Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 64

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 64
62 um að sigla skipinu til Rosyth til viðgerðar og taka olíu. í ágústmán- uði 1941 flutti Pow Churchill yfir Atlantshaf til fundar við Roosevelt forseta Bandaríkjanna. Eftir þá ferð var skipið iðulega kallað „skútan hans Churchill.“ — Síðan tók við fylgdarþj ónusta skipalesta á Mið- jarðarhafi, en loks var aftur haldið til Englands, Greenock. Sá orðróm- ur komst nú á kreik að senda ætti Pow til Kyrrahafsins austanvert, eftir að teknar höfðu verið nauðsyn- legar birgðir. Opinberlega vissum við á neðri þiljum ekkert um slíkar ákvarðanir, en það er undarlegt hvað hægt er að frétta yfir búðar- borðið á herskipi og komast að mörgu, sem ekki er ætlast til. Það var þó almennt vitað um borð að skipta ætti um „veifu“ skipsins og allt, sem fylgdi. Hingað til höfð- um við skartað fána „annarrar flotadeildarinnar,“ en fánaskiptin höfðu í för með sér að mikil manna- skipti urðu á skipinu, margir for- ingjar og sjóliðar yfirgáfu skipið, en aðrir komu í staðinn og nú þurfti þetta að ganga fljótt fyrir sig. Loks kom að því að við létum úr höfn. Eftir tveggja daga siglingu var opinberlega tilkynnt um borð, að nú sigldi Pow undir fána Sir Tom S.V. Philips K.C.B. aðmíráls og ferðinni væri heitið til Singapore, þar sem Pow ætti að vera flagg- skip á Austur-Kyrrahafi. Þá héldum við að við myndum ekki taka þátt í fleiri hernaðarað- gerðum í bili, en skipverjar voru ekki ánægðir með slíkt, því allir vildu vinna að því að ljúka þessum ófriði sem fyrst. Enn höfðu Japanir ÚRVAL ekki byrjað þáttöku sína í hildar- leiknum. ☆ Búðin um borð í Pow var staðsett undir yfirþiljum og vegna þess að við eitt skilrúmið þar var komið fyrir frágangsröri fyrir reyk frá vélarúmi, var þar afar heitt. Sæl- gætið bráðnaði á hillunum og við afgreiðslumennirnir urðum að vinna í sundbolum einum fata. Verzlunarstjórinn kvartaði undan þessu við gjaldkera (paymaster) skipsins og fékk hann til að sam- þykkja, að ný búð yrði byggð á gönguþilfari skipverja efst á aftur- þiljum. Þetta fannst okkur afar þægilegt, en aðrir skipverjar, sem unnu á neðriþilförum voru ekki eins ánægðir yfir að þurfa að klifra upp á efsta þilfar ef þeir ætluðu að fá sér sígarettur eða sælgæti. Fyrsti viðkomustaður okkar var Freetown, þar sem við fréttum að við ættum að sigla suður fyrir Cape. Þótt við um borð fengjum aldrei að vita um neinar fyrirætlanir, var mikill undirbúningur og glæsilegar móttökur allsstaðar þar sem við komum í höfn. Þetta var vafasöm ánægja, því að sú hætta var ætíð fyrir hendi, að. óvinirnir kæmust að því hvernig ferðum skipsins yrði háttað. Sem betur fór var ganghraði Pow svo mikill að ólíklegt þótti að kafbátar kæmust að skipinu, og vor- um við ekki „skútan hans Chur- chill“ og þar að auki ósökkvandi. f skipinu voru mörg hundruð vatns- þétt skilrúm, sem kom okkur til þess að trúa því, að það þyrfti margar tylftir tundurskeyta til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.