Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 70

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 70
68 ÚRVAL springa af loftleysi. Nokkrum sinn- um tókst mér að komast upp á yfir- borðið, stundarkorn og gleypti þá í mig loft, en drógst brátt niður aftur jafnskjótt, og var nú viss um að ég myndi drukkna. En allt í einu var þessu lokið, ókyrrðin í sjónum minnkaði og ég fann að ég flaut upp á yfirborðið, hálfkafnaður og út- keyrður, — en ennþá lifandi. Fylgdarskip okkar, tundurspill- arnir, voru nú í óða önn að tína upp úr sjónum þá, sem af komust. Re- pulse var hvergi sjáanlegur. Brátt var ég dreginn upp í eitt skipið þar sem mér var gefið heitt kakó bland- að rommi. Það var þá sem ég frétti allt, sem gerzt hafði. Repulse var sökkt, eins og Pow. Á hinum 2 klukkutímum, sem orr- ustan stóð, höfðu Japanir „hrygg- brotið“ Austur-Kyrrahafsflotann. Captain Leach á Pow féll í orrust- unni og aðmíráll Sir Tom Philips á Repulse hafði horfið í djúpið með skipi sínu. Ennfremur féllu aðrir 301 yfir- og undirmenn á PoZ. Repulse hafði sokkið með allar byssur í notkun og manntjónið þar var gífur- legt. Til allrar hamingju reyndu Jap- anir ekki að hindra björgunina, heldur ekki urðum við fyrir árás- um frá þeim í bakaleiðinni til Singa- pore. Við verðum að álíta, að ein- asta ástæðan hafi verið sú, að þeir hafi verið búnir með allar sprengj- ur sínar. Það hefur ábyggilega ekki verið af mannúðarástæðum, það fengum við óhyggjandi sannanir fyrir næstu árin. Sakamálasagnahöfundurinn Erle Stanley Gardner lýsir með eftirfar- andi orðum byrjunarárunum, er hann var að reyna að brjóta sér braut sem höfundur kúrekasagna: „Þegar höfundur fær greidd 3 cent fyrir hvert orð, einblínir hann ofboðsiega á þann orðafjölda, sem hann „fram- leiðir". Sko, þegar ég vélritaði sögurnar mínar, hafði ég samlagningar- útbúnað festan við orðabilsstöngina á ritvélinni minni, þannig að það kom fram á pappírsræmu „orðatalningarútbúnaðarins", í hvert skipti sem ég sló á orðabiisstöngina. Og áður en ég hafði gert mér grein fyrir því, höfðu hetjurnar mínar vanizt á að skjóta fyrstu fimm skotin fram hjá markinu og hittu aldrei fyrr en með siðustu kúlunni. Eitt sinn ávitaði ritstjórinn minn mig fyrir þetta. Hann spurði mig að því, hvernig á þvi gæti staðið, að söguhetjum mínum, sem lýst væri sem stórkostleg- um skotgörpum, gengi svona óskaplega illa að hitta í mark í fyrstu fimm skotunum. Ég svaraði þessu á þennan veg af fullri hreinskilni: „Sko, ég fæ 3 cent fyrir orðið, svo að ég fæ 3 cent i hvert skipti sem ég segi „bang“ í sögunni. Þú hlýtur að vera alveg kolvitlaus, ef þú heldur að ég láti byssubardagann hætta, meðan hetjan mín á enn eftir 15 centa virði af óskotnum skotum í byssunni sinni.“ The Atlantic Monthly.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.