Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 51

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 51
BÆKLAÐl HEIMSMEISTARÍNN 49 ist á fætur og tók sér stöðu á meið- unum að hætti hundasleðaekla. í þetta skipti hallaði hann sér fram á við, hélt jafnvægi með handleggj- um og öxlum, sem voru orðnar afl- miklar, vegna þess að hann hafði orðið að nota hækjur árum saman. Og sleðinn þaut fram á við að nýju. En í þetta skipti datt George ekki um koll. Hann var nokkuð kvíðinn fyrstu augnablikin, en svo hrópaði hann upp yfir sig af gleði. Nú var hann loksins orðinn fullgildur hundasleðaekill. Nokkrum dögum síðar reyndi hann að sveifla hægri fætinum fram á við og spyrna í jörðina. Fót- urinn sveiflaðist aftur á bak, en skall svo á sleðann. En þetta heppn- aðist samt! Hann hafði fundið fót- inn spyrna í þjappaðan snjóinn í brot úr sekúndu. Hann æfði þessa spyrnu dag eftir dag. Og smám saman sýndu máttvana vöðvarnir betri viðbrögð. Brátt gátu þorpsbú- ar þekkt George langt í burtu af hinni sérstöku, háu spyrnu hans. Fjórtán ára að aldri fór George til Mount Edgecumbesjúkrahússins til rannsóknar. Læknirinn, sem skoðaði hann, var alveg steinhissa. „Ertu viss um, að þetta sé sami fót- urinn, sem þú hafðir, þegar þú varst í Tanana, sonur sæll?“ spurði læknirinn. George skýrði læknin- um frá sleðaspyrnunni. Nokkrum dögum síðar sagði læknirinn: „Við höldum, að við getum nú gengið þannig frá fætinum, að þú getir gengið á honum. En við verðum þá að gera hnéð liðamótalaust.“ Ge- orge samþykkti það. Og þegar hann kom heim aftur, gekk hann líkt og maður með gervifót. En hann hafði nú kastað frá sér hækjunum fyrir fullt og allt. FYRSTA STÓRKEPPNIN Árið 1952 luku íbúar Cutoff við að reisa nýtt þorp, sem þeir köll- uðu Huslia. Vinsælasta íþróttin þar var hundasleðaakstur eins og í öðr- um þorpum inni í landi. Nú var George orðinn 19 ára. Hann var grannur og sterkbyggður. Hann ákvað nú að taka þátt í hunda- sleðaaksturskeppninni í Huslia. í byrjun tók hann bara þátt í stutt- um keppnum, og hann var alltaf fyrstur alveg frá byrjun. Þeir Bust- er og Jumbo voru nú dauðir, en hann hélt enn áfram að afla sér góðra sleðahundaefna með því að velja úr úrkastshundunum á haust- in. Brátt fór frægð Georges að ber- ast út um byggðirnar. Allir töluðu um vingjarnlega, bæklaða piltinn, sem sigraði nú alla beztu hunda- sleðaeklana í Huslia með hjálp úr- kastshunda, sem þeir höfðu sjálfir gefið honum. Snemma árs 1958 leit Sidney Huntington, góðvinur fjölskyldunn- ar, inn til þess að rabba við George. „Hefur þér nokkurn tíma dottið í hug að taka þátt í Rondy-keppn- inni?“ spurði hann. George kinkaði kolli og svaraði: „Nú, hvaða manni hefur ekki dottið slíkt í hug? En eklarnir, sem taka þátt í henni, eru atvinnumenn, Sid. Sumir þeirra greiða stórfé fyrir úrvalshunda. Veiztu, hvar ég fékk nýja forystu- hundinn minn, hann Tennessee? Hann er einn af úrkastshundum bróður míns.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.