi móðir hans að létta honum þessa raun með því að skríða við hliðina á honum. Og hnén á henni urðu einnig blá og bólgin. Svo myndað- ist smám saman hörð sigg á hönd- um Toms, hnjám og tám, og þá urðu æfingarnar ekki lengur sárs- aukafullar. Tom og móðir hans gáfust ekki upp, vegna þess að þjálfararnir gáf- ust ekki upp. Þau gátu ekki brugð- izt þeim. Það var ekki aðeins um það að ræða, að hendur þjálfar- anna væru svo nauðsynlegar til þess að ná árangri. Þetta fólk flutti með sér spennu, hvatningu og glaum og gleði inn á heimilið. „TIL STARFS AÐ N'YJU“ Fjörugasti morgunhópurinn var hópurinn, sem mæðurnar með smá- börnin höfðu myndað. „Við hlökk- um allar svo innilega til þriðju- dagstímanna okkar," sagði ein móð- irin. „Okkur þykir ekki bara gam- an að hitta þau Tom og Jean, held- ur veitir þetta okkur tækifæri til þess að komast að heiman og frétta, hvað er að gerast í hverfinu." Líklega hefur sá mikli stuðning- ur, sem gagnfræðaskólaunglingarn- ir veittu, komið mest á óvart. Um þátttöku þeirra hafði einn af framá- mönnum bæjarins þetta að segja: „É'g býst við, að mörg þeirra byrji á þessu, en hætti svo af eintómum leiðindum.“ En svo varð þó ekki. Unglingarnir stóðu við skuldbind- ingar sínar, sumir þeirra jafnvel i tæp þrjú ár, eða meðan þessi til- raun stóð yfir. „Þetta varð aldrei nein byrði eða skyldustarf.“ sagði einn af yngri gagnfræðaskólanemendunum. „Það var stórkostlegt að finna, að maður var einn í slíkum hóp, þar sem hver maður reyndi að leggja fram sinn litla skerf til þess að ná miklum árangri. Miðvikudagskvöldið var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.