Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 54

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 54
52 ÚRVAL arnir af sér öll önnur tæki, sem nálguðust þá. Þeir skeyttu ekkert run hrjúfan ísinn, sem særði fætur þeirra. En Wright náði samt betri tíma en George í þessu hlaupi. Hann varð tveim sekúndum á undan hon- um. Það fyrsta, sem George gerði, þegar hann vaknaði á sunnudags- morgni, var að lyfta bæklaða fæt- inum varlega. Hann hafði enn verk í honum, en hann fann, að nú var þreytan að mestu horfin. Honum leið miklu betur en í gærmorgun. Hann brosti af feginleik. Hann mundi ekki standa kyrr á meiðun- um í dag. Þegar hann lagði af stað klukkan eitt, spyrnti hann hressi- lega í og hélt því áfram. Fólk þekkti hann á þessari háu sveiflu, þegar hann spyrnti í með bæklaða fætin- um. Fólk stóð í hópum víðs vegar og hvatti hann áfram með hrópum og köllum, þegar hann birtist. Hann geystist niður af síðasta hálsinum, líkt og allir hundasleðaeklar heims væru á hælunum á honum. Hann varð langt á undan öllum öðrum í mark. Þegar George Attla yngri haltr- aði til dómnefndarinnar til þess að verða krýndur heimsmeistari í hundasleðaakstri fyrir árið 1958 þetta sama kvöld, risu allir keppi- nautar hans í Rondyhlaupinu á fæt- ur og klöppuðu honum óspart lof í lófa. Wright varð þetta að orði: „Attla er mestur allra þeirra hundasleðaekla, sem ég hef nokkru sinni keppt við. Hann er sannkall- aður meistari.“ George, sem er nú orðinn 36 ára gamall, nýtur mikillar virðingar meðal allra þeirra, sem fást við hundasleðaakstur eða fylgjast með þeirri íþrótt. Hann er broshýr og unglegur. Hann tekur þátt í eins mörgum stórmótum og honum er unnt. Hann hefur unnið Rondy- hlaupið tvisvar í viðbót síðan 1958. Þegar einhver annar vinnur, segja menn venjulega, að Attla hafi tap- að fyrir einhverjum hundi, sem hann hefur þjálfað sjálfur. Þann 23. marz árið 1969 vann hann loks eina hlaupið, sem hann átti eftir óunn- ið. Þar var um að ræða Norður- Ameríku-meistarakeppnina í Fair- banks. Vinir hans héldu strax á fund föður hans til þess að segja honum fréttirnar, en hann hafði þá legið alvarlega veikur í rúmt ár. Gamli maðurinn brosti, er hann heyrði fréttirnar. Næsta dag lokaði hann svo augum sínum fyrir fullt og allt. Þegar George er spurður um keppnir yfirstandandi árs, gerir hann sér far um að draga heldur úr sigurmöguleikum sínum. „Ég mun reyna að vinna verðlaunin," segir hann bara. „Ég mun gera mitt bezta.“ Enginn efast um, að hann muni reyna það. En þeir eru ekki margir, sem trúa því, að það verði nokkru sinni haldin eins spennandi keppni og Rondyhlaupið 1958, þeg- ar bæklaður Indíánapiltur og úr- takshundar komu þjótandi utan af freðmýrunum til þess að vinna mestu hundasleðaaksturskeppnina, sem nokkru sinni hefur verið hald- in.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.