Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 119

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 119
ÞANNIG ERU NJÓSNARAR RÚSSA ÞJÁLFAÐIR 117 sagði hún. „Eg óska þér alls hins bezta í starfi þínu.“ Tuomi breiddi ósjálfrátt út faðm- inn og gerði sig líklegan til þess að faðma hana að sér. „Nei!“ sagði hún og stjakaði honum frá sér. „Það mundi ekki hæfa þessum aðstæð- um. I okkar starfi getum við að- eins treyst heilanum, en aldrei hjartanu, hvers sem þú eða ég kynnum að óska. Vertu sæll, fé- lagi!“ Polyakov hafði auga á hverjum fingri að vanda, er hann hjálpaði Tuomi að setja niður í ferðatösk- urnar. Hann var ekkert hlýlegri en venjulega. „Það er ætlazt til þess af mér, að ég athugi að síðustu all- an þinn útbúnað og tæki,“ sagði hann. Á borðstofuborðið höfðu þeir Tuomi lagt öll njósnatækin, sem rannsóknarstofur KGB höfðu lagt fram vegna sendiferðar þessarar. Þar gat að líta falsað bandarískt vegabréf, sem hann átti að nota, er hann yfirgæfi Sovétríkin, og ann- að, sem nota skyldi, er hann stigi fæti á bandarískt land. Meðal ann- arra falsaðra plagga gat að líta meðmælabréf frá vélaverkstæðinu í Milwaukee, verksmiðju General Electric og timbursölufélaginu í New York, einnig bréf, sem stað- festi, að Tuomi hafði lokið gaan- fræðaprófi frá gagnfræðaskóla í smábænum R,ock í Michiganfylki. I ..amerísku" raksetti var leynihólf til þess að fela skjöl í. Kemisk efni til þess að gera ósýnilega skrift og ördepla (sem höfðu að geyma heil bréf) sýnilega, voru ,,dulbúin“ sem aspirin- og hægðartöflur. Þarna var einnig gormbundin skrifblokk, en blöð hennar höfðu verið sérstaklega „meðhöndluð", þannig að Tuomi gat skrifað ósýnilegar orðsendingar á þau. Þegar Tuomi var tilbúinn til brottferðar, rétti Polyakov Tuomi 150 bandaríska tuttugudollaraseðla. „Þetta ætti að nægja þér, þangað til þú hefur náð sambandi við okk- ur í Ameríku," sagði hann. Þegar þeir voru komnir út á götu, gekk Tuomi að litla bílnum, sem ofurstinn ók venjulega. „Nei, í kvöld ferðast þú með meiri glæsi- brag,“ sagði Polyakov og benti á svartan lúxusbíl. f honum sat borða- lagður bílstjóri við stýrið. Þegar þeir höfðu komið sér fyrir í sætun- um, sagði Polyakov: „Heyrðu, þetta er þriðja kvöldið í röð, sem ég hef sent mann af stað. Viðskiptin ganga sannarlega vel núna.“ Polyakov hélt sig í hæfilegri fjarlægð á flugvellinum. Hann sagði ekki orð og lét ekki á því bera á nokkurn hátt, að hann þekkti Tu- omi. Tuomi gekk beint að flugvél- inni, eftir að hann hafði sýnt eftir- litsmönnunum vegabréf og vega- bréfsáritun, sem gaf honum leyfi til brottfarar úr landi. Nokkrum augnablikum síðar hafði flugvélin hafið sig til flugs. Tuomi leit niður vfir ljósin í Moskvu og velti því fyrir sér, hvort honum mundi nokk- urn tíma auðnast að sjá þau aftur. „OKKUR LANGAR AÐ TALA VIÐ YÐUR“ Þann 17. desember árið 1958 steig Tuomi út úr flugvél á flugvellinum í Montreal í Kanada í gervi Banda- ríkjamanns af finnskum ættum. Áð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.