Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 23

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 23
ÆVINTÝRI RÚMENÍUKONUNGS . . . 21 Skömmu síðar var Carol sendur til Lundúna til þess að koma þar fram sem fulltrúi Rúmeníu við jarðarför Alexöndru Englands- drottningar. Carol kom við í París í heimleiðinni. Á heimili fulltrúa eins við rúmensku sendisveitina hitti hann Madame Lupescu, sem bjó nú í París. Þau höfðu að vísu hitzt í skyndi einu sinni eða tvisv- ar heima í Rúmeníu, en þau kynnt- ust í raun og veru fyrst við þetta tækifæri. Þau gerðu sér nú strax grein fyrir því, hve sterk áhrif þau höfðu hvort á annað. Carol sneri ekki heim til Rúm- eníu aftur. Fjölskylda hans og ríkisstjórnin í Búkarest gerðist óróleg og heimt- aði, að hann sneri heim. Foreldrar hans báðu hann sem erfingja krún- unnar að snúa aftur heim til Rúm- eníu til konu sinnar og litla sonar. En nú hafði hann fundið konuna, sem hafði mesta þýðingu fyrir hann af öllum þeim persónum, sem hon- um þótti vænt um. Og hann gat ekki yfirgefið hana. Hann hélt til Milano eftir nokkra dvöl í París. Og Madame Lupescu fór þangað með honum. Sendiboð- ar rúmensku stjórnarinnar héldu á fund Carols í Milano. Þeir báru Carol þá orðsendingu frá Bratianu forsætisráðherra, að hann yrði að slíta sambandinu við Madame Lu- pescu og snúa aftur heim til Búka- rest, en að öðrum kosti yrði hann að sleppa opinberlega öllu tilkalli til réttar síns sem erfingi krúnunn- ar. Þetta voru úrslitakostir. Hann varð að velja. Það er hægt að ímynda sér, hversu erfið sú ákvörðun hefur reynzt honum. Hann vildi ríkja í heimalandi sínu. Hann hafði verið alinn upp með það fyrir augum, að hann yrði konungur landsins. Hon- um fannst hann vera hæfur til þess að stjórna ríkinu og taka þátt í stjórnmálum landsins. Hann elsk- aði ættjörð sína. Rúmenska krún- an var fæðingarréttur hans. En hann hafði nú fundið sjálfa lífs- hamingjuna, og sú lífshamingja var Héléne Lupescu. Vegna þessara þvingunarráðstaf- ana afsalaði hann sér réttinum til ríkiserfða. Og þann 6. janúar árið 1926 undirritaði Ferdínand konung- ur, faðir hans, opinbera yfirlýsingu, þar sem Carol var sviptur réttind- um sínum sem krónprins Rúmeníu. Michael, sonur Carols, en hann var þá aðeins fjögurra ára, var útnefnd- ur tilvonandi ríkisarfi í hans stað, og við dauða afa síns átti hann að taka við konungstign í landinu og ríkja undir stjórn ríkisstjórnarráðs. Ferdínand konungur dó þ. 20. júlí árið 1927, og Michael tók nú við konungstign. Þegar hér var komið sögu, höfðu þau Carol og Madame Lupescu snú- ið aftur til Frakklands og bjuggu nú á óðali norður í Normandy. Bratianu, sem var enn forsætisráð- herra Rúmeníu, sendi sendiboða til Carols til þess að biðja hann um að staðfesta krúnuafsal sitt, svo að Michael gæti ríkt öruggur um sinn hag. En Carol vildi ekki gefa út slíka yfirlýsingu um staðfestingu krúnu- afsalsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.