Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 13

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 13
ER BYLTING í FLUTNINGUM Á NÆSTA LEITI? 11 kerfum fær bílvélin orku sína frá rafleiðslu, sem lögð er í veginn. Samkvæmt öðrum kerfum yrðu bílarnir fluttir á hraðfara flutn- ingabeltum eða kannske í hylkjum. Hafstad tók fram eftirfarandi í þessu sambandi: „Menn verða að komast að samkomulagi um, hvaða kerfi ber að nota, áður en fyrsti spotti hinna „sjálfvirku þjóðvega“ verður lagður. En þegar sú ákvörð- un hefur verið endanlega tekin, verða „tölvustýrðir þjóðvegir" næstum örugglega að veruleika með hjálp rafeindatækninnar, því að farartækin geta komizt leiðar sinnar með meira öryggi, á meiri hraða og í þéttari „torfum“, þegar það þarf ekki lengur að treysta á mannlega stjórn hvers farartækis. Flestir sérfræðingar álíta jafnvel, að sérhver akrein á „sjálfvirkum þjóðvegi“ gæti annað sama um- ferðarþunga og 3—4 af akreinum nútímaþjóðvega, þar sem er ekki um neina fjarstýringu að ræða. „GRIÐASTAÐIR FYRIR FÓLK“ En munu ekki myndast ofboðs- legir umferðarhnútar og flækjur á borgarstrætunum, þegar þessu kerfi hefur verið komið á? Ég fékk lokk- andi svar við þessari spurningu í Svíþjóð í fyrrasumar, er ég gekk vfir borgartorg, skreytt gosbrunn- um og umkringt aðlaðandi verzl- unum. Þarna var engin hávær um- ferð til þess að trufla mann. Þetta var „göngutorg", eins konar „griða- staður fyrir fólk“. Og lykillinn að því, hversu vel þessi hugmynd hafði heppnazt í framkvæmd, var net jarðgangna undir torginu. Þar niðri voru á ferðinni vörubílar, sem óku vörum til verzlananna. Og þar voru göng fyrir neðanjarðarlestir, sem fluttu fólk að og frá Stokkhólmi, en þetta var einmitt ein útborg Stokk- hólms. Neðanjarðarþjóðvegir? Flestir þeir sérfræðingar, sem ég hef rætt við, álíta, að þeir komi vel til greina og muni alls ekki reynast óhóflega dýrir. Meðalkostnaður við borgar- hraðbraut ofanjarðar er um 4 millj- ón dollarar á mílu. En kostnaður á hverja mílu hraðbrautar í djúpum jarðgöngum er nú um 7 milljón dollarar. En endurbættar aðferðir við gröft jarðgangna og borun munu gera jarðgangnagerð ódýrari en hún er. Er þar um að ræða notkun lasergeisla, kemiskra efna og hnitmiðaðs vatns- og eldstraums. En lóðir og landareignir hækka í verði. Eftir því sem þessar tvær gagnstæðu kostnaðartilhneigingar vaxa, verður jarðgangnagerð smám saman eftirsóknarverðari í augum þeirra, sem skipuleggja lagningu þjóðvega, hraðbrauta og stræta. Þar að auki hefur veðrið ekki nein áhrif á neðanjarðarþjóðvegi, og þeir valda ekki hinum heiftarlegu deil- um, sem komið hafa upp í mörgum borgum, er hrekja hefur orðið burt fjölda fólks úr híbýlum sínum vegna lagninga þjóðvega, hrað- brauta og stræta. Margir málsmetandi embættis- menn á sviði flutningamála, sem ég ræddi við, eru mjög fylgjandi þeirri hugmynd. sem framkvæmd hefur verið með lagningu „göngu- torganna“ í útborg Stokkhólms. Arkitektinn og borgarskipuleggj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.