Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 101

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 101
þannig eru njósnarar rússa þjálfaðir sér hlutverk þetta. Hann hugsaði um börnin sín, Viktor, sem var orð- inn 9 ára, og telpurnar Irinu og Nadezhdu, sem voru 6 og 4 ára. Og hann hugsaði um næstu ár í lífi þeirra, árin, sem hann mundi nú alveg glata. En hann hugsaði einn- ig um það, hvaða afleiðingar aukn- ar tekjur hans og æðri staða mundi háfa fyrir þau öll. Þau fengju betri íbúð, kæliskáp og sjónvarp og eins mikinn mat og fatnað og þau þörfn- uðust. KGB mundi einnig tryggja börnunum góða menntun. Og hvernig yrði þetta allt, ef hann neitaði að taka að sér hlut- verk þetta? Svo gæti farið, að hann yrði flokkaður sem „óáreiðanlegur“ borgari . . . brennimerktur. Menn KGB höfðu útvegað honum kennslustöðuna, en þeir gætu líka séð svo um, að honum yrði vísað frá starfi. KGB gæti þrýst honum og fjölskyldu hans niður í aumustu örbirgð án nokkurra skýringa. Og það gat ekki orðið um neina áfrýj- un að ræða. En hvernig færi, ef hann tæki að sér þetta hlutverk og honum mistækist svo? Óttinn við fangels- un eða jafnvel dauðadóm kvaldi hann. En föðurlandsástin og holl- ustan við kommúnismann gerði það að verkum, að hann langaði til þess að gera það, sem föðurland hans fór fram á, að hann gerði fyrir það. Andlit hershöfðingjans og ofurst- ans voru svipbrigðalaus, er þeir gengu inn í íbúðina. Þeir tóku sér sæti. Svo hallaði hershöfðinginn sér fram á við og bar fram spurningu: „Hefurðu íhugað málið vandlega?" 99 „Ég vil gera skyldu mína,“ svar- aði Tuomi. „Þú mátt vera stoltur af þér,“ sagði hershöfðinginn. Þeir brostu báðir til Tuomi. Þeim hafði aug- sýnilega létt. „Það verður auðvitað að samþykkja þetta á æðri stöðum, en- ég held, að þetta verði sam- þykkt. Þú heyrir frá okkur innan nokkurra vikna.“ Þegar Tuomi sneri aftur til Kir- ov, sagði hann Nínu og samkenn- urum sínum, að hann hefði gengið undir inntökupróf í túlkaskóla og biði nú eftir úrslitunum. Þau bárust honum þ. 26. apríl árið 1957 í svo- hljóðandi skeyti frá Moskvu: „Yð- ur hefur verið veittur réttur til þess að sækja námskeiðið.“ SKÓLINN BYRJAR Ofurstinn beið Tuomi, þegar hann kom til Moskvu þ. 1. maí. Þeir óku til eins íburðarmesta fjölbýlis- húss borgarinnar, en það var við Kutuzovsky Prospekt. Þar fóru þeir í lyftunni upp á sjöttu hæð. Þar opnaði ofurstinn litla hurð. Það virtist helzt vera hurð á sópaskáp. En í rauninni var þar inngangur að leynistiga, sem lá upp í íbúð á næstu hæð. „Gjörðu svo vel og gakktu inn fyrir," sagði ofurstinn. „Ég ætla að sýna þér nýja heimilið þitt.“ Þetta var dýrleg íbúð. Þar var stór dagstofa, sem var borðstofa í senn. Hún var búin glæsilegum húsgögnum og á gólfinu voru aust- urlenzk gólfteppi. f íbúðinni var einnig stórt svefnherbergi og ann- að minna, eldhús í amerískum stíl og nýtízkulegt baðherbergi. Þröng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.