Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 25

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 25
ÆVINTÝRI RÚMENÍUKONUNGS ... 23 óopinber af nauðsyn og reynt að láta sem minnst á þeim bera. En í þessari hamingju þeirra blunduðu samt frækorn vandræða og mótlætis, sem átti eftir að verða á vegi þeirra. Ástandið í Rúmeníu batnaði ekki, eftir að Carol var kominn heim. Það er varla hægt að kenna honum um það. Það átti ekki fyrir Evrópu að liggja að blómstra á síðari hluta fjórða áratugsins. En ókyrrðin í landinu var slík, að vinkonu hans, sem var af Gyðingaættum í aðra ættina, var jafnvel kennt um vand- ræðin, sem steðjuðu að landi og þjóð. Staðreyndin um gyðinglegan uppruna hennar varð henni nú sí- fellt meiri fjötur um fót og var notuð til þess að vinna gegn henni. Hún var ásökuð um stjórnmála- makk og samsæri. Hún var nokkr- um sinnum neydd til þess að yfir- gefa landið, en ást þeirra Carols, sem hélzt óbreytt, reyndist ætíð verða sá segull, sem dró hana til baka. Tíu ára ríkisstjórnartímabil Car- ols í Rúmeníu, er hann ríkti þar með Hélénu Lupescu sér við hlið, bótt í leyndum væri, reyndist verða óskaplega erfitt fyrir land og þjóð. y'dolf Hitler komst til valda í Þýzkalandi árið 1933 eða þrem ár- um eftir heimkomu Carols til Rúm- eníu. Carol sjálfur lenti í miðri holskeflu fasismans, sem flæddi yf- ir löndin. Það leið ekki á löngu, baneað til hann tók sér alræðisvald í landi sínu. En Járnvarðliðið ógn- aði sífellt yfirráðum hans og stjórn. Þar var um að ræða öfgasinnaða fasistahreyfingu, sem var ofsalega andsnúin Gyðingum. Hreyfing þessi óx og magnaðist, og henni var beitt gegn konungi. Það linnti ekki sam- særum og morðum. Vafalaust hafa samtök þessi fengið innblástur sinn frá nasistum, einnig hvatningu og laun. Carol einbeitti sér að þrem við- fangsefnum, í fyrsta lagi að berj- ast gegn Járnvarðliðinu og vinna gegn sundrungu þjóðarinnar, í öðru lagi að þjálfa Michael son sinn, til þess að taka síðar við konungdæm- inu, en hann unni honum mjög. Og þriðja markmið hans var að veita Héléne Lupescu hamingju. Stjórnmálalegir erfiðleikar hans uxu, eftir því sem árin liðu. Hvert stjórnmálalega morðið rak annað. Carol lét skjóta helztu framámenn Járnvarðliðsins. Um hríð virtist hann hafa náð yfirtökunum. En þróun mála almennt var honum andsnúin. Árás Þýzkalands á Pólland, sem leiddi af sér síðari heimsstyrjöld- ina, batt í rauninni endi á vald Car- ols í Rúmeníu. Hitler var það nauðr syn að ná yfirráðum yfir öllum Balkanríkjunum. Endalokin komu í septembermán- uði árið 1940, þegar andstæðingum Carols tókst að hrekja hann úr há- sætinu með aðstoð nasista og hrifsa völdin í sínar hendur. Konungurinn neyddist til þess að flýja land í skyndi ásamt Madame Lupescu. f fylgd með þeim var góð- vinur þeirra, Ernest Uardari'anu of- usti. Michael var útnefndur kon- ungur að nýju, og Helena prinsessa var talin á að snúa heim úr útlegð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.