Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 65

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 65
ÞEGAR STOLT BREZKA ELOTANS FORST 63 granda skipinu. Þegar skipverjar voru á orustusöðvum sínum um borð, var varla hægt að ganga marga metra án þess að fyrir manni yrðu lokaðar vatnsþéttar dyr. Við lágum í 2 daga í Freetown, en mér tókst ekki að komast í land. I stað þess skemmti ég mér við að skoða varninginn í „gúmbátum“ hinna innfæddu, sem sveimuðu kringum skipið eins og flugur um sírópskrukku. Einn hinna innfæddu kynnti sig sem Joe Louis og mér skildist að allir sjómenn, sem kæmu til Freetown, myndu þekkja hann. — Hann flautaði stanzlaust söngva og lög flotans, sem hann hafði num- ið með árunum. Uppáhaldslag hans var það sem kallað er: ,,Up spirits. Stand Fast The Holy Ghost.“ Gam- all húsgangur í flotanum, sem hann fór snilldarlega með ásamt blístri bátsmannsins og öllu því, sem til- heyrði. Auðsjáanlega hefur hvert skip sinn sérstaka söng, og minni Joes brást ekki. Eitt atvik gerðist á meðan við lágum í Freetown, sem hefði getað endað á sorglegan hátt, fyrir næst- um yfirnáttúrlega heppni varð ekki slys af. Nóttin var dimm og tungl ekki á lofti. Straumurinn í höfninni var af- ar harður. Þegar skipsbáturinn, sem flutti skipverja um borð, kom að skipshliðinni, rann einn skipverja til og féll í sjóinn. Hvarf hann strax út í myrkrið. Merkið „maður fyrir borð“ var strax gefið, bátar voru settir út og leit hafin. Það var vitað að maðurinn var með lífbelti, svo að ekki var álitið að langt liði þar til hann fyndist. Leyfi var gefið til þess að nota leitarljós og öllum skipum í höfninni gert aðvart og beðin aðstoðar við leitina. Kl. 8 um morguninn, er leitin hafði staðið stanzlaust alla nóttina án árangurs, tilkynnti lítil skúta, sem lét reka úti fyrir höfninni á verði fyrir kafbát- um, að hún hefði tekið manninn um borð, fundið hann á reki margar mílur úti á sjó, þar sem hann rak fyrir straum og vindi. Þetta var tal- in hrein tilviljun og ganga krafta- verki næst. Maðurinn hresstist fljótt eftir volkið. Þegar við sigldum frá Freetown fylgdi okkur hákarl í marga daga. Hinir eldri sjómenn um borð töldu þetta feigðarmerki. Þá var það einn daginn að merki var gefið um að allir ættu að fara á sinn stað eins og í orrustu (æfing). Einn fallbyssu- mannanna varð nokkuð seinn fjrrir í að komast á sinn stað, ætlaði að stytta sér leið, með því að skríða um op á einu skilrúminu. Rétt í því að hann sveiflaði fótleggnum inní skot- turninn, fór turninn af stað í hring- rás. Maðurinn barst þannig hálfur inn í honum, þar til stálstyttur urðu fyrir, önnur kyrrstæð, hin á hreyf- ingu í öfuga átt við skotbirgið. Mað- urinn skarst bókstaflega í sundur um miðju og lézt samstundis. Þetta gerðist svo snögglega að enginn varð var við neitt fyrr en allt var um garð gengið. Veltu menn nú fyrir sér, hvort eitthvað mark væri takandi á trú gömlu sjómannanna um hákarlinn. Að öðru leyti varð tíðindalaust á leiðinni til Capetown, önnur en þau að er við nálguðumst borgina flaug yfir okkur flugvél með blaðaljós-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.