Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 48

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 48
46 ÚRVAL heit að vinna af kappi, því að hann gerði sér grein fyrir því, að ástæð- an fyrir því, að pabbi hans vildi fá hann með, var sú, að hann áleit hann nú orðinn nógu gamlan til þess að taka á sig nokkra ábyrgð. Og þar var reyndar um mikla ábyrgð að ræða. Faðir Georges þurfti að sjá 12 manna fjölskyldu fyrir mat og klæðum og vernda hana á alla lund í þessu harðbýla og líttnumda landi, sem er við heimskautsbaug. Því var hvert veiðidýr dýrmætur fengur. Faðir Georges stöðvaði sleðann við fyrstu dagskímu og steig af meiðanum. „Það er kominn tími til þess að hvíla hundana," sagði hann. George spratt upp úr körfunni og datt endilangur í snjóinn. Pabbi hans hló að honum og hjálpaði honum að rísa á fætur. „Ég er víst búinn að fá náladofa í annan fót- inn,“ sagði George. En þegar hann tók næsta skref, gaf hnéð eftir, og hann datt aftur kylliflatur. Og fót- urinn hékk nú máttlaus niður, þeg- ar pabbi hans reisti hann á fætur. „Réttu úr fætinum," sagði faðir hans. George reyndi það. „Eg get það ekki,“ sagði hann. Faðir hans lagði hann í körfuna og skipaði hundunum að snúa við. „Veiðigildrurnar verða að bíða,“ sagði hann. Um kvöldið strauk Eliza Attla stokkbólgið hnéð með mjúkum svampi, þangað til George sofnaði loksins. Hún skoðaði hnéð svo aft- ur snemma næsta morgun og hróp- aði þá upp yfir síg af hræðslu. Ge- orge hafði vaknað um nóttina við miklar kvalir í hnénu. Hann hafði orðið að bíta í ullarteppið til þess að bæla niður kvalaóp. Hann vildi ekki vekja foreldra sína. Hann hafði bitið gat á teppið. „Klæddu hann og búðu hann til ferðar,“ sagði faðir hans fljótmæltur. „Ég fer með hann til Tanana.“ Svæðissjúkrahús innfæddra í Tanana var einkennilegur, ógnvekj- andi staður í augum lítils Indíána- drengs, sem gat með naumindum skilið ensku. George var sendur úr einni skoðun í aðra viku eftir viku. Honum fannst tíminn óendanlegur. Og hann var stunginn með nálum. Og fyrir vorhlákurnar kom hann svo heim. Hann hafði meðferðis bréf, og presturinn útskýrði inni- hald þess fyrir foreldrum hans. Ge- orge var með beinaberkla. Út- breiðsla sjúkdómsins hafði verið stöðvuð, en ekki fyrr en hann hafði eyðilagt brjósk í hægra hnénu. Hann mundi aldrei geta gengið framar án þess að nota hækjur. Það var ekki fyrr en mörgum ár- um síðar, að Eliza Attla sagði syni sínum frá því, að þann dag, er presturinn las bréfið fyrir þau, hefði hún séð mann sinn fella tár í fyrsta sinni. GEORGE TEKUR AÐ ÞJÁLFA ÚRKASTSHUNDANA Líkt og aðrir hundasleðaeklar valdi faðir Georges úr hundum sín- um á haustin og hélt aðeins eftir duglegustu hvolpunum frá því vor- ið á undan. Svo losaði hann sig við hina. Úrkastshundarnir urðu venju- lega gæludýr barnanna í þorpinu. Dag einn kallaði faðir Georges á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.