Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 29

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 29
DVÖL MÍN í SKUGGA GEÐBILUNAR 27 sinni vorum við hjónin að fara í veizlu. Ég hafði beðið hann um að koma með veskið mitt út í bíl, því að ég hafði gleymt því. En hann hafði alveg steingleymt að taka það með. 'É'g jós mig yfir hann og sagði: „Þú tekur aldrei eftir neinu, sem ég segi. Þú lætur þig það engu skipta!" Hann leit á mig alveg furðulostinn. Stundum fékk ég hláturköst og hló þá lágt að hinum furðulegustu hlutum, svo sem fjármála- og við- skiptasíðunum í dagblöðunum. Eg réð ekkert við þessi hlátursköst. Nokkrum sinnum ásakaði ég mann- inn minn um að hafa lætt einhverri hversdagslegri frétt inn í blöðin „í gamni“. En ég var þó oftar niðurdregin og vansæl. Ég gat ekki tekið hina minnstu ákvörðun. Ætti ég að fara í búðir eða hreinsa skápana? Stund- um byrjaði ég á einhverju starfi, en hætti við það. Ég virtist vera komin inn í vítahring, sem engin leið var út úr. Ég fór að leita til sállæknis, þar eð ég gerði mér grein fyrir því, að þetta gat varla talizt eðlilegt. Hann gaf mér róandi lyf og lét mig leysa frá skjóðunni. En líðan mín versn- aði stöðugt, þó að ég færi til hans tvisvar í viku að staðaldri. Stundum missti ég alveg öll tengsl við raunveruleikann. Eitt sinn sneri ég mér að ræstingakon- unni, sem vann hjá mér öðru hverju, og sagði í fullri alvöru: „Shirley, ef þú vilt ekki, að þú verðir sprengd í loft upp, ættirðu að fara burt úr húsinu fyrir klukk- an eitt. Það hefur verið komið fyr- ir tímasprengju hérna, og hún á að springa klukkan eitt.“ Ég fann ástæðu til tortryggni i öllu mögulegu. Einn dag um miðj- an vetur vorum við hjónin að sigla á álbátnum okkar á Potomacfljót- inu og lentum í litlum fossi rétt fyrir neðan húsið okkar. Vatnið var ískalt. Við hefðum bæði drukknað, hefði maðurinn minn ekki neytt ýtrustu krafta til þess að bjarga okkur. Næsta dag ásakaði ég hann svo um að hafa valdið slysinu af ráðnum huga til þess að losna við mig! Mér fannst oft sem sú persóna, sem ég var í raun og veru, væri áhorfandi, sem ekkert snerti í raun og veru, heldur virti annað fólk og umheiminn fyrir sér úr fjarlægð. Stundum fékk ég samvizkubit, er mér varð hugsað til allrar þeirrar fyrirhafnar, armæðu og kostnaðar, sem ég olli eiginmanni mínum með framferði mínu. Og þá reyndi ég að bæta honum þetta upp með því að ausa yfir hann blíðu. Að því kom, að hann fór að verða á varð- bergi gagnvart þessum iðrunarvotti, þar eð hann bjóst við, að þetta væri bara forleikurinn að nýju illsku- og f j andskaparkasti. Ég fór smám saman að slá slöku við bókina, sem ég vann að. Ég greip aðeins til hennar einstöku sinnum, en svo hætti ég alveg. Að lokum var svo komið, að það var orðið hættulegt fyrir mig að aka bíl, svo að nú fór maðurinn minn að aka mér í tímana hjá sállækn- inum. Á heimleiðinni krafðist ég þess eitt sinn, að hann beygði inn á veg, sem lá að íbúðarhúsi fólks,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.