Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 49

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 49
BÆKLAÐI HEIMSMEISTARINN 47 hann út fyrir dyrnar. Tveir stálp- aðir hvolpar léku sér þar. Þeir voru bundnir við stólpa með stuttri ól. „Þetta eru úrkastshundar," sagði hann og rétti George ólina. „En þetta eru samt góðir hundar. Ef þú þjálfar þá vel, þá flytja þeir þig hvert sem þú vilt fara.“ George faðmaði að sér hundana himinlifandi af fögnuði. Svo sagði faðir hans: „Komdu hingað.“ Ge- orge reis á fætur með hjálp hækj- anna og elti föður sinn. Við kofa- hliðina stóð nýr sleði úr birki, sem faðir hans hafði unnið í höndunum af mikilli vandvirkni. „Það er nú helzt til fljótt að gefa þér jólagjöf- ina strax,“ sagði faðir Georges við hann, „en þú þarfnast hans líka löngu fyrr.“ George ljómaði af gleði. George skírði hundana Buster og Jumbo. Snemma á hverjum morgni kom hann sér fyrir í djúpu körf- unni á sleðanum og þjálfaði hund- ana og reyndi að fá þá til að hegða sér á sama hátt og ætlazt var til af hundum föður hans. Hann líkti eftir fyrirskipunum föður síns. Hann hafði þær ákveðnar, en aldrei hörkulegar. Hann gætti þess að gæla við hundana og hrósa þeim, þegar vel tókst til. Því reyndu hundarnir sitt bezta til þess að gera honum til hæfis. f vetrarlok voru þeir vissulega orðnir færir um að fara með hann hvert á land sem var. Eitt sinn var George að aka með tæki sínu langt upp með Koyukuk- ánni ekki fjarri þorpinu. Hann reis á fætur og gekk örfá skref frá sleðanum til þess að teygja úr sér. Skyndilega tóku hundarnir á rás. Hann vissi, að þeir mundu fara beinustu leið heim. Hann settist upp við tré, lagði hækjurnar yfir hné sér og beið átekta. Faðir hans fann hann síðla dags. „Ég gat bara ekki stöðvað þá,“ sagði George. Faðir hans kinkaði kolli. Harm sneri sér að hundunum sínum og kallaði: „Tom, rístu upp!“ Ækið tók á rás og skildi þá feðgana eftir. George horfði kvíðafullur á eftir hundunum. Svo hrópaði faðir hans: „Tom!“ Ækið beygði strax og sneri við. Svarti forystuhundurinn, sem kallaður var Tom, vísaði þeim leið- ina beint að húsbóndanum, og hin- ir eltu hann. „Margir hundasleða- eklar hafa frosið í hel úti á freð- mýrunum vegna einna slæmra mis- taka,“ sagði faðir hans. „Þeir þekktu ekki forystuhundinn sinn nægilega vel. Þú skalt kynnast for- ystuhundinum þínum og þjálfa hann enn betur en alla hina hund- ana. Láttu hann stjórna ækinu. En þú verður að stjórna honum." Þetta var lexía, sem George gleymdi aldrei. GEORGE VERÐUR LOKSINS HUNDASLEÐAEKILL George fór að fá verk í bæklaða fótinn á tíunda afmælisdeginum sínum. Og hann hélt því til sjúkra- hússins í Tanana að nýju. Eftir all- langa dvöl þar tókst enn að hefta útbreiðslu berklanna. En þá var fót- urinn orðinn svo skakkur, að lækn- arnir ákváðu, að það yrði að rétta hann. Þeir settu stálfleina í fótinn rétt fyrir neðan hnéð og fyrir ofan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.